Jón Ólafur: Ég held að það sé ekkert gaman að dekka okkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2011 20:15 Jón Ólafur Jónsson og Pálmi Freyr Sigurgeirsson. Mynd/ÓskarÓ Jón Ólafur Jónsson var í dag valinn besti leikmaður umferða 12 til 22 í Iceland Express deildar karla. Hann hefur verið lykilmaður í deildarmeistaraliði Snæfells og var með 20,6 stig og 10.1 frákast að meðaltali í leik í seinni hlutanum. "Þetta er búið að mjög gott tímabil. Ég væri að ljúga ef ég segði að ég væri ekki ánægður með þetta tímabil. Þetta var kannski ekki það sem fólk var búið að gera ráð fyrir en við trúðum því statt og stöðugt að við gætum þetta," sagði Jón Ólafur. Snæfellsliðið hefur náð að fylgja eftir Íslandsmeistaratitlinum með góðum árangri í vetur þrátt fyrir að missa öfluga leikmenn. "Við misstum tvo sterka leikmenn í Hlyn og Sigga. Aðrir leikmenn hafa bara bætt sinn leik og svo höfum við fengið inn Ryan sem hefur verið mjög góður hjá okkur í vetur. Svo fengum við Serbann Zeljko inni seinni partinn sem er reynslumikill, duglegur og góður leikmaður," segir Jón Ólafur. Jón Ólafur hefur bætti sinn leik mikið alveg eins og félagi Hans Pálmi Freyr Sigurgeirsson. Jón Ólafur hefur hækkað framlag sitt um 6,9 framlagsstig milli tímabili og Pálmi hefur farið upp um 11,8 stig. Báðir hafa þeir hækkað sig í stigum, fráköstum og stoðsendingum. "Ingi sagði það ekki beint við okkur Pálma að við þurftum að gera meira en það var meira þannig að ég þurfti ekki að leggja saman tvo og tvo til að fatta það að maður þurfti að stíga upp fyrir næsta tímabil til þess að halda okkur í hópi sterkustu liðanna. Við gátum ekki endalaust verið að bæta við okkur útlendingum," sagði Jón Ólafur í léttum tón. Snæfell mætir Haukum í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar og er fyrsti leikur liðanna í Hólminum á föstudaginn. "Úrslitakeppnin er alltaf skemmtileg. Það er talað um að eina örugga serían sé á milli okkar og Hauka sem sumum finnst ekki spennandi. Ef við ætlum að hugsa eitthvað svoleiðis og láta það fara inn í hausinn á okkur þá eiga þeir eftir að nýta sér það," segir Jón Ólafur.Jón Ólafur í leik á móti Stjörnunni.Mynd/Valli"Sóknin hjá okkur er oft á tíðum búin að vera mjög góð í vetur og við erum með svo mörg vopn. Það er erfitt að stoppa okkur þegar við erum að spila saman óeigingjarnt og það er flæði í leiknum okkar. Ég held að það sé ekkert gaman að dekka okkur þegar menn eins og Sean, Pálmi og jafnvel Ryan eru að hitta vel eins og þeir eiga til að gera," segir Jón Ólafur sem er oftar en ekki í hópi þeirra fyrrnefndu þegar leikmenn Snæfells fara að hitta allstaðar af á vellinum. "Nú þurfum við að fara að rífa vörnina upp. Í fyrra vorum við mjög sterkir varnarlega en núna hefur ekki borið eins mikið á því. Það er oft þannig að þegar lið eru góð sóknarlega þá fær vörnin aðeins að gjalda fyrir það. Ef við ætlum að fara alla leið þá þurfum við að rífa varnarleikinn svolítið upp og við erum að vinna í því. Við höfum alla burði til þess að vera gott varnarlið líka," segir Jón Ólafur. Hann segir að stærsti hluti liðsins hafi tekið þátt í að landa fyrsta Íslandsmeistaratitli félagsins í fyrra og að löngunin í hópnum sé mjög mikill. "Menn kunna þetta alveg og vita hvað þeir þurfa að gera. Þetta er spurning um baráttu og vilja þetta nógu mikið. Við ættum líka að vita hversu gaman þetta er. Við fengum að kynnast þessi í fyrra og sú tilfinning sem varaði út allt sumarið var sælutilfinning sem manni langar endilega að finna aftur," segir Jón Ólafur. Dominos-deild karla Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Aserbaísjan - Ísland | Strákarnir okkar verða að sækja sigur í Bakú Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Fleiri fréttir ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Sjá meira
Jón Ólafur Jónsson var í dag valinn besti leikmaður umferða 12 til 22 í Iceland Express deildar karla. Hann hefur verið lykilmaður í deildarmeistaraliði Snæfells og var með 20,6 stig og 10.1 frákast að meðaltali í leik í seinni hlutanum. "Þetta er búið að mjög gott tímabil. Ég væri að ljúga ef ég segði að ég væri ekki ánægður með þetta tímabil. Þetta var kannski ekki það sem fólk var búið að gera ráð fyrir en við trúðum því statt og stöðugt að við gætum þetta," sagði Jón Ólafur. Snæfellsliðið hefur náð að fylgja eftir Íslandsmeistaratitlinum með góðum árangri í vetur þrátt fyrir að missa öfluga leikmenn. "Við misstum tvo sterka leikmenn í Hlyn og Sigga. Aðrir leikmenn hafa bara bætt sinn leik og svo höfum við fengið inn Ryan sem hefur verið mjög góður hjá okkur í vetur. Svo fengum við Serbann Zeljko inni seinni partinn sem er reynslumikill, duglegur og góður leikmaður," segir Jón Ólafur. Jón Ólafur hefur bætti sinn leik mikið alveg eins og félagi Hans Pálmi Freyr Sigurgeirsson. Jón Ólafur hefur hækkað framlag sitt um 6,9 framlagsstig milli tímabili og Pálmi hefur farið upp um 11,8 stig. Báðir hafa þeir hækkað sig í stigum, fráköstum og stoðsendingum. "Ingi sagði það ekki beint við okkur Pálma að við þurftum að gera meira en það var meira þannig að ég þurfti ekki að leggja saman tvo og tvo til að fatta það að maður þurfti að stíga upp fyrir næsta tímabil til þess að halda okkur í hópi sterkustu liðanna. Við gátum ekki endalaust verið að bæta við okkur útlendingum," sagði Jón Ólafur í léttum tón. Snæfell mætir Haukum í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar og er fyrsti leikur liðanna í Hólminum á föstudaginn. "Úrslitakeppnin er alltaf skemmtileg. Það er talað um að eina örugga serían sé á milli okkar og Hauka sem sumum finnst ekki spennandi. Ef við ætlum að hugsa eitthvað svoleiðis og láta það fara inn í hausinn á okkur þá eiga þeir eftir að nýta sér það," segir Jón Ólafur.Jón Ólafur í leik á móti Stjörnunni.Mynd/Valli"Sóknin hjá okkur er oft á tíðum búin að vera mjög góð í vetur og við erum með svo mörg vopn. Það er erfitt að stoppa okkur þegar við erum að spila saman óeigingjarnt og það er flæði í leiknum okkar. Ég held að það sé ekkert gaman að dekka okkur þegar menn eins og Sean, Pálmi og jafnvel Ryan eru að hitta vel eins og þeir eiga til að gera," segir Jón Ólafur sem er oftar en ekki í hópi þeirra fyrrnefndu þegar leikmenn Snæfells fara að hitta allstaðar af á vellinum. "Nú þurfum við að fara að rífa vörnina upp. Í fyrra vorum við mjög sterkir varnarlega en núna hefur ekki borið eins mikið á því. Það er oft þannig að þegar lið eru góð sóknarlega þá fær vörnin aðeins að gjalda fyrir það. Ef við ætlum að fara alla leið þá þurfum við að rífa varnarleikinn svolítið upp og við erum að vinna í því. Við höfum alla burði til þess að vera gott varnarlið líka," segir Jón Ólafur. Hann segir að stærsti hluti liðsins hafi tekið þátt í að landa fyrsta Íslandsmeistaratitli félagsins í fyrra og að löngunin í hópnum sé mjög mikill. "Menn kunna þetta alveg og vita hvað þeir þurfa að gera. Þetta er spurning um baráttu og vilja þetta nógu mikið. Við ættum líka að vita hversu gaman þetta er. Við fengum að kynnast þessi í fyrra og sú tilfinning sem varaði út allt sumarið var sælutilfinning sem manni langar endilega að finna aftur," segir Jón Ólafur.
Dominos-deild karla Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Aserbaísjan - Ísland | Strákarnir okkar verða að sækja sigur í Bakú Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Fleiri fréttir ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Sjá meira