Hrafnhildur: Búin að bíða eftir þessu í ansi mörg ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2010 20:30 Hrafnhildur Skúladóttir. Hrafnhildur Skúladóttir og félagar hennar í íslenska kvennalandsliðinu eru nú á lokasprettinum í undirbúningi sínum fyrir Evrópumótið sem hefst eftir viku. Júlíus Jónasson, landsliðsþjálfari tilkynnti lokahóp sinn á blaðamannafundi í dag. „Það er kominn mjög mikill spenningur í mig núna. Ég er búin að vera í landsliðinu í þrettán ár og hef alltaf stefnt að þessu. Ég er því búin að bíða í ansi mörg ár," segir Hrafnhildur en hún og liðið er nýkomin heim eftir æfingamót í Noregi um síðustu helgi. „Það var mikið sjokk að tapa svona illa á móti Noregi en þessi leikur var svolítið svindl. Við eyddum öllum fimmtudeginum að ferðast, þurftum að taka tvö flug og fengum síðan enga æfingu um kvöldið. Við náðum ekki að ná úr okkur neinni flugþreytu og svo vöknuðum við eldsnemma næsta morgun til þess að fara í annað flug þar sem leikurinn var," lýsir Hrafnhildur. „Við eyddum tveimur dögum í ferðlög og fórum beint í leik án þess að hreyfa okkur nokkuð. Það var engin líkamlega klár í slaginn. Þetta var bara hræðilegt og við áttum bara mjög slæman dag. Það er mjög margt gott sem er hægt að taka með á Evrópumótið úr hinum tveimur leikjunum," segir Hrafnhildur. „Við áttum stóran draum um að vinna Dani, vorum einu marki yfir þegar korter var eftir og áttum möguleika á því að ná tveggja marka forskoti. Við klúðruðum því en það var hörkuspennandi leikur og það var bara rétt í lokin sem við misstum þær frá okkur," segir Hrafnhildur en íslenska liðið tapaði 24-30 á móti Dönum. Lokaleikurinn tapaðist síðan á móti Serbum eftir spennandi leik. „Væntingarnar til EM eru ennþá að koma á óvart og komast í milliriðla. Við ætlum að koma óvart strax í fyrsta leik á móti Króatíu. Fyrirfram ættum við að eiga mestu möguleikana á móti Króatíu en Rússar stefna á það að verða Evrópumeistarar og eru í topp þremur í Evrópu," segir Hrafnhildur sem segir að þriðju mótherjar íslenska liðsins í riðlinum, Svartfjallaland, sé búið að missa tvo leikmenn sem ætti að hjálpa íslenska liðinu. „Það eru tvær sem hafa spilað með Serbíu en eru ekki búnar að bíða í þrjú ár og fá því ekki að spila. Þar á meðal er örvhent skytta sem er mjög mikill markaskorari og línumaður sem er algjör vinnuhestur. Það eru klárlega mjög sterkir leikmenn sem þær missa sem er bara mjög gott fyrir okkur," sagði Hrafnhildur. Íslenski handboltinn Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Fleiri fréttir Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Sjá meira
Hrafnhildur Skúladóttir og félagar hennar í íslenska kvennalandsliðinu eru nú á lokasprettinum í undirbúningi sínum fyrir Evrópumótið sem hefst eftir viku. Júlíus Jónasson, landsliðsþjálfari tilkynnti lokahóp sinn á blaðamannafundi í dag. „Það er kominn mjög mikill spenningur í mig núna. Ég er búin að vera í landsliðinu í þrettán ár og hef alltaf stefnt að þessu. Ég er því búin að bíða í ansi mörg ár," segir Hrafnhildur en hún og liðið er nýkomin heim eftir æfingamót í Noregi um síðustu helgi. „Það var mikið sjokk að tapa svona illa á móti Noregi en þessi leikur var svolítið svindl. Við eyddum öllum fimmtudeginum að ferðast, þurftum að taka tvö flug og fengum síðan enga æfingu um kvöldið. Við náðum ekki að ná úr okkur neinni flugþreytu og svo vöknuðum við eldsnemma næsta morgun til þess að fara í annað flug þar sem leikurinn var," lýsir Hrafnhildur. „Við eyddum tveimur dögum í ferðlög og fórum beint í leik án þess að hreyfa okkur nokkuð. Það var engin líkamlega klár í slaginn. Þetta var bara hræðilegt og við áttum bara mjög slæman dag. Það er mjög margt gott sem er hægt að taka með á Evrópumótið úr hinum tveimur leikjunum," segir Hrafnhildur. „Við áttum stóran draum um að vinna Dani, vorum einu marki yfir þegar korter var eftir og áttum möguleika á því að ná tveggja marka forskoti. Við klúðruðum því en það var hörkuspennandi leikur og það var bara rétt í lokin sem við misstum þær frá okkur," segir Hrafnhildur en íslenska liðið tapaði 24-30 á móti Dönum. Lokaleikurinn tapaðist síðan á móti Serbum eftir spennandi leik. „Væntingarnar til EM eru ennþá að koma á óvart og komast í milliriðla. Við ætlum að koma óvart strax í fyrsta leik á móti Króatíu. Fyrirfram ættum við að eiga mestu möguleikana á móti Króatíu en Rússar stefna á það að verða Evrópumeistarar og eru í topp þremur í Evrópu," segir Hrafnhildur sem segir að þriðju mótherjar íslenska liðsins í riðlinum, Svartfjallaland, sé búið að missa tvo leikmenn sem ætti að hjálpa íslenska liðinu. „Það eru tvær sem hafa spilað með Serbíu en eru ekki búnar að bíða í þrjú ár og fá því ekki að spila. Þar á meðal er örvhent skytta sem er mjög mikill markaskorari og línumaður sem er algjör vinnuhestur. Það eru klárlega mjög sterkir leikmenn sem þær missa sem er bara mjög gott fyrir okkur," sagði Hrafnhildur.
Íslenski handboltinn Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Fleiri fréttir Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Sjá meira