Hamilton: Á enn möguleika á titlinum 18. október 2010 13:45 Lewis Hamilton verður einbeittur í lokamótunum með McLaren, en hann á enn möguleika á meistaratitlinum. Mynd: Getty Images Bretinn Lewis Hamilton telur að hann eigi enn möguleika á meistaratitlinum í Formúlu 1, þó hann sé í fjórða sæti í stigamótinu þegar þremur mótum er ólokið. Keppt verður í Suður Kóreu um næstu helgi, en Brasilíu og Abu Dhabi í nóvember. "Þetta er að verða erfiðara. Ég geri mér grein fyrir því, en við svona aðstæður þá minnist ég ársins 2007 og við sjáum hvað gerðist í síðustu 2-3 mótunum þá. Ég held að Kimi (Raikkönen) hafi verið 17 stigum á eftir þegar tvö mót voru eftir, en hann varð samt meistari. Ég hef lært oftar en einu sinni að titilinn er ekki kominn í hús fyrr en á síðustu stundu. Ég hef því ekki gefist upp", sagði Hamilton í frétt á autosport.com. Hamilton gekk heldur illa í síðustu keppni sem var í Japan. Hann fór útaf á fyrstu föstudagsæfingunni og skemmdi bíllinn og tapaði dýrmætum æfingatíma. Svo fékk hann fimm sæta refsingu eftir tímatökuna, þar sem skipta þurfti um gírkassa í bílnum. Í keppninni bilaði svo þriðji gírinn og hann lauk keppni í fimmta sæti. Hann þarf að skipta um gírkassa fyrir næsta mót, en fær ekki refsingu fyrir það eins og í síðustu keppni. Þrátt fyrir ólán í mótum upp á síðkastið, þá heldur Hamilton í möguleika sína á titlinum. "Það er jákvætt að ég komst í endamark, náði í stig og hélt lífi í möguleikanum. Við höfum séð hvað titilslagurinn snýst mikið um þolgæði og hvert stig skiptir máli." "Ég vill sigra á ný og ég fer til Kóreu með þá trú að það geti gerst. Og hver veit, ef það gerist og keppinautarnir nái ekki stigum, þá eykst möguleiki minn á ný", sagði Hamilton. Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton telur að hann eigi enn möguleika á meistaratitlinum í Formúlu 1, þó hann sé í fjórða sæti í stigamótinu þegar þremur mótum er ólokið. Keppt verður í Suður Kóreu um næstu helgi, en Brasilíu og Abu Dhabi í nóvember. "Þetta er að verða erfiðara. Ég geri mér grein fyrir því, en við svona aðstæður þá minnist ég ársins 2007 og við sjáum hvað gerðist í síðustu 2-3 mótunum þá. Ég held að Kimi (Raikkönen) hafi verið 17 stigum á eftir þegar tvö mót voru eftir, en hann varð samt meistari. Ég hef lært oftar en einu sinni að titilinn er ekki kominn í hús fyrr en á síðustu stundu. Ég hef því ekki gefist upp", sagði Hamilton í frétt á autosport.com. Hamilton gekk heldur illa í síðustu keppni sem var í Japan. Hann fór útaf á fyrstu föstudagsæfingunni og skemmdi bíllinn og tapaði dýrmætum æfingatíma. Svo fékk hann fimm sæta refsingu eftir tímatökuna, þar sem skipta þurfti um gírkassa í bílnum. Í keppninni bilaði svo þriðji gírinn og hann lauk keppni í fimmta sæti. Hann þarf að skipta um gírkassa fyrir næsta mót, en fær ekki refsingu fyrir það eins og í síðustu keppni. Þrátt fyrir ólán í mótum upp á síðkastið, þá heldur Hamilton í möguleika sína á titlinum. "Það er jákvætt að ég komst í endamark, náði í stig og hélt lífi í möguleikanum. Við höfum séð hvað titilslagurinn snýst mikið um þolgæði og hvert stig skiptir máli." "Ég vill sigra á ný og ég fer til Kóreu með þá trú að það geti gerst. Og hver veit, ef það gerist og keppinautarnir nái ekki stigum, þá eykst möguleiki minn á ný", sagði Hamilton.
Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira