Klikkuð áfengislöggjöf Atli Fannar Bjarkason skrifar 9. apríl 2011 06:00 Nú liggur fyrir frumvarp á Alþingi um herta áfengislöggjöf. Verði frumvarpið samþykkt verður bannað að auglýsa óáfenga drykki sem seldir eru í eins umbúðum og áfengir drykkir. Tilgangur frumvarpsins er að koma í veg fyrir að áfengi sé auglýst með óbeinum hætti, eins og tíðkast hefur. Það er auðvitað yfirgengilega vitlaust að mega ekki auglýsa það sem er löglegt. Ennþá vitlausara er að mega ekki auglýsa það sem þarf ekki sérstakt leyfi til að selja, eins og t.d léttöl. Í ljósi settra og væntanlegra laga er hjákátlegt að áfengi er auglýst í miklu mæli hér á landi í gegnum erlenda fjölmiðla. Tímaritið Rolling Stone má auglýsa bjór á Íslandi en Mannlíf má það ekki. Evrópusambandið og alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) hafa sett sérstakar reglur um áfengisauglýsingar í staðinn fyrir að leggja til að þær séu bannaðar. Samkvæmt reglunum má hvorki gefa í skyn að áfengi hafi jákvæð áhrif á líkama né aksturhæfileika. Þá má ekki láta líta út fyrir að áfengi leysi deilur fólks eða hafi læknandi áhrif. Loks er stranglega bannað að gefa í skynað áfengisneysla sé ávísun á kynferðislega sigra. Eftirfarandi auglýsing er semsagt ólögleg samkvæmt reglunum: Renglulegur maður maður gengur inn á líkamsræktarstöð. Viðstaddir fylgjast flissandi með þegar hann gengur inn í tækjasalinn með leðurtösku á öxlinni. Hann sest niður við stærstu lóðin, rífur í leðurtöskuna, rennir frá og tekur upp glansandi bjórkippu. Hann opnar einn ískaldan og sturtar upp í sig af miklum móð, vöðvarnir tútna út og hann byrjar að pumpa lóðunum. Skyndilega þagnar tónlistin og óþekktur maður gengur hægum skrefum inn. Þetta er faðir mannsins og þeir eru ekki sáttir. Hann horfir í augu föður síns og tekur svo upp tvo bjóra í viðbót. Þeir skála sáttir. Loks gengur fönguleg stúlka inn í líkamsræktarstöðina. Söguhetjan gefur merki um að hann þurfi næði áður en hann sturtar í sig síðasta bjórnum og flekar stúlkuna með áfengisdrifnum persónutöfrum sínum. Það ætti ekki að vera erfitt fyrir áfengisframleiðendur og -birgja að fara ekki þessa klikkuðu leið í auglýsingum sínum. Klikkaðara er að setja lög sem skapandi auglýsingastofur eiga í engum vandræðum með að finna leið hjá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Nú liggur fyrir frumvarp á Alþingi um herta áfengislöggjöf. Verði frumvarpið samþykkt verður bannað að auglýsa óáfenga drykki sem seldir eru í eins umbúðum og áfengir drykkir. Tilgangur frumvarpsins er að koma í veg fyrir að áfengi sé auglýst með óbeinum hætti, eins og tíðkast hefur. Það er auðvitað yfirgengilega vitlaust að mega ekki auglýsa það sem er löglegt. Ennþá vitlausara er að mega ekki auglýsa það sem þarf ekki sérstakt leyfi til að selja, eins og t.d léttöl. Í ljósi settra og væntanlegra laga er hjákátlegt að áfengi er auglýst í miklu mæli hér á landi í gegnum erlenda fjölmiðla. Tímaritið Rolling Stone má auglýsa bjór á Íslandi en Mannlíf má það ekki. Evrópusambandið og alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) hafa sett sérstakar reglur um áfengisauglýsingar í staðinn fyrir að leggja til að þær séu bannaðar. Samkvæmt reglunum má hvorki gefa í skyn að áfengi hafi jákvæð áhrif á líkama né aksturhæfileika. Þá má ekki láta líta út fyrir að áfengi leysi deilur fólks eða hafi læknandi áhrif. Loks er stranglega bannað að gefa í skynað áfengisneysla sé ávísun á kynferðislega sigra. Eftirfarandi auglýsing er semsagt ólögleg samkvæmt reglunum: Renglulegur maður maður gengur inn á líkamsræktarstöð. Viðstaddir fylgjast flissandi með þegar hann gengur inn í tækjasalinn með leðurtösku á öxlinni. Hann sest niður við stærstu lóðin, rífur í leðurtöskuna, rennir frá og tekur upp glansandi bjórkippu. Hann opnar einn ískaldan og sturtar upp í sig af miklum móð, vöðvarnir tútna út og hann byrjar að pumpa lóðunum. Skyndilega þagnar tónlistin og óþekktur maður gengur hægum skrefum inn. Þetta er faðir mannsins og þeir eru ekki sáttir. Hann horfir í augu föður síns og tekur svo upp tvo bjóra í viðbót. Þeir skála sáttir. Loks gengur fönguleg stúlka inn í líkamsræktarstöðina. Söguhetjan gefur merki um að hann þurfi næði áður en hann sturtar í sig síðasta bjórnum og flekar stúlkuna með áfengisdrifnum persónutöfrum sínum. Það ætti ekki að vera erfitt fyrir áfengisframleiðendur og -birgja að fara ekki þessa klikkuðu leið í auglýsingum sínum. Klikkaðara er að setja lög sem skapandi auglýsingastofur eiga í engum vandræðum með að finna leið hjá.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun