Man. United í frábærum málum eftir 2-0 útisigur á Schalke Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2011 18:15 Ryan Giggs skorar markið sitt. Mynd/Nordic Photos/Getty Manchester United er komið með annan fótinn inn í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley eftir 2-0 útisigur á Schalke í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Þýskalandi í kvöld. Manuel Neuer, markvörður Schalke, hélt Schalke-liðinu á floti í rúman klukkutíma á móti stórsókn Manchester United en það var á endanum Ryan Giggs sem tókst að brjóta ísinn á 67. mínútu og tveimur mínútum síðar var staðan orðin 2-0 eftir mark frá Wayne Rooney. Sigur United liðsins var sannfærandi og síst of stór og það bíður þýska liðsins afar erfitt verkefni á Old Trafford í næstu viku en liðið þarf þá að skora þrjú mörk til þess að komast áfram. Manchester United byrjaði leikinn af miklum krafti og Manuel Neuer þurfti að taka á stóra sínum í þrígang á fyrstu tíu mínútunum. Fyrst varði hann frá Wayne Rooney, svo frá Park Ji-Sung og loks frá Javier Hernandez. Schalke vaknaði við þessi þrjú færi United á stuttum tíma og fyrsta færi liðsins fékk Jefferson Farfan en skot hans fór rétt framhjá. Leikurinn var mjög opinn og fjörugur frá byrjun og Javier Hernandez fékk algjört dauðafæri eftir sendingu frá Park á 14. mínútu en enn á ný varði Manuel Neuer á glæsilegan hátt. Hernandez var áberandi í upphafi og fékk þrjú færi til viðbótar áður en hálfleikurinn var hálfnaður. Manuel Neuer varði síðan skalla frá Ryan Giggs á 28. mínútu. Stórsókn Manchester United hélt áfram, Manuel Neuer varði frábærlega skot Hernandez á 36. mínútu og Fabio skaut yfir úr góðu færi á 38. mínútu. Leikmenn United löbbuðu hvað eftir annað í gegnum Schalke-vörnina en tókst bara ekki að koma boltanum framhjá þýska landsliðsmarkverðinum sem varði líka glæsilega frá Ryan Giggs á lokamínútu fyrri hálfleiksins.Neuer varði alls sjö skot í fyrri hálfleik og flest ef ekki öll út dauðafærum. Neuer var búinn að verja fyrsta skotið í seinni hálfleik eftir rúma mínútu þegar hann sló skalla Michael Carrick yfir markið. Þegar Javier Hernandez tókst loksins að skora á 51. mínútu var markið réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Schalke virtist vera að rétta úr kútnum í framhaldinu en United-mönnum tókst loksins að brjóta ísinn á 67. mínútu og tveimur mínútum síðar var staðan orðin 2-0. Ryan Giggs átti þá flott hlaup af miðjunni á 67. mínútu, fékk frábæra sendingu inn fyrir vörnina frá Wayne Roone og setti boltann síðan undir Neuer í markinu. Það tók United ekki nema tvær mínútur að bæta við marki þegar Wayne Rooney skoraði eftir sendingu frá Javier Hernandez. United var með góð tök á leiknum eftir þetta og landaði öruggum og sannfærandi sigri. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir stöðuna í leiknum og þar má finna helstu atburði hans eins og mörk, gul spjöld, rauð spjöld, byrjunarlið og skiptingar. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Fleiri fréttir Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Sjá meira
Manchester United er komið með annan fótinn inn í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley eftir 2-0 útisigur á Schalke í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Þýskalandi í kvöld. Manuel Neuer, markvörður Schalke, hélt Schalke-liðinu á floti í rúman klukkutíma á móti stórsókn Manchester United en það var á endanum Ryan Giggs sem tókst að brjóta ísinn á 67. mínútu og tveimur mínútum síðar var staðan orðin 2-0 eftir mark frá Wayne Rooney. Sigur United liðsins var sannfærandi og síst of stór og það bíður þýska liðsins afar erfitt verkefni á Old Trafford í næstu viku en liðið þarf þá að skora þrjú mörk til þess að komast áfram. Manchester United byrjaði leikinn af miklum krafti og Manuel Neuer þurfti að taka á stóra sínum í þrígang á fyrstu tíu mínútunum. Fyrst varði hann frá Wayne Rooney, svo frá Park Ji-Sung og loks frá Javier Hernandez. Schalke vaknaði við þessi þrjú færi United á stuttum tíma og fyrsta færi liðsins fékk Jefferson Farfan en skot hans fór rétt framhjá. Leikurinn var mjög opinn og fjörugur frá byrjun og Javier Hernandez fékk algjört dauðafæri eftir sendingu frá Park á 14. mínútu en enn á ný varði Manuel Neuer á glæsilegan hátt. Hernandez var áberandi í upphafi og fékk þrjú færi til viðbótar áður en hálfleikurinn var hálfnaður. Manuel Neuer varði síðan skalla frá Ryan Giggs á 28. mínútu. Stórsókn Manchester United hélt áfram, Manuel Neuer varði frábærlega skot Hernandez á 36. mínútu og Fabio skaut yfir úr góðu færi á 38. mínútu. Leikmenn United löbbuðu hvað eftir annað í gegnum Schalke-vörnina en tókst bara ekki að koma boltanum framhjá þýska landsliðsmarkverðinum sem varði líka glæsilega frá Ryan Giggs á lokamínútu fyrri hálfleiksins.Neuer varði alls sjö skot í fyrri hálfleik og flest ef ekki öll út dauðafærum. Neuer var búinn að verja fyrsta skotið í seinni hálfleik eftir rúma mínútu þegar hann sló skalla Michael Carrick yfir markið. Þegar Javier Hernandez tókst loksins að skora á 51. mínútu var markið réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Schalke virtist vera að rétta úr kútnum í framhaldinu en United-mönnum tókst loksins að brjóta ísinn á 67. mínútu og tveimur mínútum síðar var staðan orðin 2-0. Ryan Giggs átti þá flott hlaup af miðjunni á 67. mínútu, fékk frábæra sendingu inn fyrir vörnina frá Wayne Roone og setti boltann síðan undir Neuer í markinu. Það tók United ekki nema tvær mínútur að bæta við marki þegar Wayne Rooney skoraði eftir sendingu frá Javier Hernandez. United var með góð tök á leiknum eftir þetta og landaði öruggum og sannfærandi sigri. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir stöðuna í leiknum og þar má finna helstu atburði hans eins og mörk, gul spjöld, rauð spjöld, byrjunarlið og skiptingar.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Fleiri fréttir Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Sjá meira