Hamilton vill frekar stýra bíl en dansa 31. maí 2010 15:17 Nicole Scherzinger fagnar Lewis Hamilton eftir sigurinn í Tyrklandi í gær. Mynd: Getty Images Lewis Hamilton og kærasta hans Nicole Shwarzinger söngkona hafa ýmsu fagnað síðustu vikuna. Hamilton vann Formúlu 1 mótið í Tyrklandi í gær og fyrr í vikunni vann Nicole þetta danskeppni í sjónvarpi í Bandaríkjunum sem kallast "Dancing with the stars". Nicole hefur ekki mætt á Formúlu 1 keppni á þessu ári fyrr en núna, enda hefur hún nóg að gera sem söngkona hljómsveitarinnar Pussycat Dolls. Hamilton hafði skroppið í vikunni til Los Angeles í Bandaríkjunum til að sjá kærustuna dansa í undanúrslitum sjónvarpsþáttarins. "Ég ætla að læra að dansa fljótlega. Derek Hough (dansfélagi Nicole) er búinn að bjóða mér leiðsögn, en ég er búinn að segja honum að ég kjósi heldur kennslu frá systur hans, sem er fallegri. En Nicole getur kennt mér núna", sagði Hamilton glaður í bragði eftir sigurinn um helgina. Frétt um málið var á autosport.com. "Ég sá Nicole í undanúrslitunum, en sá hana ekki sigra. En ég sá hana dansa magnaðan tangó og pressan var mikil. Þetta var alveg ótrúleg upplifun. Fólk stóð upp og klappaði og ég var stoltur. Það er gott að geta staðið við bakið á kærustunni og fylgjast með velgengninni." Sjálfur segist Hamilton ætla að halda sig við stýrið. "Ég sá hvað þetta var erfitt fyrir Nicole og tímafrekt. Ég gæti þetta aldrei. Ég læra dansaranna um dansinn og held áfram að keyra", sagði Hamilton. Hann svaraði þessu aðspurður um hvort hann ætlaði að taka þátt í danskeppninni í ljósi þess að annar ökumaður gerði það gott á sviðinu í Los Angeles. Sjá má frammistöðu Scherzinger hér, þar sem Hamilton kemur þar við sögu. Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Lewis Hamilton og kærasta hans Nicole Shwarzinger söngkona hafa ýmsu fagnað síðustu vikuna. Hamilton vann Formúlu 1 mótið í Tyrklandi í gær og fyrr í vikunni vann Nicole þetta danskeppni í sjónvarpi í Bandaríkjunum sem kallast "Dancing with the stars". Nicole hefur ekki mætt á Formúlu 1 keppni á þessu ári fyrr en núna, enda hefur hún nóg að gera sem söngkona hljómsveitarinnar Pussycat Dolls. Hamilton hafði skroppið í vikunni til Los Angeles í Bandaríkjunum til að sjá kærustuna dansa í undanúrslitum sjónvarpsþáttarins. "Ég ætla að læra að dansa fljótlega. Derek Hough (dansfélagi Nicole) er búinn að bjóða mér leiðsögn, en ég er búinn að segja honum að ég kjósi heldur kennslu frá systur hans, sem er fallegri. En Nicole getur kennt mér núna", sagði Hamilton glaður í bragði eftir sigurinn um helgina. Frétt um málið var á autosport.com. "Ég sá Nicole í undanúrslitunum, en sá hana ekki sigra. En ég sá hana dansa magnaðan tangó og pressan var mikil. Þetta var alveg ótrúleg upplifun. Fólk stóð upp og klappaði og ég var stoltur. Það er gott að geta staðið við bakið á kærustunni og fylgjast með velgengninni." Sjálfur segist Hamilton ætla að halda sig við stýrið. "Ég sá hvað þetta var erfitt fyrir Nicole og tímafrekt. Ég gæti þetta aldrei. Ég læra dansaranna um dansinn og held áfram að keyra", sagði Hamilton. Hann svaraði þessu aðspurður um hvort hann ætlaði að taka þátt í danskeppninni í ljósi þess að annar ökumaður gerði það gott á sviðinu í Los Angeles. Sjá má frammistöðu Scherzinger hér, þar sem Hamilton kemur þar við sögu.
Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira