Inter sló út Bayern eftir ótrúlega endurkomu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2011 19:15 Wesley Sneijder Mynd/AP Inter Milan komst áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir ótrúlegan 3-2 sigur á Bayern München á Allianz Arena í München í kvöld. Bayern fékk fjölda færa til þess að gulltryggja sigur sinn á Evrópumeisturum en Inter-menn gáfust ekki upp og tryggðu sér 3-2 sigur með því að skora tvisvar í seinni hálfleiknum. Liðsmenn Bayern náðu því ekki að hefna fyrir tapið á móti Internazionale í úrslitsleik Meistaradeildarinnar síðasta vor og eru auk þess úr leik í öllum keppnum. Þeir sofna væntanlega seint í kvöld enda fengu þeir fjölda dauðafæra í þessum leik. Samuel Eto'o kom Inter í 1-0 eftir aðeins rúmar þrjár mínútur þegar hann slapp í gegn eftir stungusendingu frá Goran Pandev. Í endursýningunni sást þá að markið átti ekki að standa því Eto'o var rangstæður. Bayern-mönnum tókst hinsvegar að jafna leikinn á 21. mínútu. Líkt og í fyrri leiknum var það Mario Gomez sem var á réttum stað eftir mistök Júlio César í marki Inter. Júlio César missti klaufalega frá sér skot Arjen Robben og Gomez náði frákastinu og lyfti boltanum aftur fyrir sig og í markið. Þetta var áttunda markið mark Gomez í Meistaradeildinni á þessu tímabili. Arjen Robben var einnig maðurinn á bak við það þegar Thomas Müller kom Bayern yfir í 2-1 á 31. mínútu. Müller slapp í gegn eftir sendingu Robben sem fór af varnarmanni og lyfti boltanum snilldarlega yfir Júlio César í markinu. Bayern hefði getað bætt við fleiri mörkum í fyrri hálfleiknum, Júlio César varði frábærlega frá Franck Ribery sem var sloppinn í gegn og Andrea Ranocchia bjargaði síðan naumlega á marklínu eftir að Gomez hafði komið boltanum framhjá Júlio César. Müller pressaði Ranocchia og boltinn fór af honum í stöngina og út í teiginn. Inter-menn gáfustu ekki upp og á meðan Bayern nýtti ekki færin sín þá var enn möguleiki. Hollendingurinn Wesley Sneijder náði að jafna leikinn með þrumuskoti á 63. mínútu eftir að hafa fengið sendingu frá Samuel Eto'o. Það var síðan Goran Pandev sem kom Inter í 3-2 á 88. mínútu með flottu skoti eftir frábæran undirbúning frá Samuel Eto'o sem átti þátt í öllum þremur mörkum Inter. Það virtist fátt benda til þess að Inter væri að fara áfram eftir að liðið slapp inn í hálfleik, 1-2 undir, en í seinni hálfleiknum tókst liðinu að vinna sig inn í leikinn og skora mörkin tvö sem dugðu til að tryggja þeim sætið í átta liða úrslitunum. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Litli Mexíkaninn skaut Manchester United áfram í átta liða úrslitin Manchester United er komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar fimmta árið í röð eftir 2-1 sigur á frönsku meisturunum í Marseille. Það var litli Mexíkaninn Javier Hernández sem skoraði bæði mörk United í leiknum en hann hefur nú skorað sextán mörk á sinni fyrstu leiktíð á Old Trafford. 15. mars 2011 19:00 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjá meira
Inter Milan komst áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir ótrúlegan 3-2 sigur á Bayern München á Allianz Arena í München í kvöld. Bayern fékk fjölda færa til þess að gulltryggja sigur sinn á Evrópumeisturum en Inter-menn gáfust ekki upp og tryggðu sér 3-2 sigur með því að skora tvisvar í seinni hálfleiknum. Liðsmenn Bayern náðu því ekki að hefna fyrir tapið á móti Internazionale í úrslitsleik Meistaradeildarinnar síðasta vor og eru auk þess úr leik í öllum keppnum. Þeir sofna væntanlega seint í kvöld enda fengu þeir fjölda dauðafæra í þessum leik. Samuel Eto'o kom Inter í 1-0 eftir aðeins rúmar þrjár mínútur þegar hann slapp í gegn eftir stungusendingu frá Goran Pandev. Í endursýningunni sást þá að markið átti ekki að standa því Eto'o var rangstæður. Bayern-mönnum tókst hinsvegar að jafna leikinn á 21. mínútu. Líkt og í fyrri leiknum var það Mario Gomez sem var á réttum stað eftir mistök Júlio César í marki Inter. Júlio César missti klaufalega frá sér skot Arjen Robben og Gomez náði frákastinu og lyfti boltanum aftur fyrir sig og í markið. Þetta var áttunda markið mark Gomez í Meistaradeildinni á þessu tímabili. Arjen Robben var einnig maðurinn á bak við það þegar Thomas Müller kom Bayern yfir í 2-1 á 31. mínútu. Müller slapp í gegn eftir sendingu Robben sem fór af varnarmanni og lyfti boltanum snilldarlega yfir Júlio César í markinu. Bayern hefði getað bætt við fleiri mörkum í fyrri hálfleiknum, Júlio César varði frábærlega frá Franck Ribery sem var sloppinn í gegn og Andrea Ranocchia bjargaði síðan naumlega á marklínu eftir að Gomez hafði komið boltanum framhjá Júlio César. Müller pressaði Ranocchia og boltinn fór af honum í stöngina og út í teiginn. Inter-menn gáfustu ekki upp og á meðan Bayern nýtti ekki færin sín þá var enn möguleiki. Hollendingurinn Wesley Sneijder náði að jafna leikinn með þrumuskoti á 63. mínútu eftir að hafa fengið sendingu frá Samuel Eto'o. Það var síðan Goran Pandev sem kom Inter í 3-2 á 88. mínútu með flottu skoti eftir frábæran undirbúning frá Samuel Eto'o sem átti þátt í öllum þremur mörkum Inter. Það virtist fátt benda til þess að Inter væri að fara áfram eftir að liðið slapp inn í hálfleik, 1-2 undir, en í seinni hálfleiknum tókst liðinu að vinna sig inn í leikinn og skora mörkin tvö sem dugðu til að tryggja þeim sætið í átta liða úrslitunum.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Litli Mexíkaninn skaut Manchester United áfram í átta liða úrslitin Manchester United er komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar fimmta árið í röð eftir 2-1 sigur á frönsku meisturunum í Marseille. Það var litli Mexíkaninn Javier Hernández sem skoraði bæði mörk United í leiknum en hann hefur nú skorað sextán mörk á sinni fyrstu leiktíð á Old Trafford. 15. mars 2011 19:00 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjá meira
Litli Mexíkaninn skaut Manchester United áfram í átta liða úrslitin Manchester United er komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar fimmta árið í röð eftir 2-1 sigur á frönsku meisturunum í Marseille. Það var litli Mexíkaninn Javier Hernández sem skoraði bæði mörk United í leiknum en hann hefur nú skorað sextán mörk á sinni fyrstu leiktíð á Old Trafford. 15. mars 2011 19:00