Gengur til liðs við Cintamani 25. febrúar 2011 20:00 Steinunn Sigurðardóttir. Mynd/Anton Brink „Þetta er ráðgjafastarf því auðvitað hefur mikil hönnunarvinna átt sér stað í þessu fyrirtæki enda verið starfandi lengi," segir Steinunn Sigurðardóttir, einn fremsti fatahönnuður landsins. Hún hefur tekið að sér ráðgjafahlutverk hjá íslenska útivistarmerkinu Cintamani. Steinunn mun ásamt hönnunarteymi hanna nýju línu sem kemur væntanlega á markað á næsta ári. Jafnframt hefur Steinunn verið fyrirtækinu innan handar við opnun nýrrar verslunar í Bankastræti þar sem Sævar Karl var áður til húsa. Hönnun Steinunnar hefur fengið góðan hljómgrunn hér á landi sem og erlendis. Hún hefur hannað föt fyrir stór tískuhús á borð við Calvin Klein og Gucci og því kann það að koma einhverjum spánskt fyrir sjónir að hún skuli hafa tekið að sér ráðgjafastarf hjá útivistarfyrirtæki.Verkefnið felur meðal annars í sér að undirbúa opnun stórverslunar í Bankastrætinu. Fréttablaðið/Stefán„Fólk gerir sér kannski ekki grein fyrir því að ég hef unnið með mjög stórum fyrirtækjum þar sem úlpur, peysur og annar útivistarfatnaður var hannaður. Ísland er nefnilega ákjósanlegur staður til að prófa úlpur því við fáum alls konar veður á hverjum einasta degi. Og ég vil líka meina að fatahönnuður eigi að vera óhræddur við að prófa eitthvað nýtt," segir Steinunn. Hún bendir jafnframt á að innan Cintamani séu margir mjög góðir fatahönnuðir og að sér finnist þarna vera kominn vísir að einu af nokkrum tískuhúsum á Íslandi. „Þarna er hönnun í hávegum höfð og fyrirtækið hefur verið í margra ára uppbyggingu." Steinunn segir hennar hlutverk vera fyrst og fremst að færa fyrirtækið upp á alþjóðlegan stall og hún er ákaflega spennt fyrir nýja húsnæðinu í Bankastræti. „Þarna eru arkitektar að vinna í alls konar innréttingum. Sjálfri finnst mér mjög áhugavert að skoða hvernig fólk verslar og hvernig fólk upplifir verslun, sem ég held að sé að breytast á Íslandi. Og ekki skemmir fyrir að þetta er í húsnæði Sævars, mannsins sem á mikinn heiður af því að byggja upp fagurfræði á Íslandi." freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
„Þetta er ráðgjafastarf því auðvitað hefur mikil hönnunarvinna átt sér stað í þessu fyrirtæki enda verið starfandi lengi," segir Steinunn Sigurðardóttir, einn fremsti fatahönnuður landsins. Hún hefur tekið að sér ráðgjafahlutverk hjá íslenska útivistarmerkinu Cintamani. Steinunn mun ásamt hönnunarteymi hanna nýju línu sem kemur væntanlega á markað á næsta ári. Jafnframt hefur Steinunn verið fyrirtækinu innan handar við opnun nýrrar verslunar í Bankastræti þar sem Sævar Karl var áður til húsa. Hönnun Steinunnar hefur fengið góðan hljómgrunn hér á landi sem og erlendis. Hún hefur hannað föt fyrir stór tískuhús á borð við Calvin Klein og Gucci og því kann það að koma einhverjum spánskt fyrir sjónir að hún skuli hafa tekið að sér ráðgjafastarf hjá útivistarfyrirtæki.Verkefnið felur meðal annars í sér að undirbúa opnun stórverslunar í Bankastrætinu. Fréttablaðið/Stefán„Fólk gerir sér kannski ekki grein fyrir því að ég hef unnið með mjög stórum fyrirtækjum þar sem úlpur, peysur og annar útivistarfatnaður var hannaður. Ísland er nefnilega ákjósanlegur staður til að prófa úlpur því við fáum alls konar veður á hverjum einasta degi. Og ég vil líka meina að fatahönnuður eigi að vera óhræddur við að prófa eitthvað nýtt," segir Steinunn. Hún bendir jafnframt á að innan Cintamani séu margir mjög góðir fatahönnuðir og að sér finnist þarna vera kominn vísir að einu af nokkrum tískuhúsum á Íslandi. „Þarna er hönnun í hávegum höfð og fyrirtækið hefur verið í margra ára uppbyggingu." Steinunn segir hennar hlutverk vera fyrst og fremst að færa fyrirtækið upp á alþjóðlegan stall og hún er ákaflega spennt fyrir nýja húsnæðinu í Bankastræti. „Þarna eru arkitektar að vinna í alls konar innréttingum. Sjálfri finnst mér mjög áhugavert að skoða hvernig fólk verslar og hvernig fólk upplifir verslun, sem ég held að sé að breytast á Íslandi. Og ekki skemmir fyrir að þetta er í húsnæði Sævars, mannsins sem á mikinn heiður af því að byggja upp fagurfræði á Íslandi." freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur