Brynhildur Björnsdóttir: Kosningar eru í nánd 17. maí 2010 06:00 Miðborgin í Reykjavík er aldrei eins yndisleg og þegar vindurinn hefur sig hægan á sama tíma og sólin skín. Þannig var hún á laugardaginn var og nóg um að vera. Niður Skólavörðustíginn dansaði glæsileg fjölmenningarganga sem endaði í Ráðhúsinu þar sem slegið hafði verið upp markaði með fjölbreyttum varningi frá öllum þeim vistkerfum heimsins sem eiga sér afleggjara hér. Á Austurvelli stóðu menn saman um hugsjónir sínar og mannréttindi með ræðuhöldum og hljóðfæraslætti. Við útitaflið í Lækjargötu spratt heill heimur upp úr svuntu og pilsi brúðuleikkonu frá Kanada. Svona eiga miðborgir að vera. Finnst mér. Lifandi og fjölbreyttar, með góðum kaffihúsum og veitingastöðum, tjörnum með öndum, grænum görðum, listum og lífi, vettvangi til skoðanaskipta og ísbúðum. Ég kann líka vel að meta aðra staði í borginni minni, Fjölskyldu- og húsdýragarðinn til dæmis, sundlaugarnar, Ylströndina og Elliðaárdalinn. Ég kann að meta söfnin og stytturnar, strætó og hjólastíga, dagheimili og ruslabíla. Mér finnst full mikið um einkabíla og nýbyggingar og svo er ég sérlega ósátt við háhýsi sem byrgja mér fjallasýnina fallegu, subbugang og veggjakrot. Ég hef sumsé fullt af skoðunum á því hvernig ég vil að borgin mín sé. Og hver réttindi mín sem íbúa í henni eru. Ég hef skoðun á því hvort sköttunum mínum er vel eða illa varið, hvort þeir eiga að hækka eða ekki, hvort á fjölga strætóferðum, vera systkinaforgangur á leikskólum eða setja upp Disneyland í Vatnsmýrinni. Annan laugardag, 29. maí, er kosið til bæjar- og sveitarstjórna. Vissir þú það? Ekki ég. Eða varla. Ég vissi að svona kosningar væru á dagskránni einhvern tíma bráðum og öðru hvoru sé ég fjallað um eitthvað annað sveitarfélag en mitt og kosningamálin þar í fréttunum eða blöðunum. Og svo er gosið og bankarnir og Jón Ásgeir og Interpol og allt hitt og kosningarnar gleymast eins og dögg fyrir sólu. Nú veist þú, kæri lesandi, sama hvar þú býrð, hvenær kosningarnar eru og að þú hefur bara tæpar tvær vikur til að mynda þér skoðun ef þú ert þá ekki löngu búin/n að því. Við hin, það er komið að því að vinna fyrir lýðræðinu, bretta upp andlegar ermar, kynna sér stefnumál og mæta svo á kjörstað og kjósa. Því kosningar eru í nánd. Næstu fjögur ár eru undir okkur komin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun
Miðborgin í Reykjavík er aldrei eins yndisleg og þegar vindurinn hefur sig hægan á sama tíma og sólin skín. Þannig var hún á laugardaginn var og nóg um að vera. Niður Skólavörðustíginn dansaði glæsileg fjölmenningarganga sem endaði í Ráðhúsinu þar sem slegið hafði verið upp markaði með fjölbreyttum varningi frá öllum þeim vistkerfum heimsins sem eiga sér afleggjara hér. Á Austurvelli stóðu menn saman um hugsjónir sínar og mannréttindi með ræðuhöldum og hljóðfæraslætti. Við útitaflið í Lækjargötu spratt heill heimur upp úr svuntu og pilsi brúðuleikkonu frá Kanada. Svona eiga miðborgir að vera. Finnst mér. Lifandi og fjölbreyttar, með góðum kaffihúsum og veitingastöðum, tjörnum með öndum, grænum görðum, listum og lífi, vettvangi til skoðanaskipta og ísbúðum. Ég kann líka vel að meta aðra staði í borginni minni, Fjölskyldu- og húsdýragarðinn til dæmis, sundlaugarnar, Ylströndina og Elliðaárdalinn. Ég kann að meta söfnin og stytturnar, strætó og hjólastíga, dagheimili og ruslabíla. Mér finnst full mikið um einkabíla og nýbyggingar og svo er ég sérlega ósátt við háhýsi sem byrgja mér fjallasýnina fallegu, subbugang og veggjakrot. Ég hef sumsé fullt af skoðunum á því hvernig ég vil að borgin mín sé. Og hver réttindi mín sem íbúa í henni eru. Ég hef skoðun á því hvort sköttunum mínum er vel eða illa varið, hvort þeir eiga að hækka eða ekki, hvort á fjölga strætóferðum, vera systkinaforgangur á leikskólum eða setja upp Disneyland í Vatnsmýrinni. Annan laugardag, 29. maí, er kosið til bæjar- og sveitarstjórna. Vissir þú það? Ekki ég. Eða varla. Ég vissi að svona kosningar væru á dagskránni einhvern tíma bráðum og öðru hvoru sé ég fjallað um eitthvað annað sveitarfélag en mitt og kosningamálin þar í fréttunum eða blöðunum. Og svo er gosið og bankarnir og Jón Ásgeir og Interpol og allt hitt og kosningarnar gleymast eins og dögg fyrir sólu. Nú veist þú, kæri lesandi, sama hvar þú býrð, hvenær kosningarnar eru og að þú hefur bara tæpar tvær vikur til að mynda þér skoðun ef þú ert þá ekki löngu búin/n að því. Við hin, það er komið að því að vinna fyrir lýðræðinu, bretta upp andlegar ermar, kynna sér stefnumál og mæta svo á kjörstað og kjósa. Því kosningar eru í nánd. Næstu fjögur ár eru undir okkur komin.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun