24 laxar á einum degi í Svalbarðsá Karl Lúðvíksson skrifar 2. ágúst 2011 09:49 Mynd af www.hreggnasi.is Ótrúlegur gangur er í Svalbarðsá þessa dagana en hollið sem byrjaði veiðar í gær er komið í 32 laxa eftir eina og hálfa vakt og þar af veiddust 24 laxar í dag. Vert er að taka fram að í hópnum er ungir og efnilegir fluguveiðimenn sem eiga bróðurpartinn af aflanum. Meðfylgjandi myndir eru af ungum veiðimönnum sem eru í skýjunum með árangurinn eftir fyrsta einn og hálfa daginn. Athyglisvert þykir að stór hluti aflans er tveggja ára fiskur og má sem dæmi nefna ofanverða mynd af Honor Douglas Miller (15 ára) með 90cm hrygnu úr Neðri Eyrarhyl tekin á gárutúbu. Fiskur er ennþá að hellast inn í ánná en stórstreymt er 2. ágúst og gæti því orðið fjörugt á svæðinu næstu daga. Birt með góðfúslegu leyfi Hreggnasa Stangveiði Mest lesið Sporðaköst byrja í kvöld á Stöð 2 Veiði Góður morgun í Blöndu Veiði Urriðafoss klárlega óvæntasta veiðisvæði ársins Veiði Nýtt veiðihús klárt fyrir næsta sumar í Brynjudalsá Veiði Vötnin á norðurlandi loksins að taka við sér Veiði Laxá í Dölum að detta í 1.000 laxa Veiði Bleikjan loksins mætt í þjóðgarðinn Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Brúará fyrir landi Sels til SVFR Veiði Fnjóská: Tveggja daga holl með 27 laxa og mikið af silungi Veiði
Ótrúlegur gangur er í Svalbarðsá þessa dagana en hollið sem byrjaði veiðar í gær er komið í 32 laxa eftir eina og hálfa vakt og þar af veiddust 24 laxar í dag. Vert er að taka fram að í hópnum er ungir og efnilegir fluguveiðimenn sem eiga bróðurpartinn af aflanum. Meðfylgjandi myndir eru af ungum veiðimönnum sem eru í skýjunum með árangurinn eftir fyrsta einn og hálfa daginn. Athyglisvert þykir að stór hluti aflans er tveggja ára fiskur og má sem dæmi nefna ofanverða mynd af Honor Douglas Miller (15 ára) með 90cm hrygnu úr Neðri Eyrarhyl tekin á gárutúbu. Fiskur er ennþá að hellast inn í ánná en stórstreymt er 2. ágúst og gæti því orðið fjörugt á svæðinu næstu daga. Birt með góðfúslegu leyfi Hreggnasa
Stangveiði Mest lesið Sporðaköst byrja í kvöld á Stöð 2 Veiði Góður morgun í Blöndu Veiði Urriðafoss klárlega óvæntasta veiðisvæði ársins Veiði Nýtt veiðihús klárt fyrir næsta sumar í Brynjudalsá Veiði Vötnin á norðurlandi loksins að taka við sér Veiði Laxá í Dölum að detta í 1.000 laxa Veiði Bleikjan loksins mætt í þjóðgarðinn Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Brúará fyrir landi Sels til SVFR Veiði Fnjóská: Tveggja daga holl með 27 laxa og mikið af silungi Veiði