Picasso og Matisse stolið af safni í París 21. maí 2010 00:45 Gengið frá römmunum Þjófurinn virðist hafa gefið sér góðan tíma þegar hann fjarlægði verkin úr römmunum. fréttablaðið/AP Þjófur hafði á brott með sér fimm dýrmæt listaverk úr Nútímalistasafninu í París í fyrrinótt. Verkin eru meðal annars eftir Picasso og Matisse. Virði þeirra er talið nema nærri 100 milljónum evra, eða um 16 milljörðum króna. Þjófavarnakerfi í nokkrum sala safnsins hefur verið bilað síðan í lok mars, að því er segir í yfirlýsingu frá Bertrand Delanoe, borgarstjóra í París. Öryggisfyrirtækið hafði pantað varahluti í þjófavarnakerfið, en þeir höfðu ekki enn borist fyrirtækinu frá framleiðanda. Á öryggismyndavélum sást einungis einn maður að verki innan veggja safnsins, og var hann grímuklæddur. Ekki er vitað hvort aðrir hafi beðið fyrir utan eða hann haft aðra vitorðsmenn. „Þetta er stórþjófnaður, á því leikur ekki vafi,“ segir Stephane Thefo, sérfræðingur alþjóðalögreglunnar Interpol sem sér um rannsóknir á alþjóðlegum listaverkaþjófnuðum. „Þessi verk eru ómetanleg.“ Hann sagðist efast um að þjófurinn hafi verið einn að verki, jafnvel þótt aðrir hafi ekki sést á öryggismyndavélum. Næturvörður í safninu tók eftir því rétt fyrir klukkan sjö í gærmorgun að málverkin voru horfin. Á svölum fyrir aftan safnið fundust tómir rammar verkanna, en svo virðist sem þjófurinn hafi fjarlægt verkin úr römmunum af mikilli nærgætni. Við svalirnar var brotin rúða, sem þjófurinn virðist hafa farið í gegnum. Erfitt hefur reynst að leggja ákveðið mat á verðmæti verkanna, enda þykja þau ómetanleg. Fyrst taldi skrifstofa saksóknara verðmæti þeirra geta numið allt að 500 milljónum evra, en síðar var sú tala lækkuð niður í 90 milljónir. Christophe Girard, aðstoðarmenningarráðherra Parísarborgar, sagði heildarverðmæti verkanna nema tæplega 100 milljónum. gudsteinn@frettabladid.is Erlent Fréttir Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Þjófur hafði á brott með sér fimm dýrmæt listaverk úr Nútímalistasafninu í París í fyrrinótt. Verkin eru meðal annars eftir Picasso og Matisse. Virði þeirra er talið nema nærri 100 milljónum evra, eða um 16 milljörðum króna. Þjófavarnakerfi í nokkrum sala safnsins hefur verið bilað síðan í lok mars, að því er segir í yfirlýsingu frá Bertrand Delanoe, borgarstjóra í París. Öryggisfyrirtækið hafði pantað varahluti í þjófavarnakerfið, en þeir höfðu ekki enn borist fyrirtækinu frá framleiðanda. Á öryggismyndavélum sást einungis einn maður að verki innan veggja safnsins, og var hann grímuklæddur. Ekki er vitað hvort aðrir hafi beðið fyrir utan eða hann haft aðra vitorðsmenn. „Þetta er stórþjófnaður, á því leikur ekki vafi,“ segir Stephane Thefo, sérfræðingur alþjóðalögreglunnar Interpol sem sér um rannsóknir á alþjóðlegum listaverkaþjófnuðum. „Þessi verk eru ómetanleg.“ Hann sagðist efast um að þjófurinn hafi verið einn að verki, jafnvel þótt aðrir hafi ekki sést á öryggismyndavélum. Næturvörður í safninu tók eftir því rétt fyrir klukkan sjö í gærmorgun að málverkin voru horfin. Á svölum fyrir aftan safnið fundust tómir rammar verkanna, en svo virðist sem þjófurinn hafi fjarlægt verkin úr römmunum af mikilli nærgætni. Við svalirnar var brotin rúða, sem þjófurinn virðist hafa farið í gegnum. Erfitt hefur reynst að leggja ákveðið mat á verðmæti verkanna, enda þykja þau ómetanleg. Fyrst taldi skrifstofa saksóknara verðmæti þeirra geta numið allt að 500 milljónum evra, en síðar var sú tala lækkuð niður í 90 milljónir. Christophe Girard, aðstoðarmenningarráðherra Parísarborgar, sagði heildarverðmæti verkanna nema tæplega 100 milljónum. gudsteinn@frettabladid.is
Erlent Fréttir Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira