Tottenham tapaði á heimavelli - öll úrslit kvöldsins Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. nóvember 2011 14:06 Stuðningsmenn PAOK fagna í kvöld. Nordic Photos / Getty Images Gríska liðið PAOK tryggði sér í kvöld sæti í 32-liða úrslitum Evrópudeildar UEFA með 2-1 sigri á Tottenham á heimavelli. Þeir ensku eru í slæmri stöðu fyrir lokaumferð riðlakeppninnar og eru nánast úr leik. Tottenham verður að vinna Shamrock Rovers með nokkum stórum mun í lokaumferð riðlakeppninnar og treysta á að PAOK vinni Rubin Kazan á sama tíma. Grikkirnir voru komnir með 2-0 forystu eftir aðeins þrettán mínútur með mörkum þeirra Dimitrios Salpingidis og Stefanos Athenaiadis. Kostas Stafylidis fékk svo að líta beint rautt spjald á 37. mínútu fyrir að verja skot Harry Kane á marklínu með höndinni. Víti var dæmt og Luka Modric náði að minnka muninn fyrir heimamenn í 2-1. En þrátt fyrir að hafa verið í yfirtölu allan seinni hálfleikinn náði Tottenham ekki að jafna metin. Jermain Defoe kom reyndar boltanum í markið en það var dæmt af. Íslendingaliðið FC Kaupmannahöfn er hins vegar úr leik eftir 1-1 jafntefli gegn Vorskla Poltava frá Úkraínu. Sölvi Geir Ottesen og Ragnar Sigurðsson spiluðu báðir allan leikinn en sóknarmaður FCK, Dame N'Doye, skoraði reyndar bæði mörk leiksins. AZ Alkmaar er í ágætri stöðu eftir markalaust jafntefli gegn sænska liðinu Malmö á útivelli í kvöld. Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik í leiknum. AZ dugir líklega jafntefli við Metalist Kharkov í lokaumferðinni til að tryggja sér sæti í 32-liða úrslitunum en síðarnefnda liðið er þegar búið að tryggja sér sigur í riðlinum. Hér fyrir neðan má sjá öll úrslit dagsins:A-riðill: Rubin Kazan - Shamrock Rovers 4-1 Tottenham - PAOK Thessaloniki 1-2B-riðill: Standard Liege - Hannover 96 2-0 Vorskia Poltava - FCK 1-1G-riðill: Malmö FF - AZ Alkmaar 0-0 Metalist Kharkiv - Austria Vienna 4-1I-riðill: Stade Rennes - Udinese 0-0 Celtic - Atletico Madrid 0-1H-riðill: NK Maribor - Club Brugge 3-4 Sporting Braga - Birmingham City 1-0C-riðill: Rapid Búkarest - Hapoel Tel Aviv 1-3 Legia Varsjá - PSV Eindhoven 0-3 Evrópudeild UEFA Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Sjá meira
Gríska liðið PAOK tryggði sér í kvöld sæti í 32-liða úrslitum Evrópudeildar UEFA með 2-1 sigri á Tottenham á heimavelli. Þeir ensku eru í slæmri stöðu fyrir lokaumferð riðlakeppninnar og eru nánast úr leik. Tottenham verður að vinna Shamrock Rovers með nokkum stórum mun í lokaumferð riðlakeppninnar og treysta á að PAOK vinni Rubin Kazan á sama tíma. Grikkirnir voru komnir með 2-0 forystu eftir aðeins þrettán mínútur með mörkum þeirra Dimitrios Salpingidis og Stefanos Athenaiadis. Kostas Stafylidis fékk svo að líta beint rautt spjald á 37. mínútu fyrir að verja skot Harry Kane á marklínu með höndinni. Víti var dæmt og Luka Modric náði að minnka muninn fyrir heimamenn í 2-1. En þrátt fyrir að hafa verið í yfirtölu allan seinni hálfleikinn náði Tottenham ekki að jafna metin. Jermain Defoe kom reyndar boltanum í markið en það var dæmt af. Íslendingaliðið FC Kaupmannahöfn er hins vegar úr leik eftir 1-1 jafntefli gegn Vorskla Poltava frá Úkraínu. Sölvi Geir Ottesen og Ragnar Sigurðsson spiluðu báðir allan leikinn en sóknarmaður FCK, Dame N'Doye, skoraði reyndar bæði mörk leiksins. AZ Alkmaar er í ágætri stöðu eftir markalaust jafntefli gegn sænska liðinu Malmö á útivelli í kvöld. Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik í leiknum. AZ dugir líklega jafntefli við Metalist Kharkov í lokaumferðinni til að tryggja sér sæti í 32-liða úrslitunum en síðarnefnda liðið er þegar búið að tryggja sér sigur í riðlinum. Hér fyrir neðan má sjá öll úrslit dagsins:A-riðill: Rubin Kazan - Shamrock Rovers 4-1 Tottenham - PAOK Thessaloniki 1-2B-riðill: Standard Liege - Hannover 96 2-0 Vorskia Poltava - FCK 1-1G-riðill: Malmö FF - AZ Alkmaar 0-0 Metalist Kharkiv - Austria Vienna 4-1I-riðill: Stade Rennes - Udinese 0-0 Celtic - Atletico Madrid 0-1H-riðill: NK Maribor - Club Brugge 3-4 Sporting Braga - Birmingham City 1-0C-riðill: Rapid Búkarest - Hapoel Tel Aviv 1-3 Legia Varsjá - PSV Eindhoven 0-3
Evrópudeild UEFA Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Sjá meira