Teitur: Fór aðeins yfir strikið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. apríl 2011 13:30 Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar. Mynd/Anton Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, viðurkennir að hann hafi farið yfir strikið í gagnrýni sinni á dómara eftir síðasta leik sinna manna gegn KR í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn um körfubolta. KR er komið í 2-1 í rimmunni og getur tryggt sér titilinn í kvöld með sigri í fjórða leik liðanna sem fer fram í Ásgarði í Garðabæ í kvöld. Teitur sagði eftir leikinn á sunnudagskvöldið að dómararnir hefðu dæmt með KR-ingum seinni hálfleiknum og að hver einasta snerting hefði kostað Stjörnumenn villu. „Ég held að ég hafi farið aðeins yfir strikið. Þegar ég horfði á leikinn aftur sá ég að við vorum klaufar í mörgum tilfellum. Það voru ýmis atriði sem komu mér úr jafnvægi og ég má ekki láta það gerast, frekar en leikmenn liðsins,“ sagði Teitur við Vísi í kvöld. „Þegar reiðin rann af manni þá sér maður þetta í öðru ljósi.“ „Ég treysti dómurunum til að sinna sínu starfi af sinni bestu getu,“ bætti Teitur við. Hann segir að leikur kvöldsins leggist vel í sig og að ekkert sé tapað fyrirfram. Stjörnumenn ætli sér að knýja fram oddaleik í einvíginu í kvöld. Líklegt er að þeir þurfi þá að stöðva hinn sjóðheita Marcus Walker til þess en hann hefur farið á kostum í úrslitakeppninna. Varnarleikur KR hefur einnig verið hrósað mikið en Teitur segir að Stjörnumenn geti fyrst og fremst sjálfum sér um kennt. „Ég er ekkert sammála öllum um að varnarleikur KR hafi verið það öflugur í þriðja leikhluta,“ sagði Teitur en í þá skoruðu Stjörnumenn aðeins níu stig. „Við fengum margoft galopin skot sem við nýtum vanalega en gerðum ekki í þetta skiptið. Við áttum hreinlega að koamst yfir á þessum kafla en skotin fóru ekkert ofan í.“ „Þá fóru KR að hitta, flestir minna leikmanna komnir með fjórar villur og þá var þetta orðið erfitt.“ „En í kvöld þurfum við að klára allar 40 mínúturnar í leiknum eins og við gerðum í síðasta leik í Ásgarði. Þar líður okkur vel, þetta er körfurnar okkar og við höfum ekki tapað þar síðan í janúar. Við munum gera allt sem við getum til að fá oddaleik.“ „Við erum sífellt að reyna bregðast við Marcus. Við teljum að hann sé að gera gæfumuninn fyrir KR. Þar er hraðinn í þessu liði og við höfum verið að reyna að finna leiðir til að hægja á honum því þegar við náum að stilla upp og spila fimm á móti fimm þá líður okkur mjög vel.“ „Hingað til hafa þeir þó verið að skora 50-60 stig úr hraðaupphlaupum með því að fá lay-up, vítaskot eða opin þriggja stigaskot og allt innan fimm sekúndna. Við viljum láta þetta snúast um fimm á fimm körfubolta þar sem við erum miklu betri. Ef það tekst verðum við í góðum málum.“ „Við þurfum að mæta þeim af hörku strax frá fyrstu mínútu og láta þá hafa fyrir hlutunum - og trúa síðan því sem við gerum vel hinum megin.“ Dominos-deild karla Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Fleiri fréttir Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi Sjá meira
Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, viðurkennir að hann hafi farið yfir strikið í gagnrýni sinni á dómara eftir síðasta leik sinna manna gegn KR í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn um körfubolta. KR er komið í 2-1 í rimmunni og getur tryggt sér titilinn í kvöld með sigri í fjórða leik liðanna sem fer fram í Ásgarði í Garðabæ í kvöld. Teitur sagði eftir leikinn á sunnudagskvöldið að dómararnir hefðu dæmt með KR-ingum seinni hálfleiknum og að hver einasta snerting hefði kostað Stjörnumenn villu. „Ég held að ég hafi farið aðeins yfir strikið. Þegar ég horfði á leikinn aftur sá ég að við vorum klaufar í mörgum tilfellum. Það voru ýmis atriði sem komu mér úr jafnvægi og ég má ekki láta það gerast, frekar en leikmenn liðsins,“ sagði Teitur við Vísi í kvöld. „Þegar reiðin rann af manni þá sér maður þetta í öðru ljósi.“ „Ég treysti dómurunum til að sinna sínu starfi af sinni bestu getu,“ bætti Teitur við. Hann segir að leikur kvöldsins leggist vel í sig og að ekkert sé tapað fyrirfram. Stjörnumenn ætli sér að knýja fram oddaleik í einvíginu í kvöld. Líklegt er að þeir þurfi þá að stöðva hinn sjóðheita Marcus Walker til þess en hann hefur farið á kostum í úrslitakeppninna. Varnarleikur KR hefur einnig verið hrósað mikið en Teitur segir að Stjörnumenn geti fyrst og fremst sjálfum sér um kennt. „Ég er ekkert sammála öllum um að varnarleikur KR hafi verið það öflugur í þriðja leikhluta,“ sagði Teitur en í þá skoruðu Stjörnumenn aðeins níu stig. „Við fengum margoft galopin skot sem við nýtum vanalega en gerðum ekki í þetta skiptið. Við áttum hreinlega að koamst yfir á þessum kafla en skotin fóru ekkert ofan í.“ „Þá fóru KR að hitta, flestir minna leikmanna komnir með fjórar villur og þá var þetta orðið erfitt.“ „En í kvöld þurfum við að klára allar 40 mínúturnar í leiknum eins og við gerðum í síðasta leik í Ásgarði. Þar líður okkur vel, þetta er körfurnar okkar og við höfum ekki tapað þar síðan í janúar. Við munum gera allt sem við getum til að fá oddaleik.“ „Við erum sífellt að reyna bregðast við Marcus. Við teljum að hann sé að gera gæfumuninn fyrir KR. Þar er hraðinn í þessu liði og við höfum verið að reyna að finna leiðir til að hægja á honum því þegar við náum að stilla upp og spila fimm á móti fimm þá líður okkur mjög vel.“ „Hingað til hafa þeir þó verið að skora 50-60 stig úr hraðaupphlaupum með því að fá lay-up, vítaskot eða opin þriggja stigaskot og allt innan fimm sekúndna. Við viljum láta þetta snúast um fimm á fimm körfubolta þar sem við erum miklu betri. Ef það tekst verðum við í góðum málum.“ „Við þurfum að mæta þeim af hörku strax frá fyrstu mínútu og láta þá hafa fyrir hlutunum - og trúa síðan því sem við gerum vel hinum megin.“
Dominos-deild karla Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Fleiri fréttir Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi Sjá meira