Umfjöllun: KR sópaði Njarðvík í frí Stefán Árni Pálsson í Njarðvík skrifar 20. mars 2011 21:05 Pavel var magnaður í liði KR í kvöld. KR vann öruggan sigur á Njarðvík, 80-96, í 8-liða úrslitum Iceland Express deild karla í Ljónagryfjunni í kvöld og vann því einvígið 2-0. Gestirnir léku vel nánast allan leikinn og hleyptu Njarðvíkingum lítið í takt við leikinn. Eitt af stóreinvígum 8-liða úrslitana í Iceland-Express deild karla er án efa milli Njarðvíkinga og KR-inga. Ljónagryfjan í Njarðvík var orðin full tuttugu mínútum fyrir leik og mikil stemmning var í kofanum. KR-ingar unnu fyrri leikinn í DHL-höllinni og því voru heimamenn alveg upp við vegg. Liðin mættust síðast í Njarðvík ekki alls fyrir löngu og þá unnu KR-ingar öruggan sigur, en síðan þá hafa Njarðvíkingar styrkt lið sitt til muna með frábærum leikstjórnanda, Giordan Watson, og einnig hefur Brenton Birmingham tekið fram skóna á ný. Mikið jafnræði var með liðunum til að byrja með og skiptust þau á að hafa forystu. Fannar Ólafsson, leikmaður KR, var komin með þrjár villur eftir aðeins tveggja mínútna leik og fór því strax á bekkinn. Gríðarleg barátta var í leikmönnum beggja liða og ekki leið langur tími þar til að sjá fór á mönnum. Fyrsti leikhluti hélt áfram að vera gríðarlega jafn en gestirnir náðu aftur á móti að setja niður þriggja stiga körfu þegar aðeins ein sekúnda var eftir af leiknum. Staðan var því 27-31 eftir fyrsta fjórðunginn. KR-ingar byrjuðu annan leikhluta af miklum krafti og náðu 12 stiga forystu þegar fjórðungurinn var hálfnaður. Ólafur Már Ægisson og Brynjar Þór Björnsson, leikmenn KR, voru sjóðandi heitir fyrir utan þriggja stiga línuna. Njarðvíkingar hrukku þá í gang og náðu á örskömmum tíma að jafna leikinn, 47-47, en Giordan Watson, leikmaður Njarðvíkinga, fór mikinn á þeim kafla og gestirnir réðu hreinlega ekkert við hann. KR-ingar bættu við fjórum stigum það sem eftir var af hálfleiknum og því var staðan 47-51 í hálfleik og leikurinn galopinn. Þriðji leikhlutinn var algjör eign KR-inga en heimamenn í Njarðvík fundu sig engan veginn. Marcus Walker lék einkar vel í fjórðungnum og kom með þann neista í KR liðið sem þeim vantaði sárlega. KR-ingar höfðu 15 stiga forystu fyrir loka fjórðunginn og því var brekkan brött fyrir Njarðvíkinga en þeir skoruðu aðeins níu stig í þriðja leikhluta. KR-ingar héldu áfram sínu striki í fjórða leikhlutanum léku virkilega vel. Heimamenn náðu smá áhlaupi að KR-ingum þegar um fjórar mínútur voru eftir af leiknum en þá var munurinn sjö stig. Lengra komust þeir aftur á móti ekki og KR sigldi lygnan sjó það sem eftir var af leiknum og sigraði örugglega 80-96.Njarðvík-KR 80-96 (26-31, 20-20, 9-20, 25-25)Njarðvík: Jóhann Árni Ólafsson 19, Giordan Watson 18/6 fráköst/10 stoðsendingar, Melzie Jonathan Moore 18, Nenad Tomasevic 9, Páll Kristinsson 6, Friðrik E. Stefánsson 4/12 fráköst, Guðmundur Jónsson 3, Egill Jónasson 2, Brenton Joe Birmingham 1. KR: Marcus Walker 21, Brynjar Þór Björnsson 20, Pavel Ermolinskij 16/18 fráköst/9 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon 12, Fannar Ólafsson 6/5 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 6/4 fráköst, Ólafur Már Ægisson 6, Skarphéðinn Freyr Ingason 5, Hreggviður Magnússon 4. Dominos-deild karla Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Sjá meira
KR vann öruggan sigur á Njarðvík, 80-96, í 8-liða úrslitum Iceland Express deild karla í Ljónagryfjunni í kvöld og vann því einvígið 2-0. Gestirnir léku vel nánast allan leikinn og hleyptu Njarðvíkingum lítið í takt við leikinn. Eitt af stóreinvígum 8-liða úrslitana í Iceland-Express deild karla er án efa milli Njarðvíkinga og KR-inga. Ljónagryfjan í Njarðvík var orðin full tuttugu mínútum fyrir leik og mikil stemmning var í kofanum. KR-ingar unnu fyrri leikinn í DHL-höllinni og því voru heimamenn alveg upp við vegg. Liðin mættust síðast í Njarðvík ekki alls fyrir löngu og þá unnu KR-ingar öruggan sigur, en síðan þá hafa Njarðvíkingar styrkt lið sitt til muna með frábærum leikstjórnanda, Giordan Watson, og einnig hefur Brenton Birmingham tekið fram skóna á ný. Mikið jafnræði var með liðunum til að byrja með og skiptust þau á að hafa forystu. Fannar Ólafsson, leikmaður KR, var komin með þrjár villur eftir aðeins tveggja mínútna leik og fór því strax á bekkinn. Gríðarleg barátta var í leikmönnum beggja liða og ekki leið langur tími þar til að sjá fór á mönnum. Fyrsti leikhluti hélt áfram að vera gríðarlega jafn en gestirnir náðu aftur á móti að setja niður þriggja stiga körfu þegar aðeins ein sekúnda var eftir af leiknum. Staðan var því 27-31 eftir fyrsta fjórðunginn. KR-ingar byrjuðu annan leikhluta af miklum krafti og náðu 12 stiga forystu þegar fjórðungurinn var hálfnaður. Ólafur Már Ægisson og Brynjar Þór Björnsson, leikmenn KR, voru sjóðandi heitir fyrir utan þriggja stiga línuna. Njarðvíkingar hrukku þá í gang og náðu á örskömmum tíma að jafna leikinn, 47-47, en Giordan Watson, leikmaður Njarðvíkinga, fór mikinn á þeim kafla og gestirnir réðu hreinlega ekkert við hann. KR-ingar bættu við fjórum stigum það sem eftir var af hálfleiknum og því var staðan 47-51 í hálfleik og leikurinn galopinn. Þriðji leikhlutinn var algjör eign KR-inga en heimamenn í Njarðvík fundu sig engan veginn. Marcus Walker lék einkar vel í fjórðungnum og kom með þann neista í KR liðið sem þeim vantaði sárlega. KR-ingar höfðu 15 stiga forystu fyrir loka fjórðunginn og því var brekkan brött fyrir Njarðvíkinga en þeir skoruðu aðeins níu stig í þriðja leikhluta. KR-ingar héldu áfram sínu striki í fjórða leikhlutanum léku virkilega vel. Heimamenn náðu smá áhlaupi að KR-ingum þegar um fjórar mínútur voru eftir af leiknum en þá var munurinn sjö stig. Lengra komust þeir aftur á móti ekki og KR sigldi lygnan sjó það sem eftir var af leiknum og sigraði örugglega 80-96.Njarðvík-KR 80-96 (26-31, 20-20, 9-20, 25-25)Njarðvík: Jóhann Árni Ólafsson 19, Giordan Watson 18/6 fráköst/10 stoðsendingar, Melzie Jonathan Moore 18, Nenad Tomasevic 9, Páll Kristinsson 6, Friðrik E. Stefánsson 4/12 fráköst, Guðmundur Jónsson 3, Egill Jónasson 2, Brenton Joe Birmingham 1. KR: Marcus Walker 21, Brynjar Þór Björnsson 20, Pavel Ermolinskij 16/18 fráköst/9 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon 12, Fannar Ólafsson 6/5 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 6/4 fráköst, Ólafur Már Ægisson 6, Skarphéðinn Freyr Ingason 5, Hreggviður Magnússon 4.
Dominos-deild karla Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Sjá meira