Baráttan hefst fyrir alvöru á Spáni 26. apríl 2010 12:54 Fernando Alonso er bjartsæynn á gott gengi á árinu með Ferrari. Mynd: Getty Images Spánverjinn Fernando Alonso verður á heimavelli í næsta Formúlu 1 móti sem verður á Barcelona brautinni á Spáni um aðra helgi. Hann segir titilslaginn hefjast fyrir alvöru í fyrsta mótinu í Evrópu. "Það er í raun í Evrópu sem titilslagurinn hefst fyrir alvöru. Það sést hverjir munu berjast um titilinn", sagði Alonso í spjalli við autosport.com í dag. "Fyrstu mótin eru oftast með síbreytilegu veðri og svo kemur raunstaða manna í ljóst í Evrópu og hver getur þróað bílanna hraðast. Það er byrjun á skemmtilegri baráttu." Alonso segir að það sé alltaf svekkjandi að ná ekki tilsettum stigum á kappakstursdag, en hann segir að fyrstu fjögur mótin hafi verið jákvæð fyrir hann. "Ég er í þriðja sæti í stigamótinu og ekki langt á eftir forystumanninum (Jenson Button) og tel að staðan sé góð. Ég er hjá afburðarliði og ég á raunverulegan möguleika á að slást um meistaratitilinn. Það er nokkuð sem var ekki inn í myndinni í fyrra. Ég er fullur eldmóðs á ný og finn að ég á möguleika á sigri í mótum og titilslagnum. Í fyrra var Ferrari langt á eftir keppinautunum, en staðan er betri núna." Alonso segir þetta, þrátt fyrir að hafa lent í vélarbilun í lokin í mótinu í Malasíu á dögunum. Button er með 60 stig í stigamóti ökumanna, Nico Rosberg er með 50 og Fernando Alonso og Sebastian Vettel eru báðir með 49. "Við höfum ekki náð að landa öllum þeim stigum sem við höfðum viljað, en tel að við verðum með góðan bíl í Barcelona. Við höfum fundið út afhverju við vorum í vélarvandræðum og reynum að vera með 100% áreiðanlegar vélar hér eftir", sagði Alonso. Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Handbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Spánverjinn Fernando Alonso verður á heimavelli í næsta Formúlu 1 móti sem verður á Barcelona brautinni á Spáni um aðra helgi. Hann segir titilslaginn hefjast fyrir alvöru í fyrsta mótinu í Evrópu. "Það er í raun í Evrópu sem titilslagurinn hefst fyrir alvöru. Það sést hverjir munu berjast um titilinn", sagði Alonso í spjalli við autosport.com í dag. "Fyrstu mótin eru oftast með síbreytilegu veðri og svo kemur raunstaða manna í ljóst í Evrópu og hver getur þróað bílanna hraðast. Það er byrjun á skemmtilegri baráttu." Alonso segir að það sé alltaf svekkjandi að ná ekki tilsettum stigum á kappakstursdag, en hann segir að fyrstu fjögur mótin hafi verið jákvæð fyrir hann. "Ég er í þriðja sæti í stigamótinu og ekki langt á eftir forystumanninum (Jenson Button) og tel að staðan sé góð. Ég er hjá afburðarliði og ég á raunverulegan möguleika á að slást um meistaratitilinn. Það er nokkuð sem var ekki inn í myndinni í fyrra. Ég er fullur eldmóðs á ný og finn að ég á möguleika á sigri í mótum og titilslagnum. Í fyrra var Ferrari langt á eftir keppinautunum, en staðan er betri núna." Alonso segir þetta, þrátt fyrir að hafa lent í vélarbilun í lokin í mótinu í Malasíu á dögunum. Button er með 60 stig í stigamóti ökumanna, Nico Rosberg er með 50 og Fernando Alonso og Sebastian Vettel eru báðir með 49. "Við höfum ekki náð að landa öllum þeim stigum sem við höfðum viljað, en tel að við verðum með góðan bíl í Barcelona. Við höfum fundið út afhverju við vorum í vélarvandræðum og reynum að vera með 100% áreiðanlegar vélar hér eftir", sagði Alonso.
Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Handbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira