Veiðin í Reykjadalsá 2011 10. nóvember 2011 09:07 Mynd af www.angling.is Veiðin í Reykjadalsá í Borgarfirði þetta árið einnkenndist af miklum vatnsskorti þar sem lítið sem ekkert rigndi í Borgarfirðinum allan veiðitímann. Laxinn var mættur í ána um mánaðamótin júní/júlí og var þó nokkuð af fiski í ánni þótt vatnsskorturinn hefði þau áhrif að fiskurinn tók frekar illa og faldi sig víða undir bökkum og slýi. Undantekningin frá þessu ástandi voru miklar rigningar í lokunarhollinu með tilheyrandi vatnavöxtum. Þótt lítið sem ekkert væri hægt að veiða frá Rauðsgili, sem er veiðstaður nr. 22, og niður úr sökum aurburðar þá náðust á land 23 laxar. Fullt var af fiski á þeim stöðum þar sem hægt var að kasta. Heildarveiðin þetta árið var samt frekar slök eða 160 laxar samanborið við tvö fyrri ár þar sem veiddust 230 laxar árið 2010 og 250 laxar árið 2009. Fréttin er af vef SVFK Stangveiði Mest lesið Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Krakkarnir eru mættir á bryggjurnar Veiði Veiðin með Gunnari Bender - Grímsá Veiði Stórir fiskar og litlar flugur Veiði Hvítá/Ölfusá: Net tekin upp vegna laxleysis Veiði Langá opnaði í morgun með 13 löxum á 3 tímum Veiði Erlendum veiðimönnum mun fjölga Veiði Flundra í Skorradalsvatni Veiði Veiðiævintýri í Norðlingafljóti með Ólafi Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði
Veiðin í Reykjadalsá í Borgarfirði þetta árið einnkenndist af miklum vatnsskorti þar sem lítið sem ekkert rigndi í Borgarfirðinum allan veiðitímann. Laxinn var mættur í ána um mánaðamótin júní/júlí og var þó nokkuð af fiski í ánni þótt vatnsskorturinn hefði þau áhrif að fiskurinn tók frekar illa og faldi sig víða undir bökkum og slýi. Undantekningin frá þessu ástandi voru miklar rigningar í lokunarhollinu með tilheyrandi vatnavöxtum. Þótt lítið sem ekkert væri hægt að veiða frá Rauðsgili, sem er veiðstaður nr. 22, og niður úr sökum aurburðar þá náðust á land 23 laxar. Fullt var af fiski á þeim stöðum þar sem hægt var að kasta. Heildarveiðin þetta árið var samt frekar slök eða 160 laxar samanborið við tvö fyrri ár þar sem veiddust 230 laxar árið 2010 og 250 laxar árið 2009. Fréttin er af vef SVFK
Stangveiði Mest lesið Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Krakkarnir eru mættir á bryggjurnar Veiði Veiðin með Gunnari Bender - Grímsá Veiði Stórir fiskar og litlar flugur Veiði Hvítá/Ölfusá: Net tekin upp vegna laxleysis Veiði Langá opnaði í morgun með 13 löxum á 3 tímum Veiði Erlendum veiðimönnum mun fjölga Veiði Flundra í Skorradalsvatni Veiði Veiðiævintýri í Norðlingafljóti með Ólafi Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði