Veiðivötn yfir 20.000 fiska múrinn Karl Lúðvíksson skrifar 22. ágúst 2011 08:45 Á vef veiðivatna má sjá nýjustu upplýsingar um veiði í vötnunum. Þó veiðin sé minni en í fyrra fiskast ennþá vel og er svo komið að 20.000 fiskar hafa veiðst í vötnunum hingað til. Hér er fréttin af síðu veiðivatna wwwveidivotn.is Veiðin í Veiðivötnum er nú komin yfir 20000 fiska. Í síðustu viku veiddust 1389 fiskar, mest urriðar og heildarveiðin er 20027 fiskar. Veiði á bleikju hefur dottið niður síðustu vikurnar, bæði vegna þess að bleikjan er tregari til að taka síðsumars og eins sjást varla veiðimenn í bleikjuvötnunum. Þetta er synd því virkilega er þörf á því að auka veiði á bleikjunni og auk þess er hún góður matfiskur. Flestir veiðimenn standa þessa dagana í Litlasjó, Grænavatni og Stóra Fossvatni og reyna við stórfiskana. Mest veiddist í Litlasjó í 9. viku. Þar veiddust 527 fiskar og eru 5780 fiskar komir þar á land í sumar. Mjög vel veiddist einnig í Stóra Fossvatni, 351 fiskur. Þar hafa veiðst 2403 fiskar í sumar sem verður að teljast frábært. Hæst meðalþyngd er áfram í Ónefndavatni og Grænavatni (3,14-3,57 pd). Meðalþyngd í Litlasjó er 2,8 pd. Þyngsti fiskurinn kom úr Hraunvötnum, 12,0 pd í 7. viku. Stangveiði Mest lesið Fín veiði við Ölfusárós Veiði Pistill: Eldisfiskur veiðist um allt land Veiði Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði Veiðin 2012: Aðeins 12 af 38 laxveiðiám með 100 laxa á stöng Veiði Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði Allt um veiðihnúta Veiði 14.305 veiddir fiskar í Veiðivötnum Veiði Elliðavatn kraumaði í morgun Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Bræður börðust við maríulaxana á sama tíma! Veiði
Á vef veiðivatna má sjá nýjustu upplýsingar um veiði í vötnunum. Þó veiðin sé minni en í fyrra fiskast ennþá vel og er svo komið að 20.000 fiskar hafa veiðst í vötnunum hingað til. Hér er fréttin af síðu veiðivatna wwwveidivotn.is Veiðin í Veiðivötnum er nú komin yfir 20000 fiska. Í síðustu viku veiddust 1389 fiskar, mest urriðar og heildarveiðin er 20027 fiskar. Veiði á bleikju hefur dottið niður síðustu vikurnar, bæði vegna þess að bleikjan er tregari til að taka síðsumars og eins sjást varla veiðimenn í bleikjuvötnunum. Þetta er synd því virkilega er þörf á því að auka veiði á bleikjunni og auk þess er hún góður matfiskur. Flestir veiðimenn standa þessa dagana í Litlasjó, Grænavatni og Stóra Fossvatni og reyna við stórfiskana. Mest veiddist í Litlasjó í 9. viku. Þar veiddust 527 fiskar og eru 5780 fiskar komir þar á land í sumar. Mjög vel veiddist einnig í Stóra Fossvatni, 351 fiskur. Þar hafa veiðst 2403 fiskar í sumar sem verður að teljast frábært. Hæst meðalþyngd er áfram í Ónefndavatni og Grænavatni (3,14-3,57 pd). Meðalþyngd í Litlasjó er 2,8 pd. Þyngsti fiskurinn kom úr Hraunvötnum, 12,0 pd í 7. viku.
Stangveiði Mest lesið Fín veiði við Ölfusárós Veiði Pistill: Eldisfiskur veiðist um allt land Veiði Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði Veiðin 2012: Aðeins 12 af 38 laxveiðiám með 100 laxa á stöng Veiði Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði Allt um veiðihnúta Veiði 14.305 veiddir fiskar í Veiðivötnum Veiði Elliðavatn kraumaði í morgun Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Bræður börðust við maríulaxana á sama tíma! Veiði