Þúsundir milljarða á dauðum reikningum í Danmörku 26. október 2010 08:14 Danskar lífeyriskrónur gufa upp á reikningum sem hvorki er borgað inn á eða út af. Reiknað er með að um 500 milljarðar danskra kr. eða um 10.000 milljarðar kr. liggi inni á þessum „dauðu" lífeyrissjóðsreikningum eins og það er orðað í dönskum fjölmiðlum í morgun. Hver Dani sem kominn er á fertugsaldurinn á að meðaltali tvo lífeyrissjóðsreikninga. Yfirleitt hefur hann eignast annan reikninginn við að skipta um vinnu og þar með byrjað að borga í annan lífeyrissjóð en hann var með áður. Í frétt um málið í Jyllands Posten segir að þessir dauðu reikningar kosti viðkomandi töluverðar fjárhæðir á hverju ári því viðkomandi lífeyrissjóðir taka gjöld af þeim þótt engin hreyfing sé á reikningunum árum eða áratugum saman. Þessi gjöld geta numið allt að 1.500 dönskum kr., eða um 30.000 kr. á hverju ári. Þar til viðbótar kemur rekstrarkostnaður upp á 0,4-0,65% hjá mörgum sjóðanna af þeirri upphæð sem stendur inni á reikningnum. Þessir dauðu reikningar eru því mjög góð viðskipti fyrir lífeyrissjóðina að mati Jörgen Svendsen sem er sérfræðingur í rekstri lífeyrissjóða. Samkvæmt upplýsingum frá Lars Ellehave-Andersen forstjóra PFA Pension eru um 65 milljarðar danskra kr. nú liggjandi inn á um 360.000 svona reikningum hjá sjóðnum, reikningum sem hvorki er borgað inn á né borgað út af. Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Danskar lífeyriskrónur gufa upp á reikningum sem hvorki er borgað inn á eða út af. Reiknað er með að um 500 milljarðar danskra kr. eða um 10.000 milljarðar kr. liggi inni á þessum „dauðu" lífeyrissjóðsreikningum eins og það er orðað í dönskum fjölmiðlum í morgun. Hver Dani sem kominn er á fertugsaldurinn á að meðaltali tvo lífeyrissjóðsreikninga. Yfirleitt hefur hann eignast annan reikninginn við að skipta um vinnu og þar með byrjað að borga í annan lífeyrissjóð en hann var með áður. Í frétt um málið í Jyllands Posten segir að þessir dauðu reikningar kosti viðkomandi töluverðar fjárhæðir á hverju ári því viðkomandi lífeyrissjóðir taka gjöld af þeim þótt engin hreyfing sé á reikningunum árum eða áratugum saman. Þessi gjöld geta numið allt að 1.500 dönskum kr., eða um 30.000 kr. á hverju ári. Þar til viðbótar kemur rekstrarkostnaður upp á 0,4-0,65% hjá mörgum sjóðanna af þeirri upphæð sem stendur inni á reikningnum. Þessir dauðu reikningar eru því mjög góð viðskipti fyrir lífeyrissjóðina að mati Jörgen Svendsen sem er sérfræðingur í rekstri lífeyrissjóða. Samkvæmt upplýsingum frá Lars Ellehave-Andersen forstjóra PFA Pension eru um 65 milljarðar danskra kr. nú liggjandi inn á um 360.000 svona reikningum hjá sjóðnum, reikningum sem hvorki er borgað inn á né borgað út af.
Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent