Höness búinn að missa þolinmæðina Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. nóvember 2011 14:00 Nordic Photos / Getty Images Uli Höness, forseti Bayern München, er búinn að fá sig fullsaddann af þeim hópi stuðningsmanna liðsins sem gagnrýna markvörðinn Manuel Neuer við hvert tækifæri. Ákveðinn harðkjarnahópur stuðningsmanna liðsins var afar óánægður með að fá Neuer til liðs við félagið. Skiptir engu þótt hann sé einn besti markvörður heims og hefur staðið sig gríðarlega vel með Bayern síðan félagaskiptin gengu í gegn í sumar. Neuer er uppalinn leikmaður Schalke og var sjálfur oft að blanda geði við eldheita stuðiningsmenn liðsins, á meðan hann lék með félaginu. „Ég hef hugsað um þetta í nokkurn tíma," sagði Höness en hann fékk nóg eftir að púuað var á Neuer á ársfundi Bayern München í vikunni. Bayern tilkynnti þá að félagið hafi hagnast um 1,3 milljónir evra á síðasta rekstrarári. „Á ég bara að halda kjafti? Nei, ég get það ekki. Þeim sem finnst að það hafi verið rangt af að fá besta markvörð heims til Bayern München ættu bara að halda sér heima. Hann er ekki bara með góðar hendur heldur líka öflugan heila. Það hafa verið margir leikmenn hér í gegnum tíðina sem eru ekki jafn hæfileikaríkir og hann." Ársfundurinn var að öðru leyti jákvæður en þá var einnig tilkynnt að Christian Nerlinger verði áfram yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu, til ársins 2014. Fjármálastjórinn Karl Hopfner var einnig ánægður. „Okkur tókst ekki að vinna neina titla á síðasta tímabili og svo er ríkjandi fjármálakrísa í heiminum. En okkur tókst samt sem áður að skila hagnaði, enn einu sinni." Neuer og félagar verða í eldlínunni í dag þegar að Bayern mætir Dortmund í toppslag þýsku úrvalsdeildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 17.30 og verður lýst beint á Vísi. Þýski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Uli Höness, forseti Bayern München, er búinn að fá sig fullsaddann af þeim hópi stuðningsmanna liðsins sem gagnrýna markvörðinn Manuel Neuer við hvert tækifæri. Ákveðinn harðkjarnahópur stuðningsmanna liðsins var afar óánægður með að fá Neuer til liðs við félagið. Skiptir engu þótt hann sé einn besti markvörður heims og hefur staðið sig gríðarlega vel með Bayern síðan félagaskiptin gengu í gegn í sumar. Neuer er uppalinn leikmaður Schalke og var sjálfur oft að blanda geði við eldheita stuðiningsmenn liðsins, á meðan hann lék með félaginu. „Ég hef hugsað um þetta í nokkurn tíma," sagði Höness en hann fékk nóg eftir að púuað var á Neuer á ársfundi Bayern München í vikunni. Bayern tilkynnti þá að félagið hafi hagnast um 1,3 milljónir evra á síðasta rekstrarári. „Á ég bara að halda kjafti? Nei, ég get það ekki. Þeim sem finnst að það hafi verið rangt af að fá besta markvörð heims til Bayern München ættu bara að halda sér heima. Hann er ekki bara með góðar hendur heldur líka öflugan heila. Það hafa verið margir leikmenn hér í gegnum tíðina sem eru ekki jafn hæfileikaríkir og hann." Ársfundurinn var að öðru leyti jákvæður en þá var einnig tilkynnt að Christian Nerlinger verði áfram yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu, til ársins 2014. Fjármálastjórinn Karl Hopfner var einnig ánægður. „Okkur tókst ekki að vinna neina titla á síðasta tímabili og svo er ríkjandi fjármálakrísa í heiminum. En okkur tókst samt sem áður að skila hagnaði, enn einu sinni." Neuer og félagar verða í eldlínunni í dag þegar að Bayern mætir Dortmund í toppslag þýsku úrvalsdeildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 17.30 og verður lýst beint á Vísi.
Þýski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira