Sjóbirtingurinn byrjaður að ganga af krafti Karl Lúðvíksson skrifar 12. september 2011 10:21 Það eru ágætis fréttir af sjóbirtingsslóðum fyrir austan. Veiðin er ágæt og fiskur kemur vel haldin úr sjó, það hefur helst skyggt á gleðina að sjá nokkuð af fiski með bit eftir Sæsteinssuguna. Eins eru sumar árnar orðnar vatnslitlar svo það þarf bara smá úrhelli til að koma veiðinni í góðann gang aftur. Þeir veiðimenn sem búa við Reykjavíkursvæðið og vilja komast í sjóbirting má benda á Varmánna, þar hefur fiskur verið að ganga og töluvert af fiski er kominn upp fyrir foss og á efri svæðin. Fyrir þá sem vilja aðeins meiri rólegheit má benda á að allur sjóbirtingurinn sem gengur inn í vatnasvæði Hvítár fer um fjöruna við Hraun við Óseyarabrú. Þar sjást gjarnan veiðimenn með letingjann úti og margir hafa gert fína veiði. Við vitum af einum rosknum veiðimanni sem var þarna um mánaðarmótin og fékk 12 flotta sjóbirtinga og einn lax á rétt 3 tímum, allt á maðk og spún. Stærsti birtingurinn var 6 pund. Þess má geta fyrir þá sem vilja skoða þetta svæði að fylgjast vel með sjávarföllum því það veiðist mest á aðfallinu. Stangveiði Mest lesið Mikið af bleikju í Hraunsfirði Veiði 50 til 60 laxa dagar í Ytri Rangá Veiði 13 laxar á fyrstu vakt í Stóru Laxá IV Veiði Stóru urriðarnir liggja líka í Kleifarvatni Veiði Ný heimasíða fyrir Mýrarkvísl á vefinn Veiði Dýrasti dagurinn á 450.000 í Laxá í Ásum? Veiði Góð uppskrift að bleikju Veiði Kynning: Nýtt blað frá Veiðiflugum Veiði Stutt í að Hraunsfjörður fari í gang Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði
Það eru ágætis fréttir af sjóbirtingsslóðum fyrir austan. Veiðin er ágæt og fiskur kemur vel haldin úr sjó, það hefur helst skyggt á gleðina að sjá nokkuð af fiski með bit eftir Sæsteinssuguna. Eins eru sumar árnar orðnar vatnslitlar svo það þarf bara smá úrhelli til að koma veiðinni í góðann gang aftur. Þeir veiðimenn sem búa við Reykjavíkursvæðið og vilja komast í sjóbirting má benda á Varmánna, þar hefur fiskur verið að ganga og töluvert af fiski er kominn upp fyrir foss og á efri svæðin. Fyrir þá sem vilja aðeins meiri rólegheit má benda á að allur sjóbirtingurinn sem gengur inn í vatnasvæði Hvítár fer um fjöruna við Hraun við Óseyarabrú. Þar sjást gjarnan veiðimenn með letingjann úti og margir hafa gert fína veiði. Við vitum af einum rosknum veiðimanni sem var þarna um mánaðarmótin og fékk 12 flotta sjóbirtinga og einn lax á rétt 3 tímum, allt á maðk og spún. Stærsti birtingurinn var 6 pund. Þess má geta fyrir þá sem vilja skoða þetta svæði að fylgjast vel með sjávarföllum því það veiðist mest á aðfallinu.
Stangveiði Mest lesið Mikið af bleikju í Hraunsfirði Veiði 50 til 60 laxa dagar í Ytri Rangá Veiði 13 laxar á fyrstu vakt í Stóru Laxá IV Veiði Stóru urriðarnir liggja líka í Kleifarvatni Veiði Ný heimasíða fyrir Mýrarkvísl á vefinn Veiði Dýrasti dagurinn á 450.000 í Laxá í Ásum? Veiði Góð uppskrift að bleikju Veiði Kynning: Nýtt blað frá Veiðiflugum Veiði Stutt í að Hraunsfjörður fari í gang Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði