Umfjöllun: Sannfærandi hjá KR sem er komið í 2-0 Óskar Ófeigur Jónsson í Sláturhúsinu skrifar 30. mars 2011 20:58 Marcus Walker skoraði 31 stig í kvöld, KR-ingar eru einum sigurleik frá úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn eftir sannfærandi 18 stiga sigur á Keflavík, 87-105, í Toyota-höllinni í kvöld. KR varð þar með fyrsta liðið til að vinna Keflvíkinga á heimavelli á árinu 2011. KR-ingar gáfu tóninn með frábærri byrjun og virtustu alltaf eiga svör þegar Keflavíkurliðið reyndi að koma sér inn í leikinn aftur. Bakvarðarsveitin Marcus Walker, Pavel Ermolinskij og Brynjar Þór Björnsson áttu allir stjörnuleik og KR-ingar virtust bara vera númeri of stórir fyrir Keflavíkurliðið í kvöld. Marcus Walker var með 31 stig hjá KR, Pavel Ermolinskij bætti við 17 stigum, 15 fráköstum og 8 stoðsendingum og Brynjar Þór Björnsson var með 17 stig. Sigurður Gunnar Þorsteinsson var með 21 stig og 13 fráköst hjá Keflavík og Thomas Sanders skoraði 16 stig. KR-ingar byrjuðu af miklum krafti, komust í 7-0 á innan við mínútu og voru 14-7 yfir þegar tæpar þrjár mínútur voru liðnar. Keflvíkingar náðu að minnka muninn í 14-13 með því að skora þrjár körfur á rúmum 50 sekúndum og leikurinn hélst jafn þar til að KR-ingar rifu sig aftur frá heimmönnum og voru 34-28 yfir eftir fyrsta leikhlutann ekki síst fyrir góðan leik Brynjars Þórs Björnssonar sem skoraði sex stig á lokakafla leikhlutans. Thomas Sanders byrjaði annan leikhluta af miklum krafti og sjö stig frá honum á fyrstu 3 mínútum hans var lykillinn að Keflavík komst yfir í fyrsta sinn í leiknum, 37-36. Marcus Walker var hinsvegar maðurinn á bak við að KR sleit sig frá Keflavík á ný þegar hann skoraði átta stig á innan við mínútu í miðjum 10-0 spretti sem kom KR-liðinu í 50-40. KR-ingar voru síðan með 54-45 forskot í hálfleik. Marcus Walker er ekki bara maður seinni hálfleiksins því hann var kominn með 20 stig í hálfleik eftir að hafa skorað samtals 22 stig í fyrri hálfleik hinna þriggja leikja liðsins. Bakvarðarsveit KR-liðsins lék líka við hvern sinn fingur á meðan stóru strákarnir í KR-liðinu voru aðallega í því að koma sér í villuvandræði. Auk 20 stiga frá Marcus var Brynjar Þór Björnsson með 11 stig og Pavel Ermolinskij skoraði 9 stig, tók 9 fráköst og stal 4 boltum. Þeir voru allir duglegir að keyra upp hraðann og skoruðu mörg stiganna á óuppstillta vörn Keflavíkurliðsins. Marcus Walker byrjaði seinni hálfleikinn á því að koma KR ellefu stigum yfir en síðan skoraði KR-liðið ekki nema tvö stig á næstu fjórum og hálfri mínútu. Keflvíkingar komust yfir í 59-58 eftir 10-0 sprett voru KR-ingar fljótir að ná frumkvæðinu aftur. Pavel Ermolinskij stýrði umferðinni, átti fjórar stoðsendingar á síðustu þremur mínútum leikhlutans og KR var 73-70 fyrir síðasta leikhlutann. Keflavík náði að minnka muninn í eitt stig í tvígang í upphafi seinni hálfleiks en þá setti Skarphéðinn Ingason niður tvo þrista með stuttu millibili og KR-liðið var aftur komið tíu stigum yfir, 90-76. KR-ingar bættu síðan við forystuna í lokin og fögnuðu sannfærandi sigri.Keflavík-KR 87-105 Keflavík: Sigurður Gunnar Þorsteinsson 21/13 fráköst, Thomas Sanders 18, Andrija Ciric 16, Magnús Þór Gunnarsson 8/7 stoðsendingar, Hörður Axel Vilhjálmsson 7/4 fráköst/8 stoðsendingar/6 stolnir, Gunnar Einarsson 6/6 fráköst, Elentínus Margeirsson 5, Jón Nordal Hafsteinsson 4, Þröstur Leó Jóhannsson 2. KR: Marcus Walker 31/8 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 17/4 fráköst, Pavel Ermolinskij 17/15 fráköst/8 stoðsendingar/5 stolnir, Hreggviður Magnússon 10, Fannar Ólafsson 9/6 fráköst, Skarphéðinn Freyr Ingason 8, Finnur Atli Magnússon 6/5 fráköst, Ágúst Angantýsson 4, Jón Orri Kristjánsson 2/7 fráköst, Ólafur Már Ægisson 1. Dominos-deild karla Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Snýr aftur á Álftanes með hunangið Bragi semur við nýliðana Sjá meira
KR-ingar eru einum sigurleik frá úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn eftir sannfærandi 18 stiga sigur á Keflavík, 87-105, í Toyota-höllinni í kvöld. KR varð þar með fyrsta liðið til að vinna Keflvíkinga á heimavelli á árinu 2011. KR-ingar gáfu tóninn með frábærri byrjun og virtustu alltaf eiga svör þegar Keflavíkurliðið reyndi að koma sér inn í leikinn aftur. Bakvarðarsveitin Marcus Walker, Pavel Ermolinskij og Brynjar Þór Björnsson áttu allir stjörnuleik og KR-ingar virtust bara vera númeri of stórir fyrir Keflavíkurliðið í kvöld. Marcus Walker var með 31 stig hjá KR, Pavel Ermolinskij bætti við 17 stigum, 15 fráköstum og 8 stoðsendingum og Brynjar Þór Björnsson var með 17 stig. Sigurður Gunnar Þorsteinsson var með 21 stig og 13 fráköst hjá Keflavík og Thomas Sanders skoraði 16 stig. KR-ingar byrjuðu af miklum krafti, komust í 7-0 á innan við mínútu og voru 14-7 yfir þegar tæpar þrjár mínútur voru liðnar. Keflvíkingar náðu að minnka muninn í 14-13 með því að skora þrjár körfur á rúmum 50 sekúndum og leikurinn hélst jafn þar til að KR-ingar rifu sig aftur frá heimmönnum og voru 34-28 yfir eftir fyrsta leikhlutann ekki síst fyrir góðan leik Brynjars Þórs Björnssonar sem skoraði sex stig á lokakafla leikhlutans. Thomas Sanders byrjaði annan leikhluta af miklum krafti og sjö stig frá honum á fyrstu 3 mínútum hans var lykillinn að Keflavík komst yfir í fyrsta sinn í leiknum, 37-36. Marcus Walker var hinsvegar maðurinn á bak við að KR sleit sig frá Keflavík á ný þegar hann skoraði átta stig á innan við mínútu í miðjum 10-0 spretti sem kom KR-liðinu í 50-40. KR-ingar voru síðan með 54-45 forskot í hálfleik. Marcus Walker er ekki bara maður seinni hálfleiksins því hann var kominn með 20 stig í hálfleik eftir að hafa skorað samtals 22 stig í fyrri hálfleik hinna þriggja leikja liðsins. Bakvarðarsveit KR-liðsins lék líka við hvern sinn fingur á meðan stóru strákarnir í KR-liðinu voru aðallega í því að koma sér í villuvandræði. Auk 20 stiga frá Marcus var Brynjar Þór Björnsson með 11 stig og Pavel Ermolinskij skoraði 9 stig, tók 9 fráköst og stal 4 boltum. Þeir voru allir duglegir að keyra upp hraðann og skoruðu mörg stiganna á óuppstillta vörn Keflavíkurliðsins. Marcus Walker byrjaði seinni hálfleikinn á því að koma KR ellefu stigum yfir en síðan skoraði KR-liðið ekki nema tvö stig á næstu fjórum og hálfri mínútu. Keflvíkingar komust yfir í 59-58 eftir 10-0 sprett voru KR-ingar fljótir að ná frumkvæðinu aftur. Pavel Ermolinskij stýrði umferðinni, átti fjórar stoðsendingar á síðustu þremur mínútum leikhlutans og KR var 73-70 fyrir síðasta leikhlutann. Keflavík náði að minnka muninn í eitt stig í tvígang í upphafi seinni hálfleiks en þá setti Skarphéðinn Ingason niður tvo þrista með stuttu millibili og KR-liðið var aftur komið tíu stigum yfir, 90-76. KR-ingar bættu síðan við forystuna í lokin og fögnuðu sannfærandi sigri.Keflavík-KR 87-105 Keflavík: Sigurður Gunnar Þorsteinsson 21/13 fráköst, Thomas Sanders 18, Andrija Ciric 16, Magnús Þór Gunnarsson 8/7 stoðsendingar, Hörður Axel Vilhjálmsson 7/4 fráköst/8 stoðsendingar/6 stolnir, Gunnar Einarsson 6/6 fráköst, Elentínus Margeirsson 5, Jón Nordal Hafsteinsson 4, Þröstur Leó Jóhannsson 2. KR: Marcus Walker 31/8 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 17/4 fráköst, Pavel Ermolinskij 17/15 fráköst/8 stoðsendingar/5 stolnir, Hreggviður Magnússon 10, Fannar Ólafsson 9/6 fráköst, Skarphéðinn Freyr Ingason 8, Finnur Atli Magnússon 6/5 fráköst, Ágúst Angantýsson 4, Jón Orri Kristjánsson 2/7 fráköst, Ólafur Már Ægisson 1.
Dominos-deild karla Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Snýr aftur á Álftanes með hunangið Bragi semur við nýliðana Sjá meira