Góður kippur í veiðina í Ytri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 15. júlí 2011 15:02 Laxi landað í Ytri Rangá Mynd af www.agn.is Ytri Rangá er í ágætis málum þessa daganna. 23 laxar komu á land í gær sem er með betri dögum sumarsins en 5 laxar komnir á land í morgun. Stefán sölustjóri hjá Laxá var við veiðar í gærkvöldi og sagði ánna líta vel út og sá nokkuð af laxi að ganga í gegnum í ánna. Hann setti í 16p hrygnu við Ægissíðufoss með norskan 20gr Kepler spún í kjaftinum en hrygnan endaði í klakkistu. Ef einhver saknar slíks spúns af þessu svæði nýlega þá er hann í tapað og fundið í veiðihúsinu við Rangárflúðir. Nú er stórstreymt um helgina og þá má reikna með að veiðin fari á fullt í flestum ánum sem hafa beðið eftir stóru göngunum á þessu sumri. það er að vísu ekkert öruggt í þessum efnum en veiðimenn eru bjartsýnir enda ekki annað hægt þegar besti tíminn í ánum er framundan. Birt með góðfúslegu lyefi Lax-Á Stangveiði Mest lesið Sporðaköst byrja í kvöld á Stöð 2 Veiði 9 laxar á land í Hítará Veiði Vötnin á norðurlandi loksins að taka við sér Veiði Góður morgun í Blöndu Veiði Þegjandi á Harley Davidsson í Laugakvörn Veiði Fnjóská: Tveggja daga holl með 27 laxa og mikið af silungi Veiði Urriðafoss klárlega óvæntasta veiðisvæði ársins Veiði Nýtt veiðihús klárt fyrir næsta sumar í Brynjudalsá Veiði Bestu veiðistaðir Elliðaánna Veiði Laxá í Dölum að detta í 1.000 laxa Veiði
Ytri Rangá er í ágætis málum þessa daganna. 23 laxar komu á land í gær sem er með betri dögum sumarsins en 5 laxar komnir á land í morgun. Stefán sölustjóri hjá Laxá var við veiðar í gærkvöldi og sagði ánna líta vel út og sá nokkuð af laxi að ganga í gegnum í ánna. Hann setti í 16p hrygnu við Ægissíðufoss með norskan 20gr Kepler spún í kjaftinum en hrygnan endaði í klakkistu. Ef einhver saknar slíks spúns af þessu svæði nýlega þá er hann í tapað og fundið í veiðihúsinu við Rangárflúðir. Nú er stórstreymt um helgina og þá má reikna með að veiðin fari á fullt í flestum ánum sem hafa beðið eftir stóru göngunum á þessu sumri. það er að vísu ekkert öruggt í þessum efnum en veiðimenn eru bjartsýnir enda ekki annað hægt þegar besti tíminn í ánum er framundan. Birt með góðfúslegu lyefi Lax-Á
Stangveiði Mest lesið Sporðaköst byrja í kvöld á Stöð 2 Veiði 9 laxar á land í Hítará Veiði Vötnin á norðurlandi loksins að taka við sér Veiði Góður morgun í Blöndu Veiði Þegjandi á Harley Davidsson í Laugakvörn Veiði Fnjóská: Tveggja daga holl með 27 laxa og mikið af silungi Veiði Urriðafoss klárlega óvæntasta veiðisvæði ársins Veiði Nýtt veiðihús klárt fyrir næsta sumar í Brynjudalsá Veiði Bestu veiðistaðir Elliðaánna Veiði Laxá í Dölum að detta í 1.000 laxa Veiði