Upprennandi stórstjarna Trausti Júlíusson skrifar 24. nóvember 2010 06:00 Allt sem þú átt með Friðriki Dór. Tónlist Allt sem þú átt Friðrik Dór Friðrik Dór er 22ja ára söngvari og lagasmiður úr Hafnarfirði sem hefur verið að gera það gott að undanförnu með lögum eins og Hlið við hlið, Á sama stað og Fyrir hana. Allt sem þú átt er hans fyrsta plata og það er hægt að segja það strax að strákurinn byrjar með stæl. Friðrik Dór semur lögin og textana sjálfur, en flest lögin eru tekin upp og útsett af upptökutvíeykinu Redd Lights sem eru þeir Jóhann Bjarkason og Ingi Már Úlfarsson. Tónlistin á Allt sem þú átt er r&b-litað popp af þeirri tegund sem gjarnan hljómar á FM957 og Kananum. Friðrik hefur fína poppsöngrödd og lögin hans eru mörg fín. Textarnir, sem eru á íslensku, fjalla um stelpur, sambönd og djamm og eru fínir fyrir svona tónlist. Það er líka flottur hljómur á plötunni og greinilegt að Redd Lights (og Stop Wait Go sem koma við sögu í þremur lögum) kunna alveg að búa til nútímalegt popp af þessu tagi. Það eina sem hægt er að finna að plötunni er að lögin eru sum svolítið keimlík og sömu hljóðeffektarnir víða áberandi. Á heildina litið er þetta samt flott frumsmíð. Maður bíður spenntur eftir meira efni, bæði frá Friðriki Dór og Redd Lights! Niðurstaða: Friðrik Dór stimplar sig inn í íslenskt popplandslag með fínni frumsmíð. Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Lífið Fleiri fréttir Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
Tónlist Allt sem þú átt Friðrik Dór Friðrik Dór er 22ja ára söngvari og lagasmiður úr Hafnarfirði sem hefur verið að gera það gott að undanförnu með lögum eins og Hlið við hlið, Á sama stað og Fyrir hana. Allt sem þú átt er hans fyrsta plata og það er hægt að segja það strax að strákurinn byrjar með stæl. Friðrik Dór semur lögin og textana sjálfur, en flest lögin eru tekin upp og útsett af upptökutvíeykinu Redd Lights sem eru þeir Jóhann Bjarkason og Ingi Már Úlfarsson. Tónlistin á Allt sem þú átt er r&b-litað popp af þeirri tegund sem gjarnan hljómar á FM957 og Kananum. Friðrik hefur fína poppsöngrödd og lögin hans eru mörg fín. Textarnir, sem eru á íslensku, fjalla um stelpur, sambönd og djamm og eru fínir fyrir svona tónlist. Það er líka flottur hljómur á plötunni og greinilegt að Redd Lights (og Stop Wait Go sem koma við sögu í þremur lögum) kunna alveg að búa til nútímalegt popp af þessu tagi. Það eina sem hægt er að finna að plötunni er að lögin eru sum svolítið keimlík og sömu hljóðeffektarnir víða áberandi. Á heildina litið er þetta samt flott frumsmíð. Maður bíður spenntur eftir meira efni, bæði frá Friðriki Dór og Redd Lights! Niðurstaða: Friðrik Dór stimplar sig inn í íslenskt popplandslag með fínni frumsmíð.
Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Lífið Fleiri fréttir Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira