Annar sigur Stólanna í röð - unnu botnslaginn við Hauka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2011 20:59 Maurice Miller. Mynd/Anton Tindastólsmenn eru komnir á sigurbraut í Iceland Express deildinni undir stjórn Bárðar Eyþórssonar en Stólarnir unnu 80-74 sigur á Haukum í spennandi leik í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í kvöld. Þetta var annar sigur Tindastóls í röð eftir að liðið tapaði fimm fyrstu deildarleikjum sínum í vetur. Haukarnir hafa því tapað tveimur fyrstu leikjum sínum undir stjórn nýja þjálfara sína Péturs Guðmundssonar en Haukarnir töpuðu fyrir 1. deildarliði KFÍ í Lengjubikarnum í byrjun vikunnar. Maurice Miller var með 26 stig og 11 fráköst hjá Tindastól, Trey Hampton skoraði 25 stig og Friðrik Hreinsson var með 9 stig. Jovanni Shuler skoraði 28 stig fyrir hauka og þeir Emil Barja og Haukur Óskarsson voru með 11 stig hvor. Christopher Smith skoraði hinsvegar bara 7 stig á 29 mínútum. Haukar byrjuðu leikinn ágætlega og voru yfir á upphafsmínútunum en Tindastóll náði fljótt frumkvæðinu og var 22-18 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Tindastólsliðið skoraði sex fyrstu stig annars leikhluta og komust tíu stigum yfir, 28-18 og virtust ætla að stinga Haukana af. Haukarnir gáfu sig þó ekki og náðu að jafna leikinn í 33-33 eftir að hafa náð 7-0 spretti á innan við mínútu. Stólarnir áttu hinsvegar lokorðið í öðrum leikhlutanum og voru með fimm stiga forskot í hálfleik, 41-36. Trey Hampton var með 13 stig fyrir Tindastól í fyrri hálfleiknum en Haukur Óskarsson skoraði 11 stig fyrir Hauka í hálfleiknum. Haukarnir byrjuðu seinni hálfleikinn frábærlega, unnu fyrstu fimm mínúturnnar 11-2 og komust í 47-43. Bárður Eyþórsson tók þá leikhlé og hans mennu unnu næstu þrjár mínútur 10-2 og náðu aftur frumkvæðinu í leiknum. Tindastóll var síðan 57-54 yfir fyrir lokaleikhlutann. Haukar skoruðu tvær fyrstu körfur fjórða leikhlutans en liðin héldu síðan áfram að skiptast á að taka forystuna næstu mínúturnar. Leikurinn hélst síðan jafn á lokamínútunum. Maurice Miller kom Tindastól í 76-74 en Jovanni Shuler fékk síðan á sig ruðning og sína fimmtu villu í næstu sókn. Sá dómur fór langt með að klára leikinn. Stólarnir tryggðu sér síðan sigurinn með því að setja niður fjögur víti á síðustu fimmtán sekúndum leiksins og vinna leikinn 80-74.Haukar-Tindastóll 74-80 (18-22, 18-19, 18-16, 20-23)Haukar: Jovanni Shuler 28/7 fráköst, Emil Barja 11/9 fráköst/7 stoðsendingar, Haukur Óskarsson 11, Sævar Ingi Haraldsson 7/5 stoðsendingar, Christopher Smith 7/6 fráköst/6 varin skot, Örn Sigurðarson 6/5 fráköst, Davíð Páll Hermannsson 3, Helgi Björn Einarsson 1.Tindastóll: Maurice Miller 26/11 fráköst/5 stolnir, Trey Hampton 25/8 fráköst, Friðrik Hreinsson 9/5 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 8, Helgi Rafn Viggósson 4/8 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 4, Svavar Atli Birgisson 3, Hreinn Gunnar Birgisson 1. Dominos-deild karla Mest lesið „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari Fótbolti Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Fótbolti Fleiri fréttir Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Snýr aftur á Álftanes með hunangið Bragi semur við nýliðana Sjá meira
Tindastólsmenn eru komnir á sigurbraut í Iceland Express deildinni undir stjórn Bárðar Eyþórssonar en Stólarnir unnu 80-74 sigur á Haukum í spennandi leik í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í kvöld. Þetta var annar sigur Tindastóls í röð eftir að liðið tapaði fimm fyrstu deildarleikjum sínum í vetur. Haukarnir hafa því tapað tveimur fyrstu leikjum sínum undir stjórn nýja þjálfara sína Péturs Guðmundssonar en Haukarnir töpuðu fyrir 1. deildarliði KFÍ í Lengjubikarnum í byrjun vikunnar. Maurice Miller var með 26 stig og 11 fráköst hjá Tindastól, Trey Hampton skoraði 25 stig og Friðrik Hreinsson var með 9 stig. Jovanni Shuler skoraði 28 stig fyrir hauka og þeir Emil Barja og Haukur Óskarsson voru með 11 stig hvor. Christopher Smith skoraði hinsvegar bara 7 stig á 29 mínútum. Haukar byrjuðu leikinn ágætlega og voru yfir á upphafsmínútunum en Tindastóll náði fljótt frumkvæðinu og var 22-18 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Tindastólsliðið skoraði sex fyrstu stig annars leikhluta og komust tíu stigum yfir, 28-18 og virtust ætla að stinga Haukana af. Haukarnir gáfu sig þó ekki og náðu að jafna leikinn í 33-33 eftir að hafa náð 7-0 spretti á innan við mínútu. Stólarnir áttu hinsvegar lokorðið í öðrum leikhlutanum og voru með fimm stiga forskot í hálfleik, 41-36. Trey Hampton var með 13 stig fyrir Tindastól í fyrri hálfleiknum en Haukur Óskarsson skoraði 11 stig fyrir Hauka í hálfleiknum. Haukarnir byrjuðu seinni hálfleikinn frábærlega, unnu fyrstu fimm mínúturnnar 11-2 og komust í 47-43. Bárður Eyþórsson tók þá leikhlé og hans mennu unnu næstu þrjár mínútur 10-2 og náðu aftur frumkvæðinu í leiknum. Tindastóll var síðan 57-54 yfir fyrir lokaleikhlutann. Haukar skoruðu tvær fyrstu körfur fjórða leikhlutans en liðin héldu síðan áfram að skiptast á að taka forystuna næstu mínúturnar. Leikurinn hélst síðan jafn á lokamínútunum. Maurice Miller kom Tindastól í 76-74 en Jovanni Shuler fékk síðan á sig ruðning og sína fimmtu villu í næstu sókn. Sá dómur fór langt með að klára leikinn. Stólarnir tryggðu sér síðan sigurinn með því að setja niður fjögur víti á síðustu fimmtán sekúndum leiksins og vinna leikinn 80-74.Haukar-Tindastóll 74-80 (18-22, 18-19, 18-16, 20-23)Haukar: Jovanni Shuler 28/7 fráköst, Emil Barja 11/9 fráköst/7 stoðsendingar, Haukur Óskarsson 11, Sævar Ingi Haraldsson 7/5 stoðsendingar, Christopher Smith 7/6 fráköst/6 varin skot, Örn Sigurðarson 6/5 fráköst, Davíð Páll Hermannsson 3, Helgi Björn Einarsson 1.Tindastóll: Maurice Miller 26/11 fráköst/5 stolnir, Trey Hampton 25/8 fráköst, Friðrik Hreinsson 9/5 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 8, Helgi Rafn Viggósson 4/8 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 4, Svavar Atli Birgisson 3, Hreinn Gunnar Birgisson 1.
Dominos-deild karla Mest lesið „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari Fótbolti Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Fótbolti Fleiri fréttir Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Snýr aftur á Álftanes með hunangið Bragi semur við nýliðana Sjá meira