Annar sigur Stólanna í röð - unnu botnslaginn við Hauka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2011 20:59 Maurice Miller. Mynd/Anton Tindastólsmenn eru komnir á sigurbraut í Iceland Express deildinni undir stjórn Bárðar Eyþórssonar en Stólarnir unnu 80-74 sigur á Haukum í spennandi leik í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í kvöld. Þetta var annar sigur Tindastóls í röð eftir að liðið tapaði fimm fyrstu deildarleikjum sínum í vetur. Haukarnir hafa því tapað tveimur fyrstu leikjum sínum undir stjórn nýja þjálfara sína Péturs Guðmundssonar en Haukarnir töpuðu fyrir 1. deildarliði KFÍ í Lengjubikarnum í byrjun vikunnar. Maurice Miller var með 26 stig og 11 fráköst hjá Tindastól, Trey Hampton skoraði 25 stig og Friðrik Hreinsson var með 9 stig. Jovanni Shuler skoraði 28 stig fyrir hauka og þeir Emil Barja og Haukur Óskarsson voru með 11 stig hvor. Christopher Smith skoraði hinsvegar bara 7 stig á 29 mínútum. Haukar byrjuðu leikinn ágætlega og voru yfir á upphafsmínútunum en Tindastóll náði fljótt frumkvæðinu og var 22-18 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Tindastólsliðið skoraði sex fyrstu stig annars leikhluta og komust tíu stigum yfir, 28-18 og virtust ætla að stinga Haukana af. Haukarnir gáfu sig þó ekki og náðu að jafna leikinn í 33-33 eftir að hafa náð 7-0 spretti á innan við mínútu. Stólarnir áttu hinsvegar lokorðið í öðrum leikhlutanum og voru með fimm stiga forskot í hálfleik, 41-36. Trey Hampton var með 13 stig fyrir Tindastól í fyrri hálfleiknum en Haukur Óskarsson skoraði 11 stig fyrir Hauka í hálfleiknum. Haukarnir byrjuðu seinni hálfleikinn frábærlega, unnu fyrstu fimm mínúturnnar 11-2 og komust í 47-43. Bárður Eyþórsson tók þá leikhlé og hans mennu unnu næstu þrjár mínútur 10-2 og náðu aftur frumkvæðinu í leiknum. Tindastóll var síðan 57-54 yfir fyrir lokaleikhlutann. Haukar skoruðu tvær fyrstu körfur fjórða leikhlutans en liðin héldu síðan áfram að skiptast á að taka forystuna næstu mínúturnar. Leikurinn hélst síðan jafn á lokamínútunum. Maurice Miller kom Tindastól í 76-74 en Jovanni Shuler fékk síðan á sig ruðning og sína fimmtu villu í næstu sókn. Sá dómur fór langt með að klára leikinn. Stólarnir tryggðu sér síðan sigurinn með því að setja niður fjögur víti á síðustu fimmtán sekúndum leiksins og vinna leikinn 80-74.Haukar-Tindastóll 74-80 (18-22, 18-19, 18-16, 20-23)Haukar: Jovanni Shuler 28/7 fráköst, Emil Barja 11/9 fráköst/7 stoðsendingar, Haukur Óskarsson 11, Sævar Ingi Haraldsson 7/5 stoðsendingar, Christopher Smith 7/6 fráköst/6 varin skot, Örn Sigurðarson 6/5 fráköst, Davíð Páll Hermannsson 3, Helgi Björn Einarsson 1.Tindastóll: Maurice Miller 26/11 fráköst/5 stolnir, Trey Hampton 25/8 fráköst, Friðrik Hreinsson 9/5 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 8, Helgi Rafn Viggósson 4/8 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 4, Svavar Atli Birgisson 3, Hreinn Gunnar Birgisson 1. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Körfubolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík | Heimamenn vilja svara fyrir skellinn ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Sjá meira
Tindastólsmenn eru komnir á sigurbraut í Iceland Express deildinni undir stjórn Bárðar Eyþórssonar en Stólarnir unnu 80-74 sigur á Haukum í spennandi leik í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í kvöld. Þetta var annar sigur Tindastóls í röð eftir að liðið tapaði fimm fyrstu deildarleikjum sínum í vetur. Haukarnir hafa því tapað tveimur fyrstu leikjum sínum undir stjórn nýja þjálfara sína Péturs Guðmundssonar en Haukarnir töpuðu fyrir 1. deildarliði KFÍ í Lengjubikarnum í byrjun vikunnar. Maurice Miller var með 26 stig og 11 fráköst hjá Tindastól, Trey Hampton skoraði 25 stig og Friðrik Hreinsson var með 9 stig. Jovanni Shuler skoraði 28 stig fyrir hauka og þeir Emil Barja og Haukur Óskarsson voru með 11 stig hvor. Christopher Smith skoraði hinsvegar bara 7 stig á 29 mínútum. Haukar byrjuðu leikinn ágætlega og voru yfir á upphafsmínútunum en Tindastóll náði fljótt frumkvæðinu og var 22-18 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Tindastólsliðið skoraði sex fyrstu stig annars leikhluta og komust tíu stigum yfir, 28-18 og virtust ætla að stinga Haukana af. Haukarnir gáfu sig þó ekki og náðu að jafna leikinn í 33-33 eftir að hafa náð 7-0 spretti á innan við mínútu. Stólarnir áttu hinsvegar lokorðið í öðrum leikhlutanum og voru með fimm stiga forskot í hálfleik, 41-36. Trey Hampton var með 13 stig fyrir Tindastól í fyrri hálfleiknum en Haukur Óskarsson skoraði 11 stig fyrir Hauka í hálfleiknum. Haukarnir byrjuðu seinni hálfleikinn frábærlega, unnu fyrstu fimm mínúturnnar 11-2 og komust í 47-43. Bárður Eyþórsson tók þá leikhlé og hans mennu unnu næstu þrjár mínútur 10-2 og náðu aftur frumkvæðinu í leiknum. Tindastóll var síðan 57-54 yfir fyrir lokaleikhlutann. Haukar skoruðu tvær fyrstu körfur fjórða leikhlutans en liðin héldu síðan áfram að skiptast á að taka forystuna næstu mínúturnar. Leikurinn hélst síðan jafn á lokamínútunum. Maurice Miller kom Tindastól í 76-74 en Jovanni Shuler fékk síðan á sig ruðning og sína fimmtu villu í næstu sókn. Sá dómur fór langt með að klára leikinn. Stólarnir tryggðu sér síðan sigurinn með því að setja niður fjögur víti á síðustu fimmtán sekúndum leiksins og vinna leikinn 80-74.Haukar-Tindastóll 74-80 (18-22, 18-19, 18-16, 20-23)Haukar: Jovanni Shuler 28/7 fráköst, Emil Barja 11/9 fráköst/7 stoðsendingar, Haukur Óskarsson 11, Sævar Ingi Haraldsson 7/5 stoðsendingar, Christopher Smith 7/6 fráköst/6 varin skot, Örn Sigurðarson 6/5 fráköst, Davíð Páll Hermannsson 3, Helgi Björn Einarsson 1.Tindastóll: Maurice Miller 26/11 fráköst/5 stolnir, Trey Hampton 25/8 fráköst, Friðrik Hreinsson 9/5 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 8, Helgi Rafn Viggósson 4/8 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 4, Svavar Atli Birgisson 3, Hreinn Gunnar Birgisson 1.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Körfubolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík | Heimamenn vilja svara fyrir skellinn ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Sjá meira