Alcoa prófar nýja tækni til að virkja sólarorku 23. mars 2010 10:43 Alcoa, móðurfélag Fjarðaráls, og rannsóknamiðstöð orkumálaráðuneytis Bandaríkjanna um endurnýjanlega orkugjafa vinna nú að prófunum á nýrri tækni til að virkja sólarorku. Markmiðið er að lækka kostnað við gerð og rekstur sólarspegla til raforkuframleiðslu og gera þá samkeppnishæfa við aðrar leiðir til orkuframleiðslu.Í tilkynningu segir að ný gerð sólarspegla, sem þróaðir voru af vísindamönnum við tæknimiðstöð Alcoa í Pittsburgh í Bandaríkjunum, voru nýlega settir upp til prófunar í Colorado í Bandaríkjunum, á prófunarsvæði rannsóknamiðstöðvar um endurnýjanlega orkugjafa . Ætlunin er að prófa getu þeirra til að framleiða orku og meta hvernig hönnun þeirra reynist í samanburði við eldri tækni.Þeir sólarspeglar sem nú eru á markaði nota flestir glerspegla til að safna sólarorku og breyta henni í hitaorku. Hitinn er síðan nýttur til að framleiða rafmagn með hefðbundinni túrbínu. Einn af kostum sólarspegla umfram sólarsellur, er að hægt er að geyma sólarorkuna sem þeir beisla sem varma og nýta hann til rafmagnsframleiðslu þegar þörf er á.Háglans-ál er notað í stað glers í sólarspeglunum sem Alcoa hefur þróað. Þeir eru um það bil 12X6 metrar á stærð. Álið er bæði endingarbetra og umhverfisvænna en brothætt gler. Hönnun Alcoa á sólarspeglunum byggir á þróun fyrirtækisins á íhlutum fyrir flugvéla- og bílaiðnaðinn og tók mið af því að búnaðurinn hentaði til fjöldaframleiðslu.Verkefnið er fjármagnað að hluta með 3,1 milljóna dala styrk frá orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna. Búist er við fyrstu niðurstöðum prófananna um mitt þetta ár og að því loknu taka við frekari rannsóknir. Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Alcoa, móðurfélag Fjarðaráls, og rannsóknamiðstöð orkumálaráðuneytis Bandaríkjanna um endurnýjanlega orkugjafa vinna nú að prófunum á nýrri tækni til að virkja sólarorku. Markmiðið er að lækka kostnað við gerð og rekstur sólarspegla til raforkuframleiðslu og gera þá samkeppnishæfa við aðrar leiðir til orkuframleiðslu.Í tilkynningu segir að ný gerð sólarspegla, sem þróaðir voru af vísindamönnum við tæknimiðstöð Alcoa í Pittsburgh í Bandaríkjunum, voru nýlega settir upp til prófunar í Colorado í Bandaríkjunum, á prófunarsvæði rannsóknamiðstöðvar um endurnýjanlega orkugjafa . Ætlunin er að prófa getu þeirra til að framleiða orku og meta hvernig hönnun þeirra reynist í samanburði við eldri tækni.Þeir sólarspeglar sem nú eru á markaði nota flestir glerspegla til að safna sólarorku og breyta henni í hitaorku. Hitinn er síðan nýttur til að framleiða rafmagn með hefðbundinni túrbínu. Einn af kostum sólarspegla umfram sólarsellur, er að hægt er að geyma sólarorkuna sem þeir beisla sem varma og nýta hann til rafmagnsframleiðslu þegar þörf er á.Háglans-ál er notað í stað glers í sólarspeglunum sem Alcoa hefur þróað. Þeir eru um það bil 12X6 metrar á stærð. Álið er bæði endingarbetra og umhverfisvænna en brothætt gler. Hönnun Alcoa á sólarspeglunum byggir á þróun fyrirtækisins á íhlutum fyrir flugvéla- og bílaiðnaðinn og tók mið af því að búnaðurinn hentaði til fjöldaframleiðslu.Verkefnið er fjármagnað að hluta með 3,1 milljóna dala styrk frá orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna. Búist er við fyrstu niðurstöðum prófananna um mitt þetta ár og að því loknu taka við frekari rannsóknir.
Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent