Hjörtur Logi: Ætla að vinna mér fast sæti í landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. september 2011 10:30 Hjörtur Logi Valgarðsson. Mynd/Vilhelm Hjörtur Logi Valgarðsson átti flottan leik þegar Ísland tapaði á móti Norðmönnum í Osló á föstudaginn var en Ólafur Jóhannesson gaf honum þá sitt fyrsta tækifæri í alvöru landsleik. „Þetta var allt í lagi hjá okkur. Við spiluðum fínan varnarleik en það vantaði upp á við þorðum að halda boltanum og spila honum. Ég er sáttur með að fá tækifærið og tel mig hafa staðið mig þokkalega þarna," segir Hjörtur Logi. „Ég er búin að vera í 21 árs landsliðinu og nú er næsta skrefið að komast upp í A-landsliðið. Það er búið að vera markmiðið hjá mér að komast upp í A-landsliðið og það var mjög fínt að fá þetta tækifæri. Nú er bara að halda áfram og reyna að festa mig í þessari stöðu," segir Hjörtur en íslenska liðið mætir Kýpur í kvöld sem er síðasti heimaleikur liðsins í undankeppni EM 2012. „Kýpverjarnir eru ekki með neitt slakt lið og þeir eru mjög öflugir. Við þurfum að eiga mjög góðan leik til að vinna þá hérna. Við þurfum að leggja okkur alla fram. Þeir eru engin sýnd veiði. Við þurfum að fá hundrað prósent framlag frá hverjum einasta leikmanni til þess að vinna þennan leik," segir Hjörtur sem fær vonandi að koma eitthvað meira fram á völlinn í kvöld en í leiknum í Osló. „Við ætlum að reyna að leggja upp með það að spila aðeins meiri sóknarleik, reyna að halda boltanum og spila honum á milli. Það vantaði á móti Norðmönnum en við ættum að fá fleiri tækifæri til þess á morgun sérstaklega þar sem við erum á heimavelli. Vonandi fær maður aðeins meiri þátt í sóknarleiknum," segir Hjörtur Logi og bætir við: „Kýpur er með sterkt lið og það má ekkert vanmeta þá. Við verðum að eiga mjög góðan leik til að vinna þá. Þetta fer að verða síðasta tækifærið til þess að vinna leik í þessum riðli. Við eigum síðan eftir útileik á móti Portúgölum þannig að þetta er nánast síðasti möguleikinn til þess að vinna leik. Ég held að allir séu mjög einbeittir og vilji virkilega vinna einn leik í þessum riðli aðeins til að lyfta upp ímyndinni hjá landsliðinu," segir Hjörtur Logi. Hjörtur Logi kemur fullur sjálfstraust en hann hefur verið að standa sig vel með sænska liðinu IFK Gautaborg. „Það hefur gengið vel í Svíþjóð og ég nýti mér það. Ég er reynslumeiri og tel mig hafa bætt mig mikið þar. Ég set stefnuna á að vinna mér fast sæti í vinstri bakverðinum í landsliðinu," sagði Hjörtur Logi að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Sjá meira
Hjörtur Logi Valgarðsson átti flottan leik þegar Ísland tapaði á móti Norðmönnum í Osló á föstudaginn var en Ólafur Jóhannesson gaf honum þá sitt fyrsta tækifæri í alvöru landsleik. „Þetta var allt í lagi hjá okkur. Við spiluðum fínan varnarleik en það vantaði upp á við þorðum að halda boltanum og spila honum. Ég er sáttur með að fá tækifærið og tel mig hafa staðið mig þokkalega þarna," segir Hjörtur Logi. „Ég er búin að vera í 21 árs landsliðinu og nú er næsta skrefið að komast upp í A-landsliðið. Það er búið að vera markmiðið hjá mér að komast upp í A-landsliðið og það var mjög fínt að fá þetta tækifæri. Nú er bara að halda áfram og reyna að festa mig í þessari stöðu," segir Hjörtur en íslenska liðið mætir Kýpur í kvöld sem er síðasti heimaleikur liðsins í undankeppni EM 2012. „Kýpverjarnir eru ekki með neitt slakt lið og þeir eru mjög öflugir. Við þurfum að eiga mjög góðan leik til að vinna þá hérna. Við þurfum að leggja okkur alla fram. Þeir eru engin sýnd veiði. Við þurfum að fá hundrað prósent framlag frá hverjum einasta leikmanni til þess að vinna þennan leik," segir Hjörtur sem fær vonandi að koma eitthvað meira fram á völlinn í kvöld en í leiknum í Osló. „Við ætlum að reyna að leggja upp með það að spila aðeins meiri sóknarleik, reyna að halda boltanum og spila honum á milli. Það vantaði á móti Norðmönnum en við ættum að fá fleiri tækifæri til þess á morgun sérstaklega þar sem við erum á heimavelli. Vonandi fær maður aðeins meiri þátt í sóknarleiknum," segir Hjörtur Logi og bætir við: „Kýpur er með sterkt lið og það má ekkert vanmeta þá. Við verðum að eiga mjög góðan leik til að vinna þá. Þetta fer að verða síðasta tækifærið til þess að vinna leik í þessum riðli. Við eigum síðan eftir útileik á móti Portúgölum þannig að þetta er nánast síðasti möguleikinn til þess að vinna leik. Ég held að allir séu mjög einbeittir og vilji virkilega vinna einn leik í þessum riðli aðeins til að lyfta upp ímyndinni hjá landsliðinu," segir Hjörtur Logi. Hjörtur Logi kemur fullur sjálfstraust en hann hefur verið að standa sig vel með sænska liðinu IFK Gautaborg. „Það hefur gengið vel í Svíþjóð og ég nýti mér það. Ég er reynslumeiri og tel mig hafa bætt mig mikið þar. Ég set stefnuna á að vinna mér fast sæti í vinstri bakverðinum í landsliðinu," sagði Hjörtur Logi að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti