Sandra laus frá Jitex: Maður léttist um nokkur kíló í hjartanu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. ágúst 2011 15:15 Sandra Sigurðardóttir. Mynd/Hag Sandra Sigurðardóttir, fyrrum markvörður sænska liðsins Jitex virðist loksins vera að losna undan samningi við félagið. Sandra rifti samningi sínum við Jitex fyrr í sumar vegna vanefnda en Svíarnir litu svo á að hún væri enn samningsbundinn sínu félagi og mætti því ekki fara heim til Stjörnunnar. FIFA hefur nú úrskurðað í málinu og það Söndru í vil. Sandra er þó ekki komin með leikheimild fyrir leikinn á móti Aftureldingu í kvöld þar sem Stjarnan getur orðið Íslandsmeistari í fyrsta sinn. „Mér skilst að KSÍ hafi ekki náð að funda en að það verði fundur hjá félagsskiptanefnd á morgun. Það eiginlega mjög pirrandi að geta ekki verið með í kvöld," segir Sandra sem ætlar þó að hvetja sitt lið í kvöld. Leikur Stjörnunnar og Aftureldingar hefst klukkan 18.30 og með sigri tryggir Stjörnuliðið sér Íslandsmeistaratitilinn. „Ég veit ekki hvort ég verði í stúkunni eða hvort ég fái að vera á bekknum sem félagsmaður. Þetta er stór dagur fyrir okkur öll ef vel gengur," segir Sandra. Sandra viðurkennir að þetta mál sé búið að taka sinn toll í sumar. „Það var mjög léttir þegar ég fékk að heyra það að FIFA væri búið að úrskurða. Maður léttist um nokkur kíló í hjartanu," segir Sandra. Hún efaðist hinsvegar aldrei um að hún væri í fullum rétti að segja upp samningi sínum við Jitex. „Ég var viss á mínu og var búin að fá mína lögfræðinga til að fara yfir allt. Svo þegar maður fær bara hótanir og leiðindi til baka þá fer maður stundum að efast. Ég vissi alltaf að þetta myndi leysast og það var bara spurning um hvenær það myndi gerast. Ég vissi samt ekki hvað FIFA tekur langan tíma í að fara yfir svona mál," segir Sandra. Hún vonast eftir því að fá að spila eitthvað með Stjörnunni í sumar en til þess að svo verði þarf KSÍ að samþykkja félagsskiptin. „Það er líklegra en ekki að ég fái leikheimild því ég held að ég sé bara í svipuðum málum og Jósef hjá Grindavík. Það væri gaman fyrir geðheilsuna að fá smá fótbolta fyrir lok sumars. Þetta er búið að vera smá strembið," viðurkennir Sandra. Hún hefur ekki einu sinn mátt mæta á æfingar hjá Stjörnuliðinu. „Ég mátti ekki æfa heldur. Þeir bönnuðu mér að æfa útaf því þeir litu ekki á mína riftun gilda. Á meðan enginn væri búinn að dæma í því hvort rétturinn væri hjá mér eða þeim þá varð maður bara að fylgja því að maður væri samningsbundinn," sagði Sandra. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Sandra Sigurðardóttir, fyrrum markvörður sænska liðsins Jitex virðist loksins vera að losna undan samningi við félagið. Sandra rifti samningi sínum við Jitex fyrr í sumar vegna vanefnda en Svíarnir litu svo á að hún væri enn samningsbundinn sínu félagi og mætti því ekki fara heim til Stjörnunnar. FIFA hefur nú úrskurðað í málinu og það Söndru í vil. Sandra er þó ekki komin með leikheimild fyrir leikinn á móti Aftureldingu í kvöld þar sem Stjarnan getur orðið Íslandsmeistari í fyrsta sinn. „Mér skilst að KSÍ hafi ekki náð að funda en að það verði fundur hjá félagsskiptanefnd á morgun. Það eiginlega mjög pirrandi að geta ekki verið með í kvöld," segir Sandra sem ætlar þó að hvetja sitt lið í kvöld. Leikur Stjörnunnar og Aftureldingar hefst klukkan 18.30 og með sigri tryggir Stjörnuliðið sér Íslandsmeistaratitilinn. „Ég veit ekki hvort ég verði í stúkunni eða hvort ég fái að vera á bekknum sem félagsmaður. Þetta er stór dagur fyrir okkur öll ef vel gengur," segir Sandra. Sandra viðurkennir að þetta mál sé búið að taka sinn toll í sumar. „Það var mjög léttir þegar ég fékk að heyra það að FIFA væri búið að úrskurða. Maður léttist um nokkur kíló í hjartanu," segir Sandra. Hún efaðist hinsvegar aldrei um að hún væri í fullum rétti að segja upp samningi sínum við Jitex. „Ég var viss á mínu og var búin að fá mína lögfræðinga til að fara yfir allt. Svo þegar maður fær bara hótanir og leiðindi til baka þá fer maður stundum að efast. Ég vissi alltaf að þetta myndi leysast og það var bara spurning um hvenær það myndi gerast. Ég vissi samt ekki hvað FIFA tekur langan tíma í að fara yfir svona mál," segir Sandra. Hún vonast eftir því að fá að spila eitthvað með Stjörnunni í sumar en til þess að svo verði þarf KSÍ að samþykkja félagsskiptin. „Það er líklegra en ekki að ég fái leikheimild því ég held að ég sé bara í svipuðum málum og Jósef hjá Grindavík. Það væri gaman fyrir geðheilsuna að fá smá fótbolta fyrir lok sumars. Þetta er búið að vera smá strembið," viðurkennir Sandra. Hún hefur ekki einu sinn mátt mæta á æfingar hjá Stjörnuliðinu. „Ég mátti ekki æfa heldur. Þeir bönnuðu mér að æfa útaf því þeir litu ekki á mína riftun gilda. Á meðan enginn væri búinn að dæma í því hvort rétturinn væri hjá mér eða þeim þá varð maður bara að fylgja því að maður væri samningsbundinn," sagði Sandra.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki