Ökumönnum McLaren og Red Bull ekki stýrt í titilsókninni 29. ágúst 2010 20:09 McLaren liðið fagnar sigrinum á Spa í dag. Mynd: Getty Images Hvorki McLaren né Red Bull liðin ætla að ráðskast með það hvernig ökumenn haga akstrinum í Formúlu 1 mótum, þó línur hafi skýrst nokkuð varðandi titilslagninn í dag. Hvorki Jenson Button hjá McLaren né Sebastian Vettel hjá Red Byll fengu stig í dag, á meðan Lewis Hamilton hjá McLarren og Mark Webber hjá Red Bull voru í fyrsta og öðru sæti. Það þýðir að þeir hafa meira forskot en áður á Button og Vettel og svo náði Fernando Alonso hjá Ferrari ekki stigum í dag. Sex mót eru eftir og forráðamönnum McLaren og Red Bull finnst ekki kominn tími á að hygla að öðrum ökumanni sínum umfram hinn. En Webber gaf reyndar í skyn í frétt á autosport.com að sá tími færi að koma að Red Bull ætta skoða sín mál varðandi titilsóknina. Stigastaðan: 1 Lewis Hamilton 182 2 Mark Webber 179 3 Sebastian Vettel 151 4 Jenson Button 147 5 Fernando Alonso 141 6 Felipe Massa 109 7 Robert Kubica 104 8 Nico Rosberg 102 "Það eru 150 stig enn í pottinum og tveir þeir fremstu hafa aðeins skilið sig frá keppinautunum, þar sem þrír af þeim sem eru í titilsókn náðu ekki stigum", sagði Christian Horner hjá Red Bull. "En það er of snemmt að fara styðja einn ökumann. Allir fimm eiga möguleika, eins og stigakerfið er upp sett og bilið blekkir. Það virðist mikið, en raunveruleikinn er sá að bilið getur minnkað snarlega. Það er of snemmt að ræða svona mál", sagði Horner. Horner telur ekki að Webber muni sækjast eftir því að vera settur í forgang. "Hann er íþróttamaður og raunsær og veit að hlutirnir gera breyst hratt, mjög hratt. En hann er í góðri stöðu. Ef við náum svipuðum árangri á Monza, þá getum við vonandi staðið okkur betur á brautum sem henta bíl okkar betur", sagði Horner. Martin Whitmarsh hjá McLaren tekur í sama streng og Horner. "Ég hef rætt við báða ökumenn og Jenson sagði við Lewis að hann væri 35 stigum á eftir, en ég á enn eftir að negla hann. Þannig á þetta að vera. Jenson var mjög, mjög óheppin í dag. Hann hefði átt að ná stigum og þetta getur breyst hratt í næstu mótum", sagði Whitmarsh, en ökumönnum liðsins er eftir sem áður frjálst að keppa sín á milli eins og fyrr á árinu. Mest lesið Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Hvorki McLaren né Red Bull liðin ætla að ráðskast með það hvernig ökumenn haga akstrinum í Formúlu 1 mótum, þó línur hafi skýrst nokkuð varðandi titilslagninn í dag. Hvorki Jenson Button hjá McLaren né Sebastian Vettel hjá Red Byll fengu stig í dag, á meðan Lewis Hamilton hjá McLarren og Mark Webber hjá Red Bull voru í fyrsta og öðru sæti. Það þýðir að þeir hafa meira forskot en áður á Button og Vettel og svo náði Fernando Alonso hjá Ferrari ekki stigum í dag. Sex mót eru eftir og forráðamönnum McLaren og Red Bull finnst ekki kominn tími á að hygla að öðrum ökumanni sínum umfram hinn. En Webber gaf reyndar í skyn í frétt á autosport.com að sá tími færi að koma að Red Bull ætta skoða sín mál varðandi titilsóknina. Stigastaðan: 1 Lewis Hamilton 182 2 Mark Webber 179 3 Sebastian Vettel 151 4 Jenson Button 147 5 Fernando Alonso 141 6 Felipe Massa 109 7 Robert Kubica 104 8 Nico Rosberg 102 "Það eru 150 stig enn í pottinum og tveir þeir fremstu hafa aðeins skilið sig frá keppinautunum, þar sem þrír af þeim sem eru í titilsókn náðu ekki stigum", sagði Christian Horner hjá Red Bull. "En það er of snemmt að fara styðja einn ökumann. Allir fimm eiga möguleika, eins og stigakerfið er upp sett og bilið blekkir. Það virðist mikið, en raunveruleikinn er sá að bilið getur minnkað snarlega. Það er of snemmt að ræða svona mál", sagði Horner. Horner telur ekki að Webber muni sækjast eftir því að vera settur í forgang. "Hann er íþróttamaður og raunsær og veit að hlutirnir gera breyst hratt, mjög hratt. En hann er í góðri stöðu. Ef við náum svipuðum árangri á Monza, þá getum við vonandi staðið okkur betur á brautum sem henta bíl okkar betur", sagði Horner. Martin Whitmarsh hjá McLaren tekur í sama streng og Horner. "Ég hef rætt við báða ökumenn og Jenson sagði við Lewis að hann væri 35 stigum á eftir, en ég á enn eftir að negla hann. Þannig á þetta að vera. Jenson var mjög, mjög óheppin í dag. Hann hefði átt að ná stigum og þetta getur breyst hratt í næstu mótum", sagði Whitmarsh, en ökumönnum liðsins er eftir sem áður frjálst að keppa sín á milli eins og fyrr á árinu.
Mest lesið Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira