Bensínverð lækki um 28 krónur 31. mars 2011 04:30 Lítraverð á eldsneyti, bæði bensíni og dísilolíu, gæti lækkað um 28 krónur, fái frumvarp fram að ganga sem Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, mælti fyrir í gær. Frumvarpið, sem sjálfstæðismenn á þingi flytja, felur í sér verulega lækkun á olíu- og kílómetragjaldi af dísilolíu og vörugjaldi af bensíni. Samkvæmt því munu gjöld á dísilolíu lækka úr 55 krónum á hvern seldan lítra niður í 35 krónur og bensíngjöld lækka úr tæplega 24 krónum niður í 4 krónur. Lækkunin skuli ganga til framkvæmda strax um komandi mánaðamót og gilda til ársloka. Hávær krafa hefur verið um að stjórnvöld grípi inn í sífellt hækkandi eldsneytisverð, enda rennur tæpur helmingur af útsöluverði bensíns í ríkissjóð í formi bensíngjalda, kolefnisgjalds og virðisaukaskatts. Í umræðum á þingi ekki alls fyrir löngu sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra að óraunhæft væri að líta á hækkanirnar undanfarið, sem má að mestu leyti rekja til hækkunar á heimsmarkaðsverði, sem tímabundnar og því væri líklegra til árangurs að skoða hvernig tekjum ríkisins af eldsneytissölu væri varið. Ríkisstjórnin skipaði í kjölfarið starfshóp um þetta mál og á hann að skila fyrstu tillögum sínum í næsta mánuði. Tryggvi segir hins vegar að ýmislegt bendi til þess að heimsmarkaðsverð muni fara lækkandi þegar óvissuástand á heimsvísu dvíni. Meðal annars sé það að ráða af framvirku verði á bensíni á mörkuðum. Hækkanirnar undanfarna mánuði hafa þegar haft víðtæk áhrif og hafa ferðaþjónustuaðilar lýst yfir áhyggjum af búsifjum vegna minni umferðar innlendra ferðamanna á komandi vertíð. Hækkanirnar hafa einmitt haft í för með sér samdrátt í umferð um vegi landsins. Samkvæmt Vegagerðinni hefur umferð um Hringveginn dregist saman um rúm sex prósent á fyrstu tveimur mánuðum ársins og sjötíu prósent svarenda könnunar MMR segjast hafa dregið úr bifreiðanotkun í kjölfar hækkana á eldsneytisverði. Kostnaður ríkissjóðs af lækkunum þessum gæti numið 3,2 milljörðum, en að sögn Tryggva er allt útlit fyrir að tekjur ríkissjóðs af eldsneytissölu hefðu verið talsvert undir væntingum sökum verðhækkunar og minni eftirspurnar. Þess vegna sé hægt að gera ráð fyrir að kostnaður ríkisins vegna lækkana eldsneytisgjalda verði enn minni. thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Sjá meira
Lítraverð á eldsneyti, bæði bensíni og dísilolíu, gæti lækkað um 28 krónur, fái frumvarp fram að ganga sem Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, mælti fyrir í gær. Frumvarpið, sem sjálfstæðismenn á þingi flytja, felur í sér verulega lækkun á olíu- og kílómetragjaldi af dísilolíu og vörugjaldi af bensíni. Samkvæmt því munu gjöld á dísilolíu lækka úr 55 krónum á hvern seldan lítra niður í 35 krónur og bensíngjöld lækka úr tæplega 24 krónum niður í 4 krónur. Lækkunin skuli ganga til framkvæmda strax um komandi mánaðamót og gilda til ársloka. Hávær krafa hefur verið um að stjórnvöld grípi inn í sífellt hækkandi eldsneytisverð, enda rennur tæpur helmingur af útsöluverði bensíns í ríkissjóð í formi bensíngjalda, kolefnisgjalds og virðisaukaskatts. Í umræðum á þingi ekki alls fyrir löngu sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra að óraunhæft væri að líta á hækkanirnar undanfarið, sem má að mestu leyti rekja til hækkunar á heimsmarkaðsverði, sem tímabundnar og því væri líklegra til árangurs að skoða hvernig tekjum ríkisins af eldsneytissölu væri varið. Ríkisstjórnin skipaði í kjölfarið starfshóp um þetta mál og á hann að skila fyrstu tillögum sínum í næsta mánuði. Tryggvi segir hins vegar að ýmislegt bendi til þess að heimsmarkaðsverð muni fara lækkandi þegar óvissuástand á heimsvísu dvíni. Meðal annars sé það að ráða af framvirku verði á bensíni á mörkuðum. Hækkanirnar undanfarna mánuði hafa þegar haft víðtæk áhrif og hafa ferðaþjónustuaðilar lýst yfir áhyggjum af búsifjum vegna minni umferðar innlendra ferðamanna á komandi vertíð. Hækkanirnar hafa einmitt haft í för með sér samdrátt í umferð um vegi landsins. Samkvæmt Vegagerðinni hefur umferð um Hringveginn dregist saman um rúm sex prósent á fyrstu tveimur mánuðum ársins og sjötíu prósent svarenda könnunar MMR segjast hafa dregið úr bifreiðanotkun í kjölfar hækkana á eldsneytisverði. Kostnaður ríkissjóðs af lækkunum þessum gæti numið 3,2 milljörðum, en að sögn Tryggva er allt útlit fyrir að tekjur ríkissjóðs af eldsneytissölu hefðu verið talsvert undir væntingum sökum verðhækkunar og minni eftirspurnar. Þess vegna sé hægt að gera ráð fyrir að kostnaður ríkisins vegna lækkana eldsneytisgjalda verði enn minni. thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Sjá meira