Umfjöllun: Taugar Snæfells sterkari í Vesturbænum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 10. apríl 2010 18:20 Mynd/Daníel Mynd/Daníel Snæfell er komið í lykilstöðu í einvíginu gegn KR eftir annan sigur í DHL-höllinni. Að þessu sinni með fjórum stigum, 77-81. Það var troðfullt í DHL-höllinni, eða Hamborgarahöllinni eins og gárungarnir eru farnir að kalla heimavöll KR, þegar leikurinn hófst eftir nokkra seinkun vegna vandræða með stigatöfluna. Það róaði ekki leikmenn liðanna sem mættu æstir til leiks og slógust um hvern einasta bolta á vellinum. Morgan Lewis í miklum ham í liði KR en Jón Ólafur sterkastur í liði Snæfells. Liðin héldust í hendur lungann úr leikhlutanum en Snæfell skrefi framar og leiddi með fjórum stigum eftir fyrsta leikhlutann, 19-23. Bæði líð spiluðu agressíva og sterka vörn og báðum liðum gekk illa að skora. Það var ekkert ókeypis inn í teig og þriggja stiga hittni beggja liða var sorglega léleg. Samtals hittu liðin úr þremur af 20 þriggja stiga skotum í hálfleiknum. Jafnræði var með liðunum en Snæfell nýtti sér ein af mörgum mistökum Tommy Johnson til þess að skora síðustu stig leiksins. Snæfell fimm stigum yfir í hálfleik, 35-40. Þetta var furðulegur leikur að mörgu leyti. Lykilleikmenn beggja liða að spila frekar illa og kappið var klárlega að bera fegurðina ofurliði að þessu sinni. Martins Berkins kann greinilega vel við sig í DHL-höllinni því hann fór að setja niður þrista og Hlynur Bæringsson var drjúgur sem fyrr. Hjá KR voru lykilmenn ekki að finna sig eins og svo oft áður og sérstaklega saknar KR enn almennilegs framlags frá Brynjari. Stuðningsmenn KR, Miðjan, reyndi sitt besta til þess að syngja sína menn í gang, jákvæður stuðningur sem var til fyrirmyndar. Þessi stuðningur fór vel í Tommy Johnson sem byrjaði að spila eins og maður um leið og hann fann stuðning úr stúkunni. Sú rispa stóð reyndar afar stutt yfir. KR skrefi á undan þegar aðeins einn leikhluti var eftir, 65-62. Leikmenn virtust vera að fara á taugum í lokaleikhlutanum því aðeins voru skoruð 5 stig á fyrstu 5 mínútum leikhlutans. Boltinn vildi bara ekki fara ofan í körfuna. Þá tók Berkins upp á því að setja niður tvær þriggja stiga körfur og koma Snæfelli yfir. Þessar tvær körfur svo gott sem unnu leikinn er upp var staðið. KR hitti ekkert og var aðeins búið að skora 7 stig í leikhlutanum þegar mínúta var eftir. KR fékk tvö tækifæri í lokin til þess að jafna eða sigra leikinn en Morgan Lewis brást bogalistin í bæði skiptin. KR þarf því að fara í Hólminn á mánudag og sækja annan sigur. Annars eru meistararnir komnir í frí. KR-Snæfell 77-81 KR: Morgan Lewis 29/10 fráköst, Finnur Atli Magnússon 13/6 fráköst/3 varin skot, Brynjar Þór Björnsson 10/4 fráköst, Fannar Ólafsson 9/5 fráköst, Tommy Johnson 7, Pavel Ermolinskij 7/11 fráköst/9 stoðsendingar, Jón Orri Kristjánsson 2. Snæfell: Hlynur Bæringsson 19/15 fráköst/3 varin skot, Martins Berkis 15/4 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 14/5 fráköst, Emil Þór Jóhannsson 10, Sean Burton 10/5 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 5, Páll Fannar Helgason 5, Sigurður Á. Þorvaldsson 3/6 fráköst. Dominos-deild karla Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Aserbaísjan - Ísland | Strákarnir okkar verða að sækja sigur í Bakú Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Fleiri fréttir ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Sjá meira
Snæfell er komið í lykilstöðu í einvíginu gegn KR eftir annan sigur í DHL-höllinni. Að þessu sinni með fjórum stigum, 77-81. Það var troðfullt í DHL-höllinni, eða Hamborgarahöllinni eins og gárungarnir eru farnir að kalla heimavöll KR, þegar leikurinn hófst eftir nokkra seinkun vegna vandræða með stigatöfluna. Það róaði ekki leikmenn liðanna sem mættu æstir til leiks og slógust um hvern einasta bolta á vellinum. Morgan Lewis í miklum ham í liði KR en Jón Ólafur sterkastur í liði Snæfells. Liðin héldust í hendur lungann úr leikhlutanum en Snæfell skrefi framar og leiddi með fjórum stigum eftir fyrsta leikhlutann, 19-23. Bæði líð spiluðu agressíva og sterka vörn og báðum liðum gekk illa að skora. Það var ekkert ókeypis inn í teig og þriggja stiga hittni beggja liða var sorglega léleg. Samtals hittu liðin úr þremur af 20 þriggja stiga skotum í hálfleiknum. Jafnræði var með liðunum en Snæfell nýtti sér ein af mörgum mistökum Tommy Johnson til þess að skora síðustu stig leiksins. Snæfell fimm stigum yfir í hálfleik, 35-40. Þetta var furðulegur leikur að mörgu leyti. Lykilleikmenn beggja liða að spila frekar illa og kappið var klárlega að bera fegurðina ofurliði að þessu sinni. Martins Berkins kann greinilega vel við sig í DHL-höllinni því hann fór að setja niður þrista og Hlynur Bæringsson var drjúgur sem fyrr. Hjá KR voru lykilmenn ekki að finna sig eins og svo oft áður og sérstaklega saknar KR enn almennilegs framlags frá Brynjari. Stuðningsmenn KR, Miðjan, reyndi sitt besta til þess að syngja sína menn í gang, jákvæður stuðningur sem var til fyrirmyndar. Þessi stuðningur fór vel í Tommy Johnson sem byrjaði að spila eins og maður um leið og hann fann stuðning úr stúkunni. Sú rispa stóð reyndar afar stutt yfir. KR skrefi á undan þegar aðeins einn leikhluti var eftir, 65-62. Leikmenn virtust vera að fara á taugum í lokaleikhlutanum því aðeins voru skoruð 5 stig á fyrstu 5 mínútum leikhlutans. Boltinn vildi bara ekki fara ofan í körfuna. Þá tók Berkins upp á því að setja niður tvær þriggja stiga körfur og koma Snæfelli yfir. Þessar tvær körfur svo gott sem unnu leikinn er upp var staðið. KR hitti ekkert og var aðeins búið að skora 7 stig í leikhlutanum þegar mínúta var eftir. KR fékk tvö tækifæri í lokin til þess að jafna eða sigra leikinn en Morgan Lewis brást bogalistin í bæði skiptin. KR þarf því að fara í Hólminn á mánudag og sækja annan sigur. Annars eru meistararnir komnir í frí. KR-Snæfell 77-81 KR: Morgan Lewis 29/10 fráköst, Finnur Atli Magnússon 13/6 fráköst/3 varin skot, Brynjar Þór Björnsson 10/4 fráköst, Fannar Ólafsson 9/5 fráköst, Tommy Johnson 7, Pavel Ermolinskij 7/11 fráköst/9 stoðsendingar, Jón Orri Kristjánsson 2. Snæfell: Hlynur Bæringsson 19/15 fráköst/3 varin skot, Martins Berkis 15/4 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 14/5 fráköst, Emil Þór Jóhannsson 10, Sean Burton 10/5 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 5, Páll Fannar Helgason 5, Sigurður Á. Þorvaldsson 3/6 fráköst.
Dominos-deild karla Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Aserbaísjan - Ísland | Strákarnir okkar verða að sækja sigur í Bakú Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Fleiri fréttir ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Sjá meira