Fannar: Eini titillinn sem ég á eftir að vinna með KR Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2011 10:00 Fannar Ólafsson, fyrirliði KR. KR og Grindavík spila til úrslita í Poweradebikar karla í Laugardalshöllinni í dag og hefst úrslitaleikur liðanna klukkan 16.00. Fannar Ólafsson, fyrirliði KR, segir að KR-liðið ætli sér að enda 20 ára bið og koma loksins með bikarinn aftur í Vesturbæinn. „Mér lýst mjög vel á þetta enda er alltaf gott að spila í Höllinni. Þetta er það skemmtilegasta sem að maður gerir og ég er að ennþá að standa í þessu til þess að fá að spila svona leiki," segir Fannar. „Þetta er eini titillinn sem ég á eftir að vinna með KR þannig að það er kominn tími á að klára það á laugardaginn(í dag). Við settum skýr markmið fyrir allra augum í september og ætluðum að taka bæði þennan bikar sem og Íslandsmeistaratitilinn. Við náum vonandi fyrsta áfanganum á laugardaginn (í dag)," segir Fannar. KR-liðinu gekk ekki alltof vel fyrir áramót en hefur unnið alla níu leiki sína á árinu 2011. „Ég sagði mönnum að maður vildi ekki vera að toppa í desember því það er betra að vera að gera það um miðjan febrúar heldur en að vera á sínu besta gasi fyrir áramót," segir Fannar og bætir við: „Það tók okkur tíma að hrista saman nýtt lið eins og það gerir alltaf. Það tók menn ákveðinn tíma að finna sína stöðu í liðinu og líka að menn væru sáttir með sitt hlutverk. Núna erum við komnir á þann stall að allir eru farnir að leggja sitt af mörkum innan síns hlutverks. Það skiptir samt engu máli hvernig hefur gengið undanfarin ef við töpum bikarnum. Það skiptir heilmiklu máli að koma rétt stemmdir inn í þennan leik," segir Fannar. „Grindvíkingar eru svakalega sterkir og þeir unnu okkur með tíu eða fimmtán stigum á heimavelli sínum," segir Fannar og hann gefur lítið fyrir taktík Grindvíkinga fyrir úrslitaleikinn. „Við vitum, að þrátt fyrir að þeir séu að reyna að tala sig niður og segja að það sé einhver krísa í þeirra herbúðum, þá er það bara gamalt trikk í bókinni til að reyna að losa sig við pressu," segir Fannar. „Ég horfi á þetta þannig að þarna séu tvö sterk lið að fara að mætast og þetta verður hörkuleikur. Það verður gaman að spila þennan leik. Þeir voru í úrslitaleiknum í fyrra og þekkja þetta. Ég hugsa að þeirra hungur sé ekkert minna en okkar," sagði Fannar að lokum en viðtalið var tekið á blaðamannfundi á fimmtudaginn. Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Fleiri fréttir Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Sjá meira
KR og Grindavík spila til úrslita í Poweradebikar karla í Laugardalshöllinni í dag og hefst úrslitaleikur liðanna klukkan 16.00. Fannar Ólafsson, fyrirliði KR, segir að KR-liðið ætli sér að enda 20 ára bið og koma loksins með bikarinn aftur í Vesturbæinn. „Mér lýst mjög vel á þetta enda er alltaf gott að spila í Höllinni. Þetta er það skemmtilegasta sem að maður gerir og ég er að ennþá að standa í þessu til þess að fá að spila svona leiki," segir Fannar. „Þetta er eini titillinn sem ég á eftir að vinna með KR þannig að það er kominn tími á að klára það á laugardaginn(í dag). Við settum skýr markmið fyrir allra augum í september og ætluðum að taka bæði þennan bikar sem og Íslandsmeistaratitilinn. Við náum vonandi fyrsta áfanganum á laugardaginn (í dag)," segir Fannar. KR-liðinu gekk ekki alltof vel fyrir áramót en hefur unnið alla níu leiki sína á árinu 2011. „Ég sagði mönnum að maður vildi ekki vera að toppa í desember því það er betra að vera að gera það um miðjan febrúar heldur en að vera á sínu besta gasi fyrir áramót," segir Fannar og bætir við: „Það tók okkur tíma að hrista saman nýtt lið eins og það gerir alltaf. Það tók menn ákveðinn tíma að finna sína stöðu í liðinu og líka að menn væru sáttir með sitt hlutverk. Núna erum við komnir á þann stall að allir eru farnir að leggja sitt af mörkum innan síns hlutverks. Það skiptir samt engu máli hvernig hefur gengið undanfarin ef við töpum bikarnum. Það skiptir heilmiklu máli að koma rétt stemmdir inn í þennan leik," segir Fannar. „Grindvíkingar eru svakalega sterkir og þeir unnu okkur með tíu eða fimmtán stigum á heimavelli sínum," segir Fannar og hann gefur lítið fyrir taktík Grindvíkinga fyrir úrslitaleikinn. „Við vitum, að þrátt fyrir að þeir séu að reyna að tala sig niður og segja að það sé einhver krísa í þeirra herbúðum, þá er það bara gamalt trikk í bókinni til að reyna að losa sig við pressu," segir Fannar. „Ég horfi á þetta þannig að þarna séu tvö sterk lið að fara að mætast og þetta verður hörkuleikur. Það verður gaman að spila þennan leik. Þeir voru í úrslitaleiknum í fyrra og þekkja þetta. Ég hugsa að þeirra hungur sé ekkert minna en okkar," sagði Fannar að lokum en viðtalið var tekið á blaðamannfundi á fimmtudaginn.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Fleiri fréttir Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Sjá meira