Renault kynnti Kubica og Petrov 31. janúar 2010 16:39 Nýir liðsmenn Renault. Robert Kubica og Vitaly Petrov. Renault Formúlu 1 liðið frumsýndi nýtt ökutæki sitt í Valencia í dag og kynnti til sögunnar tvo nýja ökumenn. Pólverjann Robert Kubica og Rússann Vitaly Petrov. Petrov er fyrsti Rússinn sem keppir í Fornúlu 1. "Upphaf keppnistímabils er alltaf þrungið eftirvæntingu og þetta á sérstakelga við um 2010 tímabilið", sagði Eric Boullier sem er nýr framkvæmdarstjóri Renault liðsins. "Við erum með nýtt skipulag hjá liðinu, nýja ökumenn og í nýjum litum. Það er margt sem er vert að vera spenntur yfir og tilhlökkun fyrir nýja tímabilinu." "Það er aldrei auðvelt að setja sér markmið, en það er metnaður í gangi og við viljum komast í fremstu röð. Það mun ekki gerast á einni nóttu og við tökum eitt skref í einu." "Nýji R30 bíllinn ætti að verða samkeppnisfær, sterkur og áreiðanlegur og við hönnuðum hann á framsækinn hátt. Við höfum ekki gleymt hvernig á að vinna í Formúlu 1", sagði Bouillierl. Petrov er spenntur fyrir tækifærinu sem hann fær með Renault. "Ég hlakka mjög til að keyra á götubrautum og í blautum. Ég byrjaði ferill minn í rallakstri og ísakstri og kann því vel við mig á hálu undirlagi. Ég vann mitt fyrsta GP2 mót í Valencia, þegar ég hóf keppni á þurrdekkjum á rakri brautinni. Ég á þó eftir að sjá hvernig Formúlu 1 bíll virkar í bleytu", sagði Petrov. Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Fótbolti Fleiri fréttir Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Renault Formúlu 1 liðið frumsýndi nýtt ökutæki sitt í Valencia í dag og kynnti til sögunnar tvo nýja ökumenn. Pólverjann Robert Kubica og Rússann Vitaly Petrov. Petrov er fyrsti Rússinn sem keppir í Fornúlu 1. "Upphaf keppnistímabils er alltaf þrungið eftirvæntingu og þetta á sérstakelga við um 2010 tímabilið", sagði Eric Boullier sem er nýr framkvæmdarstjóri Renault liðsins. "Við erum með nýtt skipulag hjá liðinu, nýja ökumenn og í nýjum litum. Það er margt sem er vert að vera spenntur yfir og tilhlökkun fyrir nýja tímabilinu." "Það er aldrei auðvelt að setja sér markmið, en það er metnaður í gangi og við viljum komast í fremstu röð. Það mun ekki gerast á einni nóttu og við tökum eitt skref í einu." "Nýji R30 bíllinn ætti að verða samkeppnisfær, sterkur og áreiðanlegur og við hönnuðum hann á framsækinn hátt. Við höfum ekki gleymt hvernig á að vinna í Formúlu 1", sagði Bouillierl. Petrov er spenntur fyrir tækifærinu sem hann fær með Renault. "Ég hlakka mjög til að keyra á götubrautum og í blautum. Ég byrjaði ferill minn í rallakstri og ísakstri og kann því vel við mig á hálu undirlagi. Ég vann mitt fyrsta GP2 mót í Valencia, þegar ég hóf keppni á þurrdekkjum á rakri brautinni. Ég á þó eftir að sjá hvernig Formúlu 1 bíll virkar í bleytu", sagði Petrov.
Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Fótbolti Fleiri fréttir Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira