Una hannar eigin fatalínu 22. febrúar 2010 05:00 Una Hlín Kristjánsdóttir fatahönnuður hefur hannað sína fyrstu línu undir heitinu Royal Extreme. Una, sem er á myndinni lengst til vinstri, segist hafa mikla trú á þessu verkefni sínu þrátt fyrir erfitt efnahagsástand. Fatahönnuðurinn Una Hlín Kristjánsdóttir hefur hannað sína fyrstu fatalínu undir heitinu Royal Extreme. Hún segir að fólk verði að láta drauma sína rætast þrátt fyrir kreppu og peningaleysi. Una Hlín Kristjánsdóttir, fatahönnuður, hefur hannað sína fyrstu fatalínu sem ber heitið Royal Extreme og eru einkunarorð Unu Hlínar „More is more, less is a bore“, sem þýða mætti sem „Meira er meira, minna er leiðigjarnt“. Una Hlín útskrifaðist frá handmenntarbraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti á sínum tíma og þaðan lá leiðin í almenna hönnun í Iðnskólanum og loks í Listaháskólann þar sem hún nam fatahönnun. Undanfarin tvö ár hefur hún starfað sem framleiðslustjóri hjá hönnunarfyrirtækinu Andersen & Lauth en hefur sagt upp starfi sínu þar til að elta drauma sína. „Ég hef lært ótrúlega mikið af því starfa hjá Andersen & Lauth og sú reynsla sem ég tek með mér þaðan er alveg ómetanleg, enda getur þetta framleiðslukerfi verið afskaplega flókið. Ástæðan fyrir því að ég ákvað að gera mína eigin línu núna var sú að ég hafði þörf fyrir að skapa meira. Í fyrstu ætlaði ég aðeins að byrja á lítilli fylgihlutalínu en ákvað svo að fara með þetta alla leið og gera eina heilsteypta fatalínu og setja hana í framleiðslu. Ég ákvað að elta drauminn um að verða sjálfstætt starfandi hönnuður,“ útskýrir Una Hlín. Línan inniheldur tuttugu og fimm hluti, allt frá sokkum og sokkabuxum til kjóla, jakka og tösku. Vörurnar eru framleiddar á Indlandi og eru flíkurnar allar handunnar enda mikið um skemmtileg smáatriði í hönnun Unu Hlínar. Aðspurð segist hún hafa fundið fyrir miklum áhuga manna á Royal Extreme og sé það mikil hvatning. „Þótt það séu erfiðir tímar núna og lítið um peninga þá verður maður bara að leyfa sér að gera svona hluti. Ég hef mikla trú á þessu verkefni og ég veit að þetta á eftir að ganga vel, en auðvitað hef ég stundum fengið í magann af áhyggjum. Þessa dagana er ég svo að vinna í því að fá fjárfesta með mér í verkefnið svo ég þurfi ekki að gera þetta algjörlega ein.“ Una Hlín er einn þeirra hönnuða sem taka munu þátt í tískuhátíðinni Reykjavík Fashion Festival nú í mars. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér hönnun Unu Hlínar er bent á vefsíðuna www.beroyalextreme.com. sara@frettabladid.is Royal Extreme Una hlín sótti innblástur meðal annars til bóhema sjötta áratugarins. Flíkurnar eru fallegar og mikið er um einstök smáatriði í hönnun Unu Hlínar. RFF Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Sjá meira
Fatahönnuðurinn Una Hlín Kristjánsdóttir hefur hannað sína fyrstu fatalínu undir heitinu Royal Extreme. Hún segir að fólk verði að láta drauma sína rætast þrátt fyrir kreppu og peningaleysi. Una Hlín Kristjánsdóttir, fatahönnuður, hefur hannað sína fyrstu fatalínu sem ber heitið Royal Extreme og eru einkunarorð Unu Hlínar „More is more, less is a bore“, sem þýða mætti sem „Meira er meira, minna er leiðigjarnt“. Una Hlín útskrifaðist frá handmenntarbraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti á sínum tíma og þaðan lá leiðin í almenna hönnun í Iðnskólanum og loks í Listaháskólann þar sem hún nam fatahönnun. Undanfarin tvö ár hefur hún starfað sem framleiðslustjóri hjá hönnunarfyrirtækinu Andersen & Lauth en hefur sagt upp starfi sínu þar til að elta drauma sína. „Ég hef lært ótrúlega mikið af því starfa hjá Andersen & Lauth og sú reynsla sem ég tek með mér þaðan er alveg ómetanleg, enda getur þetta framleiðslukerfi verið afskaplega flókið. Ástæðan fyrir því að ég ákvað að gera mína eigin línu núna var sú að ég hafði þörf fyrir að skapa meira. Í fyrstu ætlaði ég aðeins að byrja á lítilli fylgihlutalínu en ákvað svo að fara með þetta alla leið og gera eina heilsteypta fatalínu og setja hana í framleiðslu. Ég ákvað að elta drauminn um að verða sjálfstætt starfandi hönnuður,“ útskýrir Una Hlín. Línan inniheldur tuttugu og fimm hluti, allt frá sokkum og sokkabuxum til kjóla, jakka og tösku. Vörurnar eru framleiddar á Indlandi og eru flíkurnar allar handunnar enda mikið um skemmtileg smáatriði í hönnun Unu Hlínar. Aðspurð segist hún hafa fundið fyrir miklum áhuga manna á Royal Extreme og sé það mikil hvatning. „Þótt það séu erfiðir tímar núna og lítið um peninga þá verður maður bara að leyfa sér að gera svona hluti. Ég hef mikla trú á þessu verkefni og ég veit að þetta á eftir að ganga vel, en auðvitað hef ég stundum fengið í magann af áhyggjum. Þessa dagana er ég svo að vinna í því að fá fjárfesta með mér í verkefnið svo ég þurfi ekki að gera þetta algjörlega ein.“ Una Hlín er einn þeirra hönnuða sem taka munu þátt í tískuhátíðinni Reykjavík Fashion Festival nú í mars. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér hönnun Unu Hlínar er bent á vefsíðuna www.beroyalextreme.com. sara@frettabladid.is Royal Extreme Una hlín sótti innblástur meðal annars til bóhema sjötta áratugarins. Flíkurnar eru fallegar og mikið er um einstök smáatriði í hönnun Unu Hlínar.
RFF Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Sjá meira