NBA: Lakers vann Phoenix eftir þríframlengdan leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. mars 2011 09:00 Kobe Bryant fagnar í nótt. Mynd/AP Los Angeles Lakers er áfram á góðu skriði í NBA-deildinni í körfubolta en þurfti þrjár framlengingar til þess að landa sigri á móti Phoenix Suns í frábærum leik í nótt. Lakers hefur unnið 13 af 14 leikjum sínum eftir Stjörnuleikinn en Suns-liðið er á góðri leið með því að missa af úrslitakeppninni. Kobe Bryant skoraði 42 stig í 139-137 sigri Lakers en það er það mesta sem hann hefur skorað í einum leik á tímabilinu. Ron Artest var líka mikilvægur í lokin því hann skoraði 5 af 18 stigum sínum á síðustu tveimur mínútunum í síðustu framlengingunni. Lamar Odom var með 29 stig og 16 fráköst og Pau Gasol skoraði 24 stig og tók 13 fráköst. Gasol tryggði Lakers þriðju framlenginguna með því að jafna leikinn á vítalínunni 2,5 sekúndum fyrir lok annarrar framlengingu. Framlög þeirra Odom og Gasol voru mikilvæg ekki síst þar sem Andrew Bynum tók út seinni leikinn í sínu tveggja leikja banni.Mynd/APChanning Frye skoraði 32 stig og tryggði Phoenix aðra framlengingu með því að skora úr þremur vítum þegar aðeins 1,1 sekúnda var eftir. Steve Nash var með 19 stig og 20 stoðsendingar en gat ekki komið í veg fyrir að Phoenix tapaði í fimmta sinn í síðustu sjö leikjum. Marcin Gortat var með 24 stig og 16 fráköst. „Við höfðum þetta að lokum. Ég var samt að vonast að komast heim fyrr enda löngu komið fram yfir minn svefntíma," sagði Phil Jackson, þjálfari Los Angeles Lakers í léttum tón eftir leikinn.Derrick Rose var með 30 stig og 10 stoðsendingar þegar Chicago Bulls vann öruggan 114-81 sigur á Atlanta Hawks. Chicago skoraði 72 stig í fyrri háfleiknum þar af 41 stig í öðrum leikhluta og allt byrjunarliðið sat á bekknum í fjórða leikhlutanum. Luol Deng skoraði 27 stig fyrir Bulls-liðið en liðið er búið að vinna 10 af síðustu 11 leikjum sínum. Jeff Teague skoraði 17 af 20 stigum sínum í fjórða leikhlutanum en Atlanta kastaði inn hvíta handklæðinu fyrir lokaleikhlutann þegar staðan var orðin 98-60 yfir Chicago og hvildi byrjunarliðið sitt. Josh Smith og Al Horford skoruðu báðir 14 stig.Mynd/APGerald Wallace skoraði 28 stig þegar Portland Trail Blazers vann öruggan 111-76 heimasigur á Washington Wizards. LaMarcus Aldridge skoraði 22 stig í þremur leikhlutum og Nicolas Batum var með 22 sitg og 12 fráköst. Jordan Crawford skorðai 12 stig fyrir Washington sem er búið að tapa sjö útileikjum í röð og hefur aðeins unnið 1 af 32 útileikjum tímabilsins. Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Mynd/APAtlanta Hawks-Chicago Bulls 81-114 Portland Trail Blazers-Washington Wizards 111-76 Los Angeles Lakers-Phoenix Suns 139-137 (þríframlengt) NBA Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Sjá meira
Los Angeles Lakers er áfram á góðu skriði í NBA-deildinni í körfubolta en þurfti þrjár framlengingar til þess að landa sigri á móti Phoenix Suns í frábærum leik í nótt. Lakers hefur unnið 13 af 14 leikjum sínum eftir Stjörnuleikinn en Suns-liðið er á góðri leið með því að missa af úrslitakeppninni. Kobe Bryant skoraði 42 stig í 139-137 sigri Lakers en það er það mesta sem hann hefur skorað í einum leik á tímabilinu. Ron Artest var líka mikilvægur í lokin því hann skoraði 5 af 18 stigum sínum á síðustu tveimur mínútunum í síðustu framlengingunni. Lamar Odom var með 29 stig og 16 fráköst og Pau Gasol skoraði 24 stig og tók 13 fráköst. Gasol tryggði Lakers þriðju framlenginguna með því að jafna leikinn á vítalínunni 2,5 sekúndum fyrir lok annarrar framlengingu. Framlög þeirra Odom og Gasol voru mikilvæg ekki síst þar sem Andrew Bynum tók út seinni leikinn í sínu tveggja leikja banni.Mynd/APChanning Frye skoraði 32 stig og tryggði Phoenix aðra framlengingu með því að skora úr þremur vítum þegar aðeins 1,1 sekúnda var eftir. Steve Nash var með 19 stig og 20 stoðsendingar en gat ekki komið í veg fyrir að Phoenix tapaði í fimmta sinn í síðustu sjö leikjum. Marcin Gortat var með 24 stig og 16 fráköst. „Við höfðum þetta að lokum. Ég var samt að vonast að komast heim fyrr enda löngu komið fram yfir minn svefntíma," sagði Phil Jackson, þjálfari Los Angeles Lakers í léttum tón eftir leikinn.Derrick Rose var með 30 stig og 10 stoðsendingar þegar Chicago Bulls vann öruggan 114-81 sigur á Atlanta Hawks. Chicago skoraði 72 stig í fyrri háfleiknum þar af 41 stig í öðrum leikhluta og allt byrjunarliðið sat á bekknum í fjórða leikhlutanum. Luol Deng skoraði 27 stig fyrir Bulls-liðið en liðið er búið að vinna 10 af síðustu 11 leikjum sínum. Jeff Teague skoraði 17 af 20 stigum sínum í fjórða leikhlutanum en Atlanta kastaði inn hvíta handklæðinu fyrir lokaleikhlutann þegar staðan var orðin 98-60 yfir Chicago og hvildi byrjunarliðið sitt. Josh Smith og Al Horford skoruðu báðir 14 stig.Mynd/APGerald Wallace skoraði 28 stig þegar Portland Trail Blazers vann öruggan 111-76 heimasigur á Washington Wizards. LaMarcus Aldridge skoraði 22 stig í þremur leikhlutum og Nicolas Batum var með 22 sitg og 12 fráköst. Jordan Crawford skorðai 12 stig fyrir Washington sem er búið að tapa sjö útileikjum í röð og hefur aðeins unnið 1 af 32 útileikjum tímabilsins. Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Mynd/APAtlanta Hawks-Chicago Bulls 81-114 Portland Trail Blazers-Washington Wizards 111-76 Los Angeles Lakers-Phoenix Suns 139-137 (þríframlengt)
NBA Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Sjá meira