Bestu kylfingar heims verða saman í ráshóp í Miami Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 9. mars 2011 14:10 Tiger Woods verður í ráshóp með Phil Mickelson og Graeme McDowell fyrstu tvo keppnisdagana á heimsmótinu í Miami. AP Forráðamenn PGA mótaraðarinnar í golfi hafa á undanförnum árum forðast það að setja bestu kylfinga heims saman í ráshópa á fyrstu tveimur keppnisdögunum á bandarísku mótaröðinni. Á þessu tímabili hefur PGA breytt um áherslur og spilað út "öllum sínum trompum" á fyrstu tveimur keppnisdögunum. Á heimsmótinu sem hefst á fimmtudaginn í Miami verður gengið enn lengra þar sem að sex efstu kylfingar heimslistans verða saman í tveimur ráshópum. Engin breyting verður á því þegar heimsmótið hefst í Miami á fimmtudag þar sem að Tiger Woods, Phil Mickelson verða saman í ráshóp ásamt Norður-Íranum Graeme McDowell sem er 4. sæti heimslistans. Woods er í fimmta sæti heimslistans og Mickelson er í því sjötta. Þrír efstu kylfingar heimslistans verða saman í ráshóp fyrstu tvo keppnisdagana, Þjóðverjinn Martin Kaymer er efstur á heimslistanum, Lee Westwood frá Englandi er annar í röðinni og landi hans Luke Donald er þriðji. Donald sigraði á síðasta heimsmóti, sem var holukeppni, og fór fram í Arizona fyrir tveimur vikum. Golf Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Forráðamenn PGA mótaraðarinnar í golfi hafa á undanförnum árum forðast það að setja bestu kylfinga heims saman í ráshópa á fyrstu tveimur keppnisdögunum á bandarísku mótaröðinni. Á þessu tímabili hefur PGA breytt um áherslur og spilað út "öllum sínum trompum" á fyrstu tveimur keppnisdögunum. Á heimsmótinu sem hefst á fimmtudaginn í Miami verður gengið enn lengra þar sem að sex efstu kylfingar heimslistans verða saman í tveimur ráshópum. Engin breyting verður á því þegar heimsmótið hefst í Miami á fimmtudag þar sem að Tiger Woods, Phil Mickelson verða saman í ráshóp ásamt Norður-Íranum Graeme McDowell sem er 4. sæti heimslistans. Woods er í fimmta sæti heimslistans og Mickelson er í því sjötta. Þrír efstu kylfingar heimslistans verða saman í ráshóp fyrstu tvo keppnisdagana, Þjóðverjinn Martin Kaymer er efstur á heimslistanum, Lee Westwood frá Englandi er annar í röðinni og landi hans Luke Donald er þriðji. Donald sigraði á síðasta heimsmóti, sem var holukeppni, og fór fram í Arizona fyrir tveimur vikum.
Golf Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira