Móðir náttúra á túr 7. apríl 2011 22:30 Tölvuleikir - Gagnrýni úr Popp í Fréttablaðinu Motorstorm Apocalypse Heimurinn er á hraðleið til helvítis og hvað gera þá allir heilvita ökuþórar? Jú, þeir skella upp kappakstursbrautum á brennandi rústum siðmenningarinnar og keppa síðan sín á milli um hver sé tæpastur á geði. Þetta er í raun plottið í Motorstorm Apocalypse. Apocalypse er fjórði leikurinn í Motorstorm-seríunni, ef PSP-leikurinn er talinn með, og hefur leikurinn þróast nokkuð í gegnum tíðina. Helsta breytingin sem menn munu taka eftir er að nú er boðið upp á sérstakan söguþráð, þrjá nánar tiltekið, þar sem kappaksturinn er brotinn upp með kjánalegum teiknimyndum sem eiga að gefa innsýn í þennan klikkaða hóp ökuþóra, menningu þeirra, vinatengsl og svo framvegis. Menn spila sem nýliðinn, reyndi gaurinn og svo síðast sem goðsögnin, guðfaðirinn sem hóf þessa geðveiki. Þessi nýjung, að klína söguþræði í leikinn, er svo sem ágætis hugmynd en gallinn er að sögurnar bæta engu við spilun leiksins, eru lítið meira en langur pirrandi hlaðskjár (e.þ. loading screen). Sem betur fer er Motorstorm Apocalypse í essinu sínu þegar kemur að sjálfum akstrinum. Það er kannski ekki í anda pólitískrar rétthugsunar að þeysa um á götum stórborgar sem hefur verið lögð í rúst í jarðskjálfta en það er andskoti gaman. Motorstorm Apocalypse er hraður, óreiðukenndur og gersamlega truflaður á geði. Hann er kannski ekki hinn fullkomni kappakstursleikur en hann býður upp á upplifun sem er hreint einstök. Hvern hefur ekki dreymt um að takast á við móður náttúru á heiftarlegum túr? - vijSpilun 5/5Grafík 5/5Hljóð 4/5Ending 3/5 Niðurstaða 4/5 Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fleiri fréttir Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
Tölvuleikir - Gagnrýni úr Popp í Fréttablaðinu Motorstorm Apocalypse Heimurinn er á hraðleið til helvítis og hvað gera þá allir heilvita ökuþórar? Jú, þeir skella upp kappakstursbrautum á brennandi rústum siðmenningarinnar og keppa síðan sín á milli um hver sé tæpastur á geði. Þetta er í raun plottið í Motorstorm Apocalypse. Apocalypse er fjórði leikurinn í Motorstorm-seríunni, ef PSP-leikurinn er talinn með, og hefur leikurinn þróast nokkuð í gegnum tíðina. Helsta breytingin sem menn munu taka eftir er að nú er boðið upp á sérstakan söguþráð, þrjá nánar tiltekið, þar sem kappaksturinn er brotinn upp með kjánalegum teiknimyndum sem eiga að gefa innsýn í þennan klikkaða hóp ökuþóra, menningu þeirra, vinatengsl og svo framvegis. Menn spila sem nýliðinn, reyndi gaurinn og svo síðast sem goðsögnin, guðfaðirinn sem hóf þessa geðveiki. Þessi nýjung, að klína söguþræði í leikinn, er svo sem ágætis hugmynd en gallinn er að sögurnar bæta engu við spilun leiksins, eru lítið meira en langur pirrandi hlaðskjár (e.þ. loading screen). Sem betur fer er Motorstorm Apocalypse í essinu sínu þegar kemur að sjálfum akstrinum. Það er kannski ekki í anda pólitískrar rétthugsunar að þeysa um á götum stórborgar sem hefur verið lögð í rúst í jarðskjálfta en það er andskoti gaman. Motorstorm Apocalypse er hraður, óreiðukenndur og gersamlega truflaður á geði. Hann er kannski ekki hinn fullkomni kappakstursleikur en hann býður upp á upplifun sem er hreint einstök. Hvern hefur ekki dreymt um að takast á við móður náttúru á heiftarlegum túr? - vijSpilun 5/5Grafík 5/5Hljóð 4/5Ending 3/5 Niðurstaða 4/5
Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fleiri fréttir Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira