Tíu ára einhentur golfstrákur sýnir snilldartakta - myndband 27. júlí 2011 14:45 Tíu ára gamall enskur strákur, Leo Millar, hefur vakið athygli í heimalandinu og víðar fyrir golfleik. Þegar Millar fæddist kom í ljós að á hann vantaði alla fingur á hægri hendina en hann lætur það ekki aftra sér frá því að slá golfbolta og stunda aðrar íþróttir. Með hjálp stoðtækjasmiða hefur Millar fengið sérstakt "grip“ á hægri hendina og eftir að hafa stundað æfingar í aðeins sjö vikur er Millar farinn að slá golfboltann hátt í 200 metra. Sérsmíðaður hanski er festur á hægri hendina á Millar og með þeim útbúnaði getur hann sveiflað kylfunni með báðum höndum. Útbúnaðurinn hefur verið samþykktur af alþjóðagolfsambandinu R&A og er Millar gjaldgengur í allar keppnir ef því er að skipta. Í viðtali við Daily Mail segir Ian Milalr að sonur hans hafi ávallt reynt að gera sitt besta í hvaða íþrótt sem er. „Leo virðist hafa mikla íþróttahæfileika og hann reynir ávallt að gera sitt besta í því sem hann tekur sér fyrir hendur. Hann sló sitt fyrsta golfhögg fyrir um tveimur mánuðum og þetta virðist vera meðfætt hjá honum. Ég fór með hann á æfingasvæðið í golfklúbbnum mínum þar sem hann sló bara með annarri hendinni. Þegar golfkennarinn á svæðinu sá hann og komst að því að hann hafði aðeins prófað þetta í tvo daga bauðst hann til þess að kenna honum frítt. Mér skilst að golfsveiflan hjá drengnum sé eins og úr kennslubók," segir Ian. Strákurinn hefur sett sér stór markmið og vonast hann til þess að verða atvinnumaður í golfíþróttinni. Rory McIlroy er fyrirmyndin hjá Leo. Golf Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Tíu ára gamall enskur strákur, Leo Millar, hefur vakið athygli í heimalandinu og víðar fyrir golfleik. Þegar Millar fæddist kom í ljós að á hann vantaði alla fingur á hægri hendina en hann lætur það ekki aftra sér frá því að slá golfbolta og stunda aðrar íþróttir. Með hjálp stoðtækjasmiða hefur Millar fengið sérstakt "grip“ á hægri hendina og eftir að hafa stundað æfingar í aðeins sjö vikur er Millar farinn að slá golfboltann hátt í 200 metra. Sérsmíðaður hanski er festur á hægri hendina á Millar og með þeim útbúnaði getur hann sveiflað kylfunni með báðum höndum. Útbúnaðurinn hefur verið samþykktur af alþjóðagolfsambandinu R&A og er Millar gjaldgengur í allar keppnir ef því er að skipta. Í viðtali við Daily Mail segir Ian Milalr að sonur hans hafi ávallt reynt að gera sitt besta í hvaða íþrótt sem er. „Leo virðist hafa mikla íþróttahæfileika og hann reynir ávallt að gera sitt besta í því sem hann tekur sér fyrir hendur. Hann sló sitt fyrsta golfhögg fyrir um tveimur mánuðum og þetta virðist vera meðfætt hjá honum. Ég fór með hann á æfingasvæðið í golfklúbbnum mínum þar sem hann sló bara með annarri hendinni. Þegar golfkennarinn á svæðinu sá hann og komst að því að hann hafði aðeins prófað þetta í tvo daga bauðst hann til þess að kenna honum frítt. Mér skilst að golfsveiflan hjá drengnum sé eins og úr kennslubók," segir Ian. Strákurinn hefur sett sér stór markmið og vonast hann til þess að verða atvinnumaður í golfíþróttinni. Rory McIlroy er fyrirmyndin hjá Leo.
Golf Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira