Mickelson sjóðheitur fyrir titilvörnina á Masters Jón Júlíus Karlsson skrifar 3. apríl 2011 15:45 Phil Mickelson lék frábærlega í gær. Nordic Photos/Getty Images Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson var sjóðheitur í gær á Houston Open mótinu sem fram fer á bandarísku PGA-mótaröðinni í Texas. Mickelson er efstur í mótinu ásamt landa sínum Scott Verplank eftir að hafa leikið á 63 höggum í gær eða níu höggum undir pari. Hann jafnaði þar með vallarmetið á Redstone vellinum í Houston. Lokahringurinn í mótinu verður leikinn í dag. Mickelson lék við hvern sinn fingur í gær því hann fékk níu fugla og tapaði ekki höggi. Hann hefur ekki verið að leika vel í ár en virðist nú sýna jákvæða framför fyrir Masters mótið, fyrsta risamót ársins í golfinu, sem hefst á fimmtudag. „Ég vissi að ég væri nálægt mínu besta en hef ekki náð góðu skori að undanförnu. Það skiptir mig miklu máli að ná góðum hring. Ég á möguleika á sigri og það er gott fyrir mig að vera í þessari stöðu fyrir Masters mótið í næstu viku,“ sagði Mickelson. Masters mótið fer fram á hinum sögufræga Augusta National golfvelli í Georgíu-fylki í Bandaríkjunum. Keppt er um að klæðast græna jakkanum í mótslok, einhver eftirsóttust verðlaun golfsins. Masters mótið verður í beinni útsendingu á Stöð2 Sport frá fimmtudegi til sunnudags. Hér má sjá stöðuna í Houston Open mótinu Golf Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson var sjóðheitur í gær á Houston Open mótinu sem fram fer á bandarísku PGA-mótaröðinni í Texas. Mickelson er efstur í mótinu ásamt landa sínum Scott Verplank eftir að hafa leikið á 63 höggum í gær eða níu höggum undir pari. Hann jafnaði þar með vallarmetið á Redstone vellinum í Houston. Lokahringurinn í mótinu verður leikinn í dag. Mickelson lék við hvern sinn fingur í gær því hann fékk níu fugla og tapaði ekki höggi. Hann hefur ekki verið að leika vel í ár en virðist nú sýna jákvæða framför fyrir Masters mótið, fyrsta risamót ársins í golfinu, sem hefst á fimmtudag. „Ég vissi að ég væri nálægt mínu besta en hef ekki náð góðu skori að undanförnu. Það skiptir mig miklu máli að ná góðum hring. Ég á möguleika á sigri og það er gott fyrir mig að vera í þessari stöðu fyrir Masters mótið í næstu viku,“ sagði Mickelson. Masters mótið fer fram á hinum sögufræga Augusta National golfvelli í Georgíu-fylki í Bandaríkjunum. Keppt er um að klæðast græna jakkanum í mótslok, einhver eftirsóttust verðlaun golfsins. Masters mótið verður í beinni útsendingu á Stöð2 Sport frá fimmtudegi til sunnudags. Hér má sjá stöðuna í Houston Open mótinu
Golf Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira