Beckenbauer: Götze eins og Messi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. september 2011 16:00 Mario Götze hefur vakið mikla athygli. Nordic Photos / Bongarts Franz Beckenbauer hefur mikið álit á Mario Götze, hinum unga leikmanni Dortmund í Þýskalandi. Fullyrt hefur verið að Arsenal reyndi að kaupa kappann fyrir 30 milljónir evra í síðasta mánuði en þessi lið mætast einmitt í Meistaradeild Evrópu í kvöld. „Það er ekki hægt að stoppa Mario Götze,“ sagði Beckenbauer en Götze hefur einnig slegið í gegn með þýska landsliðinu og skoraði á dögunum sitt fyrsta landsliðsmark. Um leið varð hann næstyngsti markaskorari þýska landsliðsins frá upphafi. Þess má einnig geta að þegar að Götze kom inn á sem varamaður ásamt öðrum ungum leikmanni, André Schürrle, í fyrsta landsleik þeirra beggja þann 17. nóvember árið 2010 urðu þeir um leið fyrstu leikmennirnir til að spila með þýska landsliðinu sem voru fæddir eftir að Vestur- og Austur-Þýskaland sameinuðust. „Hann býr yfir sömu hæfileikum og Messi,“ bætti Beckenbauer við. „Hann hleypur í gegnum andstæðinga sína eins og þeir væru einfaldlega ekki til staðar. Hann er náttúrúundur, alveg eins og Messi.“ Götze var lykilmaður í liði Dortmund á síðustu leiktíð er liðið tryggði sér þýska meistaratitilinn. Hann er einungis nítján ára gamall en skoraði sex mörk á tímabilinu og lagði upp fimmtán til viðbótar. Þýskir fjölmiðlar halda ekki vatni yfir kappanum og er óhætt að segja að miklar vonir séu bundnar við hann. Þessi ungi kappi á þó eftir að sanna sig á stóra sviðinu - Meistaradeild Evrópu - og fær hann fyrsta tækifærið til þess í kvöld. Það er vert að hafa augu með þessum stórefnilega leikmanni. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Sjá meira
Franz Beckenbauer hefur mikið álit á Mario Götze, hinum unga leikmanni Dortmund í Þýskalandi. Fullyrt hefur verið að Arsenal reyndi að kaupa kappann fyrir 30 milljónir evra í síðasta mánuði en þessi lið mætast einmitt í Meistaradeild Evrópu í kvöld. „Það er ekki hægt að stoppa Mario Götze,“ sagði Beckenbauer en Götze hefur einnig slegið í gegn með þýska landsliðinu og skoraði á dögunum sitt fyrsta landsliðsmark. Um leið varð hann næstyngsti markaskorari þýska landsliðsins frá upphafi. Þess má einnig geta að þegar að Götze kom inn á sem varamaður ásamt öðrum ungum leikmanni, André Schürrle, í fyrsta landsleik þeirra beggja þann 17. nóvember árið 2010 urðu þeir um leið fyrstu leikmennirnir til að spila með þýska landsliðinu sem voru fæddir eftir að Vestur- og Austur-Þýskaland sameinuðust. „Hann býr yfir sömu hæfileikum og Messi,“ bætti Beckenbauer við. „Hann hleypur í gegnum andstæðinga sína eins og þeir væru einfaldlega ekki til staðar. Hann er náttúrúundur, alveg eins og Messi.“ Götze var lykilmaður í liði Dortmund á síðustu leiktíð er liðið tryggði sér þýska meistaratitilinn. Hann er einungis nítján ára gamall en skoraði sex mörk á tímabilinu og lagði upp fimmtán til viðbótar. Þýskir fjölmiðlar halda ekki vatni yfir kappanum og er óhætt að segja að miklar vonir séu bundnar við hann. Þessi ungi kappi á þó eftir að sanna sig á stóra sviðinu - Meistaradeild Evrópu - og fær hann fyrsta tækifærið til þess í kvöld. Það er vert að hafa augu með þessum stórefnilega leikmanni.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Sjá meira