Bayern München og Real Madrid komin áfram - öll úrslit kvöldsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2011 19:00 Mario Gomez skoraði þrennu í kvöld. Mynd/AP Bayern München og Real Madrid tryggðu sér sæti í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld með sigrum í leikjum sínum í 4. umferð riðlakeppninnar. Manchester-liðin unnu bæði sína leiki og eru í ágætum málum í sínum riðlum. Bayern München vann 3-2 sigur á Napoli og náði þar með fimm stiga forskoti á ítalska liðið en Manchester City og Napoli geta þar með ekki lengur bæði komist upp fyrir þýska liðið. Þetta var kvöld Mario Gomez. Hann kom Bayern í 2-0 á fyrstu 23 mínútnum og var búinn að fá eitt dauðafæri í viðbót áður en hann fullkomnaði þrennuna á 42. mínútu. Napoli minnkaði muninn á lokamínútu fyrri hálfleiks með marki frá Federico Fernández og Fernández skoraði síðan aftur ellefu mínútum fyrir leikslok. Bayern náði hinsvegar að landa sigri og tryggja sig áfram. Manchester City nýtti sér tap Napoli og komst upp í annað sæti A- riðilsins með 3-0 útisigri á spænska liðinu Villarreal. Yaya Touré skoraði tvö mörk og Mario Balotelli bætti við þriðja markinu úr víti en City er nú með tveimur stigum meira en Napoli. Manchester United vann 2-0 sigur á rúmenska liðinu Otelul Galati sem nægði lærisveinum Sir Alex Ferguson til að komast á toppinn í C-riðli þar sem að Benfica og Basel gerðu 1-1 jafntefli í Lissabon. Benfica hefði komist áfram í 16 liða úrslitin með sigri. Antonio Valencia og Wayne Rooney skoruðu mörk United í sitthvorum enda leiksins en Manchester United og Benfica eru nú bæði með átta stig í riðlinum. Real Madrid vann fjórða leikinn í röð þegar liðið sótti Lyon heim og vann 2-0. Real er með 12 stig í D-riðlinum eða átta stigum meira en Lyon sem situr í þriðja sætinu. Ajax er með sjö stig í öðru sætinu eftir glæsilegan 4-0 heimasigur á Dinamo Zagreb. Cristiano Ronaldo skoraði bæði mörk Real Madrid í kvöld og það seinna var hans hundraðasta fyrir Real Madrid í aðeins 105 leikjum. Inter Milan er í mjög góðum málum í B-riðli eftir 2-1 sigur á Lille. Inter er með fjögurra stiga forskot á bæði CSKA Moskva og Trabzonspor sem gerðu markalaust jafntefli í kvöld.Úrslitin í Meistaradeildinni í kvöld:A-riðill:Bayern München-Napoli 3-2 1-0 Mario Gomez (17.), 2-0 Mario Gomez (23.), 3-0 Mario Gomez (42.), 3-1 Federico Fernández (45.), 3-2 Federico Fernández (79.)Villarreal-Manchester City 0-3 0-1 Yaya Touré (30.), 2-0 Mario Balotelli, víti (45+.3), 0-3 Yaya Touré (B-riðill:Inter Milan-Lille 2-1 1-0 Walter Samuel (18.), 2-0 Diego Milito (65.), 2-1 Tulio (83.)Trabzonspor-CSKA Moskva 0-0C-riðill:Manchester United-Otelul Galati 2-0 1-0 Antonio Valencia (8.), 2-0 Wayne Rooney (87.)Benfica-Basel 1-1 1-0 Rodrigo (4.), 1-1 Benjamin Huggel (64.)D-riðill:Lyon-Real Madrid 0-2 0-1 Cristiano Ronaldo (24.), 0-2 Cristiano Ronaldo (69.)Ajax-Dinamo Zagreb 4-0 1-0 Gregory van der Wiel (20.), 2-0 Miralem Sulejmani (25.), 0-3 Siem De Jong (65.), 4-0 Nicolás Lodeiro (90.) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Sjá meira
Bayern München og Real Madrid tryggðu sér sæti í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld með sigrum í leikjum sínum í 4. umferð riðlakeppninnar. Manchester-liðin unnu bæði sína leiki og eru í ágætum málum í sínum riðlum. Bayern München vann 3-2 sigur á Napoli og náði þar með fimm stiga forskoti á ítalska liðið en Manchester City og Napoli geta þar með ekki lengur bæði komist upp fyrir þýska liðið. Þetta var kvöld Mario Gomez. Hann kom Bayern í 2-0 á fyrstu 23 mínútnum og var búinn að fá eitt dauðafæri í viðbót áður en hann fullkomnaði þrennuna á 42. mínútu. Napoli minnkaði muninn á lokamínútu fyrri hálfleiks með marki frá Federico Fernández og Fernández skoraði síðan aftur ellefu mínútum fyrir leikslok. Bayern náði hinsvegar að landa sigri og tryggja sig áfram. Manchester City nýtti sér tap Napoli og komst upp í annað sæti A- riðilsins með 3-0 útisigri á spænska liðinu Villarreal. Yaya Touré skoraði tvö mörk og Mario Balotelli bætti við þriðja markinu úr víti en City er nú með tveimur stigum meira en Napoli. Manchester United vann 2-0 sigur á rúmenska liðinu Otelul Galati sem nægði lærisveinum Sir Alex Ferguson til að komast á toppinn í C-riðli þar sem að Benfica og Basel gerðu 1-1 jafntefli í Lissabon. Benfica hefði komist áfram í 16 liða úrslitin með sigri. Antonio Valencia og Wayne Rooney skoruðu mörk United í sitthvorum enda leiksins en Manchester United og Benfica eru nú bæði með átta stig í riðlinum. Real Madrid vann fjórða leikinn í röð þegar liðið sótti Lyon heim og vann 2-0. Real er með 12 stig í D-riðlinum eða átta stigum meira en Lyon sem situr í þriðja sætinu. Ajax er með sjö stig í öðru sætinu eftir glæsilegan 4-0 heimasigur á Dinamo Zagreb. Cristiano Ronaldo skoraði bæði mörk Real Madrid í kvöld og það seinna var hans hundraðasta fyrir Real Madrid í aðeins 105 leikjum. Inter Milan er í mjög góðum málum í B-riðli eftir 2-1 sigur á Lille. Inter er með fjögurra stiga forskot á bæði CSKA Moskva og Trabzonspor sem gerðu markalaust jafntefli í kvöld.Úrslitin í Meistaradeildinni í kvöld:A-riðill:Bayern München-Napoli 3-2 1-0 Mario Gomez (17.), 2-0 Mario Gomez (23.), 3-0 Mario Gomez (42.), 3-1 Federico Fernández (45.), 3-2 Federico Fernández (79.)Villarreal-Manchester City 0-3 0-1 Yaya Touré (30.), 2-0 Mario Balotelli, víti (45+.3), 0-3 Yaya Touré (B-riðill:Inter Milan-Lille 2-1 1-0 Walter Samuel (18.), 2-0 Diego Milito (65.), 2-1 Tulio (83.)Trabzonspor-CSKA Moskva 0-0C-riðill:Manchester United-Otelul Galati 2-0 1-0 Antonio Valencia (8.), 2-0 Wayne Rooney (87.)Benfica-Basel 1-1 1-0 Rodrigo (4.), 1-1 Benjamin Huggel (64.)D-riðill:Lyon-Real Madrid 0-2 0-1 Cristiano Ronaldo (24.), 0-2 Cristiano Ronaldo (69.)Ajax-Dinamo Zagreb 4-0 1-0 Gregory van der Wiel (20.), 2-0 Miralem Sulejmani (25.), 0-3 Siem De Jong (65.), 4-0 Nicolás Lodeiro (90.)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Sjá meira