Vettel: Hvert mót mikilvægt í lokaslagnum 26. ágúst 2010 14:39 Sebastian Vettel á fréttamannafundi í Spa í Belgíu i dag. Mynd: Getty Images Sjö mót eru eftir í meistaramótinu í Fornúlu 1 og Sebastian Vettel hjá Red Bull segir titislaginn hefjast fyrir alvöru um helgina, en hann hefur lent í ýmsum ógöngum á árinu. Bíll hefur bilað hjá honum í móti, felguró losnaði af einu dekki þannig að dekkið fór undan í einni keppni. Hann gerði mistök fyrir aftan öryggisbílinn í síðustu keppni sem kostaði hann mögulegan sigur og hann hefur tapað stigum á þessum uppákomum. En hann sýtir ekki orðinn hlut, eins og kemur fram í frétt á autosport.com. "Við ættum að vera með fleiri stig. En það þýðir ekki að fást um ef og hefði. Það eru stigin sem skipta máli á stigatöflunni. Við ættum að hafa fleiri stig, en það eru önnur lið og aðrir ökumenn með svipaðar hugmyndir um eigin stöðu", sagði Vettel. "Staðan er eins og staðan er og við erum á byrjunarreit. Við verðum að einbeita okkur að hverju móti og hvert mót sem eftir eru skiptir máli. Ferrarri og McLaren munu pressa á lokasprettinum, en þeir eru í sömu stöðu og við og staðan er jöfn stigalega séð." "Stigagjöfin er öðruvísi en áður og þó munurinn virðist mikill á blaði, þá er hann nánast engin. Fernando Alonso náði tveimur góðum mótum og náði sér í toppslaginn. Það sýnir best hvað þetta er fljótt að breytast og maður verður að berjast til loka", sagði Vettel. Mótshelgin á Spa er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um helgina og tímatakan og kappaksturinn er í opinni dagskrá. Stigastaðan 1 Mark Webber 161 2 Lewis Hamilton 157 3 Sebastian Vettel 151 4 Jenson Button 147 5 Fernando Alonso 141 6 Felipe Massa 97 7 Nico Rosberg 94 8 Robert Kubica 89 Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Sjö mót eru eftir í meistaramótinu í Fornúlu 1 og Sebastian Vettel hjá Red Bull segir titislaginn hefjast fyrir alvöru um helgina, en hann hefur lent í ýmsum ógöngum á árinu. Bíll hefur bilað hjá honum í móti, felguró losnaði af einu dekki þannig að dekkið fór undan í einni keppni. Hann gerði mistök fyrir aftan öryggisbílinn í síðustu keppni sem kostaði hann mögulegan sigur og hann hefur tapað stigum á þessum uppákomum. En hann sýtir ekki orðinn hlut, eins og kemur fram í frétt á autosport.com. "Við ættum að vera með fleiri stig. En það þýðir ekki að fást um ef og hefði. Það eru stigin sem skipta máli á stigatöflunni. Við ættum að hafa fleiri stig, en það eru önnur lið og aðrir ökumenn með svipaðar hugmyndir um eigin stöðu", sagði Vettel. "Staðan er eins og staðan er og við erum á byrjunarreit. Við verðum að einbeita okkur að hverju móti og hvert mót sem eftir eru skiptir máli. Ferrarri og McLaren munu pressa á lokasprettinum, en þeir eru í sömu stöðu og við og staðan er jöfn stigalega séð." "Stigagjöfin er öðruvísi en áður og þó munurinn virðist mikill á blaði, þá er hann nánast engin. Fernando Alonso náði tveimur góðum mótum og náði sér í toppslaginn. Það sýnir best hvað þetta er fljótt að breytast og maður verður að berjast til loka", sagði Vettel. Mótshelgin á Spa er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um helgina og tímatakan og kappaksturinn er í opinni dagskrá. Stigastaðan 1 Mark Webber 161 2 Lewis Hamilton 157 3 Sebastian Vettel 151 4 Jenson Button 147 5 Fernando Alonso 141 6 Felipe Massa 97 7 Nico Rosberg 94 8 Robert Kubica 89
Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira