Fjölbreyttir raftónar Trausti Júlíusson skrifar 27. apríl 2011 10:30 The Optimist með Steve Sampling. Tónlist The Optimist - Steve Sampling. The Optimist er fjórða plata Steve Sampling. Síðasta plata, Milljón mismunandi manns, sem kom út síðla árs 2009, var hip-hop upptökustjóraplata þar sem Steve sá um taktana, en hópur rappara skiptist á að sýna listir sínar í mismunandi lögum. The Optimist er annarrar gerðar. Á henni eru engir textar, bara raftónlist og smá röddun á stöku stað. Steve kann þá list að búa til flotta stemningu og er sterkur í trip-hop deildinni. Nafnið á fyrsta lagi plötunnar, Entroduction, má skilja sem tilvísun í eitt helsta meistaraverk þeirrar tónlistar, Entroducing með DJ Shadow. En Steve fer nokkuð víða á The Optimist og sýnir á sér nýjar hliðar. Það eru hæggeng lög, en líka hraðari og dansvænni stykki inni á milli. Oft tekst Steve vel upp. Ég nefni sem dæmi titillagið The Optimist sem grúvar sérstakleg vel, Distorted Contact sem stigmagnast skemmtilega og Fuck Yeah!, en í því er nett Gusgus-stemning. Á heildina litið ágæt plata frá áhugaverðum listamanni. Niðurstaða: Steve Sampling bregst ekki bogalistin á sinni fjórðu plötu. Hægt er að kynna sér hana nánar á Gogoyoko.com. Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Frumsýning á Vísi: Sýnishorn úr nýrri, íslenskri gamanmynd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
Tónlist The Optimist - Steve Sampling. The Optimist er fjórða plata Steve Sampling. Síðasta plata, Milljón mismunandi manns, sem kom út síðla árs 2009, var hip-hop upptökustjóraplata þar sem Steve sá um taktana, en hópur rappara skiptist á að sýna listir sínar í mismunandi lögum. The Optimist er annarrar gerðar. Á henni eru engir textar, bara raftónlist og smá röddun á stöku stað. Steve kann þá list að búa til flotta stemningu og er sterkur í trip-hop deildinni. Nafnið á fyrsta lagi plötunnar, Entroduction, má skilja sem tilvísun í eitt helsta meistaraverk þeirrar tónlistar, Entroducing með DJ Shadow. En Steve fer nokkuð víða á The Optimist og sýnir á sér nýjar hliðar. Það eru hæggeng lög, en líka hraðari og dansvænni stykki inni á milli. Oft tekst Steve vel upp. Ég nefni sem dæmi titillagið The Optimist sem grúvar sérstakleg vel, Distorted Contact sem stigmagnast skemmtilega og Fuck Yeah!, en í því er nett Gusgus-stemning. Á heildina litið ágæt plata frá áhugaverðum listamanni. Niðurstaða: Steve Sampling bregst ekki bogalistin á sinni fjórðu plötu. Hægt er að kynna sér hana nánar á Gogoyoko.com.
Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Frumsýning á Vísi: Sýnishorn úr nýrri, íslenskri gamanmynd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira