Vandasamasta verkefni Einars 10. september 2010 06:00 Heimildarmyndin Norð Vestur eftir Einar Þór Gunnlaugsson verður frumsýnd í október.fréttablaðið/valli Heimildarmyndin Norð Vestur sem fjallar um snjóflóðið á Flateyri 1995 verður frumsýnd í október. Einar Þór Gunnlaugsson leikstýrir myndinni, sem tók þrjú ár í vinnslu. „Ég er fæddur þarna og þekkti flestalla sem fórust. Þetta eru mínar æskustöðvar,“ segir Einar Þór, sem síðast leikstýrði kvikmyndinni Heiðinni. „Ég er ekkert sérstaklega örlagatrúar en stundum hefur maður spurt sig af hverju maður fór út í þetta. Á endanum komst maður að því að kannski er þetta eitthvað sem maður þurfti að gera.“ Í Norð Vestur er blandað saman sögulegu efni teknu á 8 mm filmu, fréttum úr fjölmiðlum, ljósmyndum heimafólks og atvinnuljósmyndara, og þrívíddar-módelum. Sagt er frá útköllum bæði í byggðunum vestra sem og Almannavarna ríkisins sem urðu ein af þeim umfangsmestu í sögunni. Björgunar- og fjölmiðlafólk, heimamenn sem björguðust úr flóðinu og aðstandendur segja frá atburðarásinni þessa örlagaríku daga. „Þetta er örugglega vandasamasta verkefni sem ég gert í mínu starfi og þarna er gríðarlega mikið af viðtölum,“ segir Einar Þór. „En þetta var í rauninni ekkert erfiðara en mörg önnur verkefni, þegar maður hugsar um tilganginn. Hann er fyrst og fremst fyrir komandi kynslóðir. Að þær kynnist þessum atburðum og við lærum eitthvað af þessu áður en önnur stórslys koma.“ Fyrri hluti myndarinnar, sem er um 100 mínútna langur, verður frumsýndur í október. Seinni hlutinn, sem er ætlaður fyrir sjónvarp og mynddisk, er um þriggja klukkustunda langur með aukaefni. Tónlistina fyrir myndina sömdu þau Gunnar Tynes og Silla úr hljómsveitinni múm. -fb Snjóflóðin á Flateyri 1995 Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Fleiri fréttir Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Sjá meira
Heimildarmyndin Norð Vestur sem fjallar um snjóflóðið á Flateyri 1995 verður frumsýnd í október. Einar Þór Gunnlaugsson leikstýrir myndinni, sem tók þrjú ár í vinnslu. „Ég er fæddur þarna og þekkti flestalla sem fórust. Þetta eru mínar æskustöðvar,“ segir Einar Þór, sem síðast leikstýrði kvikmyndinni Heiðinni. „Ég er ekkert sérstaklega örlagatrúar en stundum hefur maður spurt sig af hverju maður fór út í þetta. Á endanum komst maður að því að kannski er þetta eitthvað sem maður þurfti að gera.“ Í Norð Vestur er blandað saman sögulegu efni teknu á 8 mm filmu, fréttum úr fjölmiðlum, ljósmyndum heimafólks og atvinnuljósmyndara, og þrívíddar-módelum. Sagt er frá útköllum bæði í byggðunum vestra sem og Almannavarna ríkisins sem urðu ein af þeim umfangsmestu í sögunni. Björgunar- og fjölmiðlafólk, heimamenn sem björguðust úr flóðinu og aðstandendur segja frá atburðarásinni þessa örlagaríku daga. „Þetta er örugglega vandasamasta verkefni sem ég gert í mínu starfi og þarna er gríðarlega mikið af viðtölum,“ segir Einar Þór. „En þetta var í rauninni ekkert erfiðara en mörg önnur verkefni, þegar maður hugsar um tilganginn. Hann er fyrst og fremst fyrir komandi kynslóðir. Að þær kynnist þessum atburðum og við lærum eitthvað af þessu áður en önnur stórslys koma.“ Fyrri hluti myndarinnar, sem er um 100 mínútna langur, verður frumsýndur í október. Seinni hlutinn, sem er ætlaður fyrir sjónvarp og mynddisk, er um þriggja klukkustunda langur með aukaefni. Tónlistina fyrir myndina sömdu þau Gunnar Tynes og Silla úr hljómsveitinni múm. -fb
Snjóflóðin á Flateyri 1995 Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Fleiri fréttir Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Sjá meira