Umfjöllun: KR-ingar tóku Stjörnuna í kennslustund, 108-78 Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 11. apríl 2011 20:52 Brynjar Þór Björnsson var stigahæstur í liði KR með 28 stig. Mynd/Daníel KR-ingar sýndu styrk sinn gegn Stjörnunni í fyrsta leiknum í úrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik í kvöld. Stjarnan náði að hanga með KR-ingum í fyrri hálfleik en síðari hálfleik settu KR-ingar allt í gang og keyrðu hreinlega yfir lið Stjörnunnar. Lokatölur 108-78 og staðan er 1-0 fyrir KR en þrjá sigra þarf til þess að vinna þetta einvígi. Næsti leikur fer fram á fimmtudaginn á heimavelli Stjörnunnar. Það er ólík saga þeirra liða sem mætast í úrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik þetta árið. KR, sem hefur unnið Íslandsmótið 11 sinunm í sögunni og síðast árið 2009, er félag sem er hokið af reynslu á þessu sviði. Lið Stjörnunnar er að stíga inn í lokaúrslit Iceland Express deildarinnar í fyrsta sinn í sögunni. Stjarnan hefur komið á óvart undanfarin ár og sigraði m.a. KR í úrslitum bikarkeppninnar veturinn 2008-2009. Það er eini titill félagsins fram til þessa og var Teitur Örlygsson þjálfari liðsins líkt og núna. Stemningin sem var til staðar í DHL höll KR-inga í oddaleiknum í undanúrslitunum s.l. fimmtudag var alls ekki til staðar í gær. Áhorfendur voru mun færri og hitastigið í húsinu var ekki eins hátt. Fannar Ólafsson fyrirliði KR var til taks á hliðarlínunni en hann glímir við lítilsháttar meiðsli í kálfa sem hann varð fyrir í oddaleiknum gegn Keflavík s.l. fimmtudag. Hreggviður Magnússon byrjaði gríðarlega vel í liði KR og skoraði alls 10 stig í fyrsta leikhluta en það var mikið skorað strax í upphafi. Hreggviður nýtti öll skotin sem hann tók í fyrsta leikluta. Brynjar Þór Björnsson fór einnig vel af stað í liði KR en hann skoraði alls 7 stig en Brynjar var allt í öllu í sóknarleik KR gegn Keflavík í oddaleiknum s.l. fimmtudag. KR-ingar komust í 21-9 en Stjörnumenn svöruðu fyrir sig og náðu að minnka muninn í 2 stig fyrir lok fyrsta leikhluta þar sem staðan var 27-25. Justin Shouse skoraði 11 stig fyrir Stjörnuna í fyrsta leikhluta. Íslendingurinn Jovan Zdravevski í liði Stjörnunnar lenti fljótlega í miklum villuvandræðum líkt og Marvin Valdimarsson. Þeir voru báðir komnir með þrjár villur um miðjan 2. leikhluta. Jovan gerði enn betur og fékk sína fjórðu villu rétt undir lok annars leikhluta. KR-ingar voru líka iðnir við kolann í villunum. Þeir voru búnir að næla sér í 15 slíkar um miðja 2. Leikhluta og þar fóru Hreggviður Magnússon og Íslendingurinn Pavel Ermolinskij. Og að sjálfsögðu var Skarphéðinn Ingason með þrjár villur í liði KR um miðjan fyrri hálfleik – og hann fékk sína fjórðu villu rétt undir lok síðari hálfleiks. Sóknarleikur Stjörnunnar snérist aðallega um þá Shouse og Renato Lindmets en sá síðarnefndi hefur reynst Stjörnumönnum gríðarlegur styrkur. Shouse skoraði alls 16 stig í fyrri hálfleik og Lindmets 15. Staðan var 56-48 í hálfleik. Brynjar Þór Björnsson skoraði alls 17 stig fyrir KR og hann endaði fyrri hálfleikinn með stórkostlegri þriggja stiga körfu rétt áður en leiktíminn rann út. Skömmu áður hafði Shouse skorað laglega þriggja stiga körfu fyrir Stjörnuna og héldu flestir að það hefði verið síðustu stig fyrri hálfleiks. Þriggja stiga nýting KR-inga í fyrri hálfleik var 60% 8 af 13 fóru rétta leið.Teitur Örlygsson þarf að fara yfir margt hjá sínum mönnum eftir 30 stiga tap liðsins gegn KR í kvöldSíðari hálfleikurinn hófst með miklu áhlaupi KR-inga. Þeir skoruðu þriggja stiga körfur á upphafsmínútum leiksins og Stjarnan náði ekki að svara fyrir sig. Munurinn fór upp í 16 stig þegar Teitur Örlygsson tók leikhlék 66-50. Það breytti engu og KR-ingar gengu á lagið og skoruðu nánast þegar þeim sýndist. Varnarleikur Stjörnunnar var lélegur og þeir voru mjög lengi að koma sér úr sókn í vörn. Marvin Valdimarson leikmaður Stjörnunnar fékk sína 5 villu rétt undir lok 3. leikhluta og Skarphéðinn Ingason fór sömu leið hjá KR skömmu síðar. Staðan var 87-66 eftir þriðja leikhluta og eftir það gáfust Stjörnumenn bara upp og skoruðu ekki stig í sjö mínútur í fjórða leikhluta. Eftirleikurinn var formsatriði. KR-Stjarnan 108-78 (27-25, 29-23, 31-18, 21-12) KR: Brynjar Þór Björnsson 28/4 fráköst, Marcus Walker 23, Hreggviður Magnússon 16/5 fráköst, Finnur Atli Magnússon 10/4 fráköst/4 varin skot, Pavel Ermolinskij 10/9 fráköst/7 stoðsendingar, Ágúst Angantýsson 6/8 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 6/8 fráköst, Martin Hermannsson 3, Ólafur Már Ægisson 3, Skarphéðinn Freyr Ingason 3, Fannar Ólafsson 0, Páll Fannar Helgason 0. Stjarnan: Justin Shouse 19/6 stoðsendingar, Renato Lindmets 18/7 fráköst, Guðjón Lárusson 12/8 fráköst, Jovan Zdravevski 11/4 fráköst, Daníel G. Guðmundsson 5/4 fráköst, Kjartan Atli Kjartansson 4, Fannar Freyr Helgason 4/4 fráköst, Dagur Kár Jónsson 3, Ólafur Aron Ingvason 2, Marvin Valdimarsson 0, Magnús Guðmundsson 0, Christopher Sófus Cannon 0. Dómarar: Kristinn Óskarsson, Jón Guðmundsson Dominos-deild karla Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Sjá meira
KR-ingar sýndu styrk sinn gegn Stjörnunni í fyrsta leiknum í úrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik í kvöld. Stjarnan náði að hanga með KR-ingum í fyrri hálfleik en síðari hálfleik settu KR-ingar allt í gang og keyrðu hreinlega yfir lið Stjörnunnar. Lokatölur 108-78 og staðan er 1-0 fyrir KR en þrjá sigra þarf til þess að vinna þetta einvígi. Næsti leikur fer fram á fimmtudaginn á heimavelli Stjörnunnar. Það er ólík saga þeirra liða sem mætast í úrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik þetta árið. KR, sem hefur unnið Íslandsmótið 11 sinunm í sögunni og síðast árið 2009, er félag sem er hokið af reynslu á þessu sviði. Lið Stjörnunnar er að stíga inn í lokaúrslit Iceland Express deildarinnar í fyrsta sinn í sögunni. Stjarnan hefur komið á óvart undanfarin ár og sigraði m.a. KR í úrslitum bikarkeppninnar veturinn 2008-2009. Það er eini titill félagsins fram til þessa og var Teitur Örlygsson þjálfari liðsins líkt og núna. Stemningin sem var til staðar í DHL höll KR-inga í oddaleiknum í undanúrslitunum s.l. fimmtudag var alls ekki til staðar í gær. Áhorfendur voru mun færri og hitastigið í húsinu var ekki eins hátt. Fannar Ólafsson fyrirliði KR var til taks á hliðarlínunni en hann glímir við lítilsháttar meiðsli í kálfa sem hann varð fyrir í oddaleiknum gegn Keflavík s.l. fimmtudag. Hreggviður Magnússon byrjaði gríðarlega vel í liði KR og skoraði alls 10 stig í fyrsta leikhluta en það var mikið skorað strax í upphafi. Hreggviður nýtti öll skotin sem hann tók í fyrsta leikluta. Brynjar Þór Björnsson fór einnig vel af stað í liði KR en hann skoraði alls 7 stig en Brynjar var allt í öllu í sóknarleik KR gegn Keflavík í oddaleiknum s.l. fimmtudag. KR-ingar komust í 21-9 en Stjörnumenn svöruðu fyrir sig og náðu að minnka muninn í 2 stig fyrir lok fyrsta leikhluta þar sem staðan var 27-25. Justin Shouse skoraði 11 stig fyrir Stjörnuna í fyrsta leikhluta. Íslendingurinn Jovan Zdravevski í liði Stjörnunnar lenti fljótlega í miklum villuvandræðum líkt og Marvin Valdimarsson. Þeir voru báðir komnir með þrjár villur um miðjan 2. leikhluta. Jovan gerði enn betur og fékk sína fjórðu villu rétt undir lok annars leikhluta. KR-ingar voru líka iðnir við kolann í villunum. Þeir voru búnir að næla sér í 15 slíkar um miðja 2. Leikhluta og þar fóru Hreggviður Magnússon og Íslendingurinn Pavel Ermolinskij. Og að sjálfsögðu var Skarphéðinn Ingason með þrjár villur í liði KR um miðjan fyrri hálfleik – og hann fékk sína fjórðu villu rétt undir lok síðari hálfleiks. Sóknarleikur Stjörnunnar snérist aðallega um þá Shouse og Renato Lindmets en sá síðarnefndi hefur reynst Stjörnumönnum gríðarlegur styrkur. Shouse skoraði alls 16 stig í fyrri hálfleik og Lindmets 15. Staðan var 56-48 í hálfleik. Brynjar Þór Björnsson skoraði alls 17 stig fyrir KR og hann endaði fyrri hálfleikinn með stórkostlegri þriggja stiga körfu rétt áður en leiktíminn rann út. Skömmu áður hafði Shouse skorað laglega þriggja stiga körfu fyrir Stjörnuna og héldu flestir að það hefði verið síðustu stig fyrri hálfleiks. Þriggja stiga nýting KR-inga í fyrri hálfleik var 60% 8 af 13 fóru rétta leið.Teitur Örlygsson þarf að fara yfir margt hjá sínum mönnum eftir 30 stiga tap liðsins gegn KR í kvöldSíðari hálfleikurinn hófst með miklu áhlaupi KR-inga. Þeir skoruðu þriggja stiga körfur á upphafsmínútum leiksins og Stjarnan náði ekki að svara fyrir sig. Munurinn fór upp í 16 stig þegar Teitur Örlygsson tók leikhlék 66-50. Það breytti engu og KR-ingar gengu á lagið og skoruðu nánast þegar þeim sýndist. Varnarleikur Stjörnunnar var lélegur og þeir voru mjög lengi að koma sér úr sókn í vörn. Marvin Valdimarson leikmaður Stjörnunnar fékk sína 5 villu rétt undir lok 3. leikhluta og Skarphéðinn Ingason fór sömu leið hjá KR skömmu síðar. Staðan var 87-66 eftir þriðja leikhluta og eftir það gáfust Stjörnumenn bara upp og skoruðu ekki stig í sjö mínútur í fjórða leikhluta. Eftirleikurinn var formsatriði. KR-Stjarnan 108-78 (27-25, 29-23, 31-18, 21-12) KR: Brynjar Þór Björnsson 28/4 fráköst, Marcus Walker 23, Hreggviður Magnússon 16/5 fráköst, Finnur Atli Magnússon 10/4 fráköst/4 varin skot, Pavel Ermolinskij 10/9 fráköst/7 stoðsendingar, Ágúst Angantýsson 6/8 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 6/8 fráköst, Martin Hermannsson 3, Ólafur Már Ægisson 3, Skarphéðinn Freyr Ingason 3, Fannar Ólafsson 0, Páll Fannar Helgason 0. Stjarnan: Justin Shouse 19/6 stoðsendingar, Renato Lindmets 18/7 fráköst, Guðjón Lárusson 12/8 fráköst, Jovan Zdravevski 11/4 fráköst, Daníel G. Guðmundsson 5/4 fráköst, Kjartan Atli Kjartansson 4, Fannar Freyr Helgason 4/4 fráköst, Dagur Kár Jónsson 3, Ólafur Aron Ingvason 2, Marvin Valdimarsson 0, Magnús Guðmundsson 0, Christopher Sófus Cannon 0. Dómarar: Kristinn Óskarsson, Jón Guðmundsson
Dominos-deild karla Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Sjá meira