Samsæriskenningar berast víða - Komst Lyon áfram á svindli? Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. desember 2011 14:15 Myndin umdeilda. Netheimar loga vegna úrslitanna í leikjum gærkvöldsins í D-riðli Meistaradeildarinnar. Þar komst Lyon áfram í 16-liða úrslitin á ótrúlegan máta en Ajax þarf að spila í Evrópudeild UEFA. Frönsk veðmálayfirvöld hafa opnað rannsókn á málinu. Fyrir leikina í gær voru fáir sem reiknuðu með því að Lyon myndi komast áfram. Liðið var þremur stigum á eftir Ajax og með talsvert lakari markatölu. Lyon hafði aðeins skorað tvö mörk í fyrstu fimm leikjum sínum í riðlinum en vann svo í gær ótrúlegan 7-1 sigur á Dinamo Zagreb í Króatíu. Á sama tíma tapaði Ajax fyrir Real Madrid, 3-0, en skoraði samt tvö mörk sem voru dæmd af vegna rangstöðu. Af myndbandsupptökum að ráða virðast þau vera fullkomnlega lögleg. Samsæriskenningarnar snúast annars vegar um að leikmönnum Dinamo Zagreb hafi verið borgað fyrir að kasta leiknum frá sér og leyfa Lyon að skora öll þessi mörk. Hins vegar að dómurunum í leik Ajax og Real Madrid hafi verið mútað til að dæma gegn Ajax. Niðurstaðan var alla vega sú að Lyon komst áfram á betra markahlutfalli (+2) á meðan að Ajax sat eftir í þriðja sætinu með jafnt markahlutfall. Arjel, opinber samtök í Frakklandi sem hafa eftirlit með veðmálastarfssemi, eru byrjuð að skoða hvort að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað en Frank de Boer, knattspyrnustjóri Ajax, sagði þetta eftir leikinn: „Ef eitthvað gerðist sem getur talist óeðlilegt ætti Knattspyrnusamband Evrópu að rannsaka leikinn í Zagreb. Aðstoðarmenn mínir hafa sagt mér að mörkin komu fljótt og auðveldlega því venjulega er ekki hægt að skora svo mikið af mörkum á aðeins 30 mínútum,“ sagði De Boer en Lyon breytti stöðunni úr 1-1 í 7-1 á fyrsta hálftímanum í seinni hálfleik. „Þetta er algjört kjaftæði,“ sagði Bernand Lacombe, stjóri Lyon, eftir sigurinn í gær. „Fólk á ekki að segja svona hluti. Mér er alveg sama um hvað stjóri Ajax hefur að segja um málið. Mér skilst líka að við eigum að bera ábyrgð á dómgæslunni á leiknum í Amsterdam.“ Þjálfari Dinamo Zagreb, Krunoslav Jurcic, var rekinn eftir leikinn og sagði framkvæmdarstjóri félagsins að úrslitin hefðu verið vandræðaleg. En netverjar hafa margir hverjir birt meðfylgjandi mynd sem sýnir varnarmann Dinamo, Domagoj Vida, blikka sóknarmanninn Bafetimbi Gomis eftir að Lisandro Lopez var nýbúinn að skora fimmta mark Lyon. Hann réttir einnig upp þumalputtan sem virðist einnig grunsamlegt, í meira lagi. Þetta gæti líka bara verið tilviljun. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Í beinni: Flora - Valur | Valsmenn í góðri stöðu í Tallinn Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Fleiri fréttir Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Í beinni: Flora - Valur | Valsmenn í góðri stöðu í Tallinn Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Sjá meira
Netheimar loga vegna úrslitanna í leikjum gærkvöldsins í D-riðli Meistaradeildarinnar. Þar komst Lyon áfram í 16-liða úrslitin á ótrúlegan máta en Ajax þarf að spila í Evrópudeild UEFA. Frönsk veðmálayfirvöld hafa opnað rannsókn á málinu. Fyrir leikina í gær voru fáir sem reiknuðu með því að Lyon myndi komast áfram. Liðið var þremur stigum á eftir Ajax og með talsvert lakari markatölu. Lyon hafði aðeins skorað tvö mörk í fyrstu fimm leikjum sínum í riðlinum en vann svo í gær ótrúlegan 7-1 sigur á Dinamo Zagreb í Króatíu. Á sama tíma tapaði Ajax fyrir Real Madrid, 3-0, en skoraði samt tvö mörk sem voru dæmd af vegna rangstöðu. Af myndbandsupptökum að ráða virðast þau vera fullkomnlega lögleg. Samsæriskenningarnar snúast annars vegar um að leikmönnum Dinamo Zagreb hafi verið borgað fyrir að kasta leiknum frá sér og leyfa Lyon að skora öll þessi mörk. Hins vegar að dómurunum í leik Ajax og Real Madrid hafi verið mútað til að dæma gegn Ajax. Niðurstaðan var alla vega sú að Lyon komst áfram á betra markahlutfalli (+2) á meðan að Ajax sat eftir í þriðja sætinu með jafnt markahlutfall. Arjel, opinber samtök í Frakklandi sem hafa eftirlit með veðmálastarfssemi, eru byrjuð að skoða hvort að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað en Frank de Boer, knattspyrnustjóri Ajax, sagði þetta eftir leikinn: „Ef eitthvað gerðist sem getur talist óeðlilegt ætti Knattspyrnusamband Evrópu að rannsaka leikinn í Zagreb. Aðstoðarmenn mínir hafa sagt mér að mörkin komu fljótt og auðveldlega því venjulega er ekki hægt að skora svo mikið af mörkum á aðeins 30 mínútum,“ sagði De Boer en Lyon breytti stöðunni úr 1-1 í 7-1 á fyrsta hálftímanum í seinni hálfleik. „Þetta er algjört kjaftæði,“ sagði Bernand Lacombe, stjóri Lyon, eftir sigurinn í gær. „Fólk á ekki að segja svona hluti. Mér er alveg sama um hvað stjóri Ajax hefur að segja um málið. Mér skilst líka að við eigum að bera ábyrgð á dómgæslunni á leiknum í Amsterdam.“ Þjálfari Dinamo Zagreb, Krunoslav Jurcic, var rekinn eftir leikinn og sagði framkvæmdarstjóri félagsins að úrslitin hefðu verið vandræðaleg. En netverjar hafa margir hverjir birt meðfylgjandi mynd sem sýnir varnarmann Dinamo, Domagoj Vida, blikka sóknarmanninn Bafetimbi Gomis eftir að Lisandro Lopez var nýbúinn að skora fimmta mark Lyon. Hann réttir einnig upp þumalputtan sem virðist einnig grunsamlegt, í meira lagi. Þetta gæti líka bara verið tilviljun.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Í beinni: Flora - Valur | Valsmenn í góðri stöðu í Tallinn Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Fleiri fréttir Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Í beinni: Flora - Valur | Valsmenn í góðri stöðu í Tallinn Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Sjá meira