NBA: Nowitzki meiddist en Dallas vann samt 17. sigurinn í 18 leikjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. desember 2010 09:00 Shawn Marion og Tyson Chandler fagna sigri Dallas í nótt. Mynd/AP Dallas Mavericks vann tíu stiga sigur á Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í nótt þrátt fyrir að missa stjörnuleikmann sinn Dirk Nowitzki meiddan af velli í fyrri hálfleik. Orlando Magic vann sinn þriðja leik í röð og Charlotte Bobcats vann sinn fyrsta leik undir stjórn Paul Silas. Caron Butler var með 21 stig og Shawn Marion skoraði 20 stig þegar Dallas Mavericks vann 103-93 útisigur á Oklahoma City Thunder. Dirk Nowitzki, aðalstjarna Dallas, meiddist á hné þegar rúmar níu mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum. Hann var þá búinn að skora 13 stig í leiknum. Nowitzki var ekki eini Dallas-maðurinn sem er meiddur á hné því þjálfarinn Rick Carlisle missti einnig af leiknum vegna hnémeiðsla og stjórnaði Dwane Casey liðinu í þessum leik. Kevin Durant skoraði 28 stig fyrir Oklahoma City og James Harden var með 18 stig en liðið er búið að tapa báðum leikjum sínum á móti Dallas í vetur. Dwight Howard var með 19 stig og 13 fráköst þegar Orlando Magic vann 104-88 útisigur á New Jersey Nets. Þetta var þriðji sigur Orlando í röð og nýju mennirnir virðast vera farnir að finna sig á nýjum stað. Einn þeirra, Hedo Turkoglu, skoraði 20 stig í leiknum. Devin Harris var stigahæstur hjá New Jersey með 24 stig en þetta var áttunda tap liðsins í síðustu ellefu leikjum. Paul Silas.Mynd/AP Charlotte Bobcats byrjaði vel undir stjórn Paul Silas þegar liðið vann 105-100 heimasigur á Detroit Pistons. D.J. Augustin skoraði 27 stig og Stephen Jackson bætti við 23 stigum en Charlie Villanueva var atkvæðamestur hjá Detroit með 25 stig. Michael Beasley skoraði sigurkörfuna í fyrrinótt og var með 30 stig, 9 fráköst og 7 stoðsendingar í 113-98 sigri Minnesota Timberwolves á New Orleans Hornets í nótt. Wes Johnson skoraði 24 stig fyrir Úlfana sem náði að vinna tvö kvöld í röð í aðeins annað skiptið á tímabilinu. Chris Paul var með 22 stig og 13 fráköst hjá New Orleans sem tapaði sjöunda útileiknum í röð og hefur tapað 12 af síðustu 19 leikjum sínum eftir að hafa byrjað tímabilið 11-1. Zach Randolph skoraði 15 af 21 stigi sínu í seinni hálfleik þegar Memphis Grizzlies vann 96-85 sigur á Toronto Raptors. Rudy Gay var með 18 stig fyrir Memphis en Linas Kleiza skoraði mest 22 stig fyrir Toronto. Toronto tapaði sínum þriðja leik í röð og er ennfremur búið að tapa 5 af síðustu 6 leikjum sínum. John Salmons einn á móti fjórum Atlanta-mönnum.Mynd/AP Al Horford var með 18 stig og 12 fráköst og Joe Johnson bætti við 15 stigum í 95-80 útisigri Atlanta Hawks á Milwaukee Bucks. Atlanta var fyrir leikinn búið að tapa fimm útileikjum í röð. John Salmons skoraði 18 stig fyrir Milwaukee. Kevin Martin skoraði 20 stig og þeir Shane Battier og Aaron Brooks voru báðir með 15 stig þegar Houston Rockets vann 100-93 sigur á Washington Wizards. Þetta var fimmti sigur Houston-liðsins í röð og sá áttundi í röð á heimavelli. Kirk Hinrich skoraði 19 stig fyrir Wizards-liðið sem er búið að tapa öllum 15 útileikjum sínum. LaMarcus Aldridge var með 26 stig og Wesley Matthews skoraði 14 stig á móti sínum gömlu félögum þegar Portland Trail Blazers vann 96-91 útisigur á Utah Jazz. Deron Williams var með 31 stig fyrir Utah en það dugði ekki til.Blake Griffin var með 19. tvennuna í röð.Mynd/APEric Gordon skoraði 31 stig þegar Los Angeles Clippers vann 100-99 útisigur á Sacramento Kings og nýliðinn Blake Griffin náði sinni 19. tvennu í röð með því að skorað 24 stig og taka 14 fráköst. Tyreke Evans skoraði 32 stig í áttunda tapi Sacramento í röð. Monta Ellis var með 22 stig og 12 stoðsendingar þegar Golden State Warroirs vann 110-95 sigur á Philadelphia 76ers. David Lee var með 21 stig og 16 fráköst og Stephen Curry bætti við 17 stigum í þriðja sigri Golden State í röð. Jrue Holiday var neð 23 stig og 11 stoðsendingar fyrir Philadelphia og Elton Brand var með 16 stig og 16 fráköst. Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Dirk Nowitzki meiddist á hné í nótt.Mynd/APCharlotte Bobcats-Detroit Pistons 105-100 New Jersey Nets-Orlando Magic 88-104 Memphis Grizzlies-Toronto Raptors 96-85 Milwaukee Bucks-Atlanta Hawks 80-95 Minnesota Timberwolves-New Orleans Hornets 113-98 Oklahoma City Thunder-Dallas Mavericks 93-103 Houston Rockets-Washington Wizards 100-93 Utah Jazz-Portland Trail Blazers 91-96 Sacramento Kings-Los Angeles Clippers 99-100 Golden State Warriors-Philadelphia 76ers 110-95 NBA Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Sjá meira
Dallas Mavericks vann tíu stiga sigur á Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í nótt þrátt fyrir að missa stjörnuleikmann sinn Dirk Nowitzki meiddan af velli í fyrri hálfleik. Orlando Magic vann sinn þriðja leik í röð og Charlotte Bobcats vann sinn fyrsta leik undir stjórn Paul Silas. Caron Butler var með 21 stig og Shawn Marion skoraði 20 stig þegar Dallas Mavericks vann 103-93 útisigur á Oklahoma City Thunder. Dirk Nowitzki, aðalstjarna Dallas, meiddist á hné þegar rúmar níu mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum. Hann var þá búinn að skora 13 stig í leiknum. Nowitzki var ekki eini Dallas-maðurinn sem er meiddur á hné því þjálfarinn Rick Carlisle missti einnig af leiknum vegna hnémeiðsla og stjórnaði Dwane Casey liðinu í þessum leik. Kevin Durant skoraði 28 stig fyrir Oklahoma City og James Harden var með 18 stig en liðið er búið að tapa báðum leikjum sínum á móti Dallas í vetur. Dwight Howard var með 19 stig og 13 fráköst þegar Orlando Magic vann 104-88 útisigur á New Jersey Nets. Þetta var þriðji sigur Orlando í röð og nýju mennirnir virðast vera farnir að finna sig á nýjum stað. Einn þeirra, Hedo Turkoglu, skoraði 20 stig í leiknum. Devin Harris var stigahæstur hjá New Jersey með 24 stig en þetta var áttunda tap liðsins í síðustu ellefu leikjum. Paul Silas.Mynd/AP Charlotte Bobcats byrjaði vel undir stjórn Paul Silas þegar liðið vann 105-100 heimasigur á Detroit Pistons. D.J. Augustin skoraði 27 stig og Stephen Jackson bætti við 23 stigum en Charlie Villanueva var atkvæðamestur hjá Detroit með 25 stig. Michael Beasley skoraði sigurkörfuna í fyrrinótt og var með 30 stig, 9 fráköst og 7 stoðsendingar í 113-98 sigri Minnesota Timberwolves á New Orleans Hornets í nótt. Wes Johnson skoraði 24 stig fyrir Úlfana sem náði að vinna tvö kvöld í röð í aðeins annað skiptið á tímabilinu. Chris Paul var með 22 stig og 13 fráköst hjá New Orleans sem tapaði sjöunda útileiknum í röð og hefur tapað 12 af síðustu 19 leikjum sínum eftir að hafa byrjað tímabilið 11-1. Zach Randolph skoraði 15 af 21 stigi sínu í seinni hálfleik þegar Memphis Grizzlies vann 96-85 sigur á Toronto Raptors. Rudy Gay var með 18 stig fyrir Memphis en Linas Kleiza skoraði mest 22 stig fyrir Toronto. Toronto tapaði sínum þriðja leik í röð og er ennfremur búið að tapa 5 af síðustu 6 leikjum sínum. John Salmons einn á móti fjórum Atlanta-mönnum.Mynd/AP Al Horford var með 18 stig og 12 fráköst og Joe Johnson bætti við 15 stigum í 95-80 útisigri Atlanta Hawks á Milwaukee Bucks. Atlanta var fyrir leikinn búið að tapa fimm útileikjum í röð. John Salmons skoraði 18 stig fyrir Milwaukee. Kevin Martin skoraði 20 stig og þeir Shane Battier og Aaron Brooks voru báðir með 15 stig þegar Houston Rockets vann 100-93 sigur á Washington Wizards. Þetta var fimmti sigur Houston-liðsins í röð og sá áttundi í röð á heimavelli. Kirk Hinrich skoraði 19 stig fyrir Wizards-liðið sem er búið að tapa öllum 15 útileikjum sínum. LaMarcus Aldridge var með 26 stig og Wesley Matthews skoraði 14 stig á móti sínum gömlu félögum þegar Portland Trail Blazers vann 96-91 útisigur á Utah Jazz. Deron Williams var með 31 stig fyrir Utah en það dugði ekki til.Blake Griffin var með 19. tvennuna í röð.Mynd/APEric Gordon skoraði 31 stig þegar Los Angeles Clippers vann 100-99 útisigur á Sacramento Kings og nýliðinn Blake Griffin náði sinni 19. tvennu í röð með því að skorað 24 stig og taka 14 fráköst. Tyreke Evans skoraði 32 stig í áttunda tapi Sacramento í röð. Monta Ellis var með 22 stig og 12 stoðsendingar þegar Golden State Warroirs vann 110-95 sigur á Philadelphia 76ers. David Lee var með 21 stig og 16 fráköst og Stephen Curry bætti við 17 stigum í þriðja sigri Golden State í röð. Jrue Holiday var neð 23 stig og 11 stoðsendingar fyrir Philadelphia og Elton Brand var með 16 stig og 16 fráköst. Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Dirk Nowitzki meiddist á hné í nótt.Mynd/APCharlotte Bobcats-Detroit Pistons 105-100 New Jersey Nets-Orlando Magic 88-104 Memphis Grizzlies-Toronto Raptors 96-85 Milwaukee Bucks-Atlanta Hawks 80-95 Minnesota Timberwolves-New Orleans Hornets 113-98 Oklahoma City Thunder-Dallas Mavericks 93-103 Houston Rockets-Washington Wizards 100-93 Utah Jazz-Portland Trail Blazers 91-96 Sacramento Kings-Los Angeles Clippers 99-100 Golden State Warriors-Philadelphia 76ers 110-95
NBA Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Sjá meira