Ætlar að flytja Reðursafnið til Reykjavíkur 13. apríl 2011 08:00 nýr stjóri Hjörtur Gísli Sigurðsson, að ofan, tekur við góðu reðurbúi af föður sínum, Sigurði Hjartarsyni. Fréttablaðið/GVA „Ég á þrjár dætur og einn son og það voru allir sammála um að hann tæki við þessu þegar ég hætti,“ segir Sigurður Hjartarson, stofnandi og starfsmaður Reðasafnsins á Húsavík. Sigurður hyggst hætta á safninu eftir áralanga uppbyggingu og sonur hans, Hjörtur Gísli Sigurðsson, mun taka við stöðunni. „Ég er bara að fara að gefast upp á þessu því þetta hefur verið mjög einfaldur rekstur, ég hef ekki greitt mér laun,“ segir Sigurður, en safnið komst enn og aftur í heimspressuna þegar fyrsti mannslimurinn var afhjúpaður við hátíðlega athöfn á dögunum. Páll Arason naut þess heiðurs en hann ánafnaði safninu lim sínum árið 1996 eins og frægt er orðið. Sigurður reiknar fastlega með að sitja á sínum stól á safninu út þetta ár en hætta svo um áramótin. Hjörtur Gísli Sigurðsson er hinn útvaldi arftaki og hann hefur sínar hugmyndir um framtíð safnsins. Meðal þess er að flytja aðalsafnið til Reykjavíkur, þar sem það hóf upphaflega göngu sína, og hafa útibú á Húsavík. „Ég er mjög stoltur af þessu og tek við góðu búi af pabba, það fullkomnaðist náttúrulega á föstudag,“ segir Hjörtur þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Reðuráhuginn hefur augljóslega gengið í erfðir því Hjörtur vill að starfsemi safnsins tútni út. „Safnið hefur náttúrlega haft góð áhrif á Húsavík og komið bænum á heimskortið. En ég er viss um að við gætum trekkt fleiri að með því að flytja það til Reykjavíkur, það er um að gera að leyfa sem flestum að njóta þess því það er hvergi annars staðar hægt í heiminum.“ - fgg Mest lesið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Fleiri fréttir Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Sjá meira
„Ég á þrjár dætur og einn son og það voru allir sammála um að hann tæki við þessu þegar ég hætti,“ segir Sigurður Hjartarson, stofnandi og starfsmaður Reðasafnsins á Húsavík. Sigurður hyggst hætta á safninu eftir áralanga uppbyggingu og sonur hans, Hjörtur Gísli Sigurðsson, mun taka við stöðunni. „Ég er bara að fara að gefast upp á þessu því þetta hefur verið mjög einfaldur rekstur, ég hef ekki greitt mér laun,“ segir Sigurður, en safnið komst enn og aftur í heimspressuna þegar fyrsti mannslimurinn var afhjúpaður við hátíðlega athöfn á dögunum. Páll Arason naut þess heiðurs en hann ánafnaði safninu lim sínum árið 1996 eins og frægt er orðið. Sigurður reiknar fastlega með að sitja á sínum stól á safninu út þetta ár en hætta svo um áramótin. Hjörtur Gísli Sigurðsson er hinn útvaldi arftaki og hann hefur sínar hugmyndir um framtíð safnsins. Meðal þess er að flytja aðalsafnið til Reykjavíkur, þar sem það hóf upphaflega göngu sína, og hafa útibú á Húsavík. „Ég er mjög stoltur af þessu og tek við góðu búi af pabba, það fullkomnaðist náttúrulega á föstudag,“ segir Hjörtur þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Reðuráhuginn hefur augljóslega gengið í erfðir því Hjörtur vill að starfsemi safnsins tútni út. „Safnið hefur náttúrlega haft góð áhrif á Húsavík og komið bænum á heimskortið. En ég er viss um að við gætum trekkt fleiri að með því að flytja það til Reykjavíkur, það er um að gera að leyfa sem flestum að njóta þess því það er hvergi annars staðar hægt í heiminum.“ - fgg
Mest lesið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Fleiri fréttir Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Sjá meira