Brosnan hermdi ekki eftir Tony Blair 8. apríl 2010 06:00 Brosnan þykir ansi líkur Tony Blair í kvikmyndinni The Ghost Writer. Pierce Brosnan segist ekki vera að leika Tony Blair í kvikmynd Romans Polanski, The Ghost Writer. Þetta kemur fram í viðtali við gamla Bond-leikarann í The Scotsman. Brosnan viðurkennir að vissulega séu mikil líkindi með persónu hans í myndinni og fyrrum forsætisráðherra Bretlands. The Ghost Writer segir frá ævisagnaritara, leikinn af Ewan McGregor, sem er falið að skrifa ævisögu forsætisráðherra Bretlands. Brosnan viðurkennir hins vegar í viðtalinu að honum hafi dottið Blair fyrst í hug þegar hann las handritið. „Líkindin eru vissulega fyrir hendi. Persónan mín er forsætisráðherra hjá verkmannaflokknum sem er sakaður um stríðsglæpi og fyrir að vera of náinn Bandaríkjunum í stríðinu gegn hryðjuverkum," segir Brosnan. Þegar fundum leikstjórans og leikarans bar saman var fyrsta spurning Brosnan; er ég að leika Blair? „Roman vísaði því algjörlega á bug og sagði persónuna vera sjálfstæða," útskýrir Brosnan. Í viðtalinu ræðir Brosnan einnig um samstarfið við hinn umdeilda Polanski sem er eftirlýstur fyrir naugðun á bandarískri grund. „Ég veit allt um hans líf en þessi saga var svo ótrúlega heillandi og hann er náttúrlega einstakur kvikmyndagerðarmaður. Ég held að allir viti hvað hafi gengið á í lífi hans en ég hugsaði mig ekki tvisvar um þegar ég tók þetta hlutverk að mér." Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Pierce Brosnan segist ekki vera að leika Tony Blair í kvikmynd Romans Polanski, The Ghost Writer. Þetta kemur fram í viðtali við gamla Bond-leikarann í The Scotsman. Brosnan viðurkennir að vissulega séu mikil líkindi með persónu hans í myndinni og fyrrum forsætisráðherra Bretlands. The Ghost Writer segir frá ævisagnaritara, leikinn af Ewan McGregor, sem er falið að skrifa ævisögu forsætisráðherra Bretlands. Brosnan viðurkennir hins vegar í viðtalinu að honum hafi dottið Blair fyrst í hug þegar hann las handritið. „Líkindin eru vissulega fyrir hendi. Persónan mín er forsætisráðherra hjá verkmannaflokknum sem er sakaður um stríðsglæpi og fyrir að vera of náinn Bandaríkjunum í stríðinu gegn hryðjuverkum," segir Brosnan. Þegar fundum leikstjórans og leikarans bar saman var fyrsta spurning Brosnan; er ég að leika Blair? „Roman vísaði því algjörlega á bug og sagði persónuna vera sjálfstæða," útskýrir Brosnan. Í viðtalinu ræðir Brosnan einnig um samstarfið við hinn umdeilda Polanski sem er eftirlýstur fyrir naugðun á bandarískri grund. „Ég veit allt um hans líf en þessi saga var svo ótrúlega heillandi og hann er náttúrlega einstakur kvikmyndagerðarmaður. Ég held að allir viti hvað hafi gengið á í lífi hans en ég hugsaði mig ekki tvisvar um þegar ég tók þetta hlutverk að mér."
Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira