Eyjólfur: Svekkjandi að gefa þeim þessi mörk Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2011 21:56 Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari. MyndAnton Það var alls ekki slæmt hljóðið í Eyjólfi Sverrissyni, þjálfara íslenska 21 árs landsliðsins eftir 0-3 tap á móti Englandi í undankeppni EM 2013 á Laugardalsvellinum í kvöld. „Það er svekkjandi að gefa þeim þessi mörk og það var einbeitingaleysi og klaufaskapur hjá okkur. Ég er ánægður með marga kafla í leiknum, uppspilið var í fínu lagi hjá okkur og við vorum að spila boltanum vel. Okkur vantaði að fá þessi opnu færi og klára sóknirnar," sagði Eyjólfur. „Ég sé margt jákvætt í þessu og það er ekki neitt sem ég er í rauninni ósáttur við nema að fá þessi þrjú mörk á okkur. Ég var að heyra í strákunum áðan og þeim fannst þetta vera alltof auðveld mörk," sagði Eyjólfur. „Við verðum bara að taka það jákvæða út úr þessu. Við erum að reyna að bæta þetta lið og gera það betra. Við erum að spila við þá næst á útivelli og ekki verður það auðveldara. Þetta fer í reynsluboltann og liðið og einstaklingarnir læra mikið af þessum leik. Þeir sjá að þeir geta alveg spilað fótbolta á móti svona toppliði eins og við sjáum því þetta er gríðarlega öflugt lið. Ég vona að við bætum okkur sem lið og eigum þá eftir að eiga betri leiki í framtíðinni," sagði Eyjólfur og hann viðurkennir að vonin um að komast áfram sé veik. „Það er gríðarlega erfitt að komast í gegnum svona riðla hjá 21 árs liðunum og það er á brattann að sækja. Ég vona að við bætum okkur sem lið og það eru fullt af mikilvægum leikjum eftir. Það er fínt að hafa kröfur og við setjum þær á okkur sjálfir því við viljum ná langt. Við berjumst áfram þangað að það er tölfræðilega er ekki lengur hægt að komast áfram. Þetta snýst líka um það að þessi leikmenn séu að bæta sig og þetta séu framtíðarleikmenn fyrir íslenska A-landsliðið," sagði Eyjólfur og bætti við: „Það er partur af þessu og ég efast ekki um annað en að þeir hafi fengið mikið út úr þessum leik og átti sig á því að þeir geti alveg haldið út á móti svona liði. 21 árs liðið í fyrra óx gríðarlega hratt og liðið og leikmennirnir urðu alltaf betri og betri. Við erum lítið búnir að vera saman og við erum svolítið að þreifa okkur áfram," sagði Eyjólfur. „Mér fannst við vera góðir í þessum leik og vorum betri út á vellinum í þessum en leik en til dæmis á móti Belgum. Ég held að við séum á réttri leið og erum að bæta okkur. Við megum samt ekki fá svona klaufamörk á okkur," sagði Eyjólfur. Íslenski boltinn Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Sjá meira
Það var alls ekki slæmt hljóðið í Eyjólfi Sverrissyni, þjálfara íslenska 21 árs landsliðsins eftir 0-3 tap á móti Englandi í undankeppni EM 2013 á Laugardalsvellinum í kvöld. „Það er svekkjandi að gefa þeim þessi mörk og það var einbeitingaleysi og klaufaskapur hjá okkur. Ég er ánægður með marga kafla í leiknum, uppspilið var í fínu lagi hjá okkur og við vorum að spila boltanum vel. Okkur vantaði að fá þessi opnu færi og klára sóknirnar," sagði Eyjólfur. „Ég sé margt jákvætt í þessu og það er ekki neitt sem ég er í rauninni ósáttur við nema að fá þessi þrjú mörk á okkur. Ég var að heyra í strákunum áðan og þeim fannst þetta vera alltof auðveld mörk," sagði Eyjólfur. „Við verðum bara að taka það jákvæða út úr þessu. Við erum að reyna að bæta þetta lið og gera það betra. Við erum að spila við þá næst á útivelli og ekki verður það auðveldara. Þetta fer í reynsluboltann og liðið og einstaklingarnir læra mikið af þessum leik. Þeir sjá að þeir geta alveg spilað fótbolta á móti svona toppliði eins og við sjáum því þetta er gríðarlega öflugt lið. Ég vona að við bætum okkur sem lið og eigum þá eftir að eiga betri leiki í framtíðinni," sagði Eyjólfur og hann viðurkennir að vonin um að komast áfram sé veik. „Það er gríðarlega erfitt að komast í gegnum svona riðla hjá 21 árs liðunum og það er á brattann að sækja. Ég vona að við bætum okkur sem lið og það eru fullt af mikilvægum leikjum eftir. Það er fínt að hafa kröfur og við setjum þær á okkur sjálfir því við viljum ná langt. Við berjumst áfram þangað að það er tölfræðilega er ekki lengur hægt að komast áfram. Þetta snýst líka um það að þessi leikmenn séu að bæta sig og þetta séu framtíðarleikmenn fyrir íslenska A-landsliðið," sagði Eyjólfur og bætti við: „Það er partur af þessu og ég efast ekki um annað en að þeir hafi fengið mikið út úr þessum leik og átti sig á því að þeir geti alveg haldið út á móti svona liði. 21 árs liðið í fyrra óx gríðarlega hratt og liðið og leikmennirnir urðu alltaf betri og betri. Við erum lítið búnir að vera saman og við erum svolítið að þreifa okkur áfram," sagði Eyjólfur. „Mér fannst við vera góðir í þessum leik og vorum betri út á vellinum í þessum en leik en til dæmis á móti Belgum. Ég held að við séum á réttri leið og erum að bæta okkur. Við megum samt ekki fá svona klaufamörk á okkur," sagði Eyjólfur.
Íslenski boltinn Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Sjá meira