Enska biskupakirkjan tapar stórt á fasteignabraski í New York 26. janúar 2010 08:43 Enska biskupakirkjan hefur tapað 40 milljónum punda eða rúmlega 8 milljörðum kr. á hörmulegum fasteignakaupum í New York. Talsmaður kirkjunnar segir að búið sé að afskrifa þessa upphæð að fullu í bókhaldi kirkjunnar og nú sé verið að fara yfir hvaða lærdóma megi læra af málinu.Um er að ræða Peter Cooper Village-Stuyvesant Tower á Manhattan sem er risastór íbúðasamstæða. Fasteignafélagið Tishman Speyer festi kaup á þessari samstæðu árið 2006 og borgaði 5,4 milljarða dollara fyrir. Um var að ræða stærstu fjárfestingu á þessu sviði í Bandaríkjunum og var heildarfjárhæðin öll tekin að láni.Enska biskupakirkjan ákvað árið 2007, á toppi fasteignabólunnar í Bandaríkjunum, að fjárfesta fyrir 40 milljónir punda í þessu verkefni, fé sem síðan hefur gufað upp. Verðmæti Peter Cooper Village-Stuyvesant Tower er í dag talið nema um 1,8 milljarðar dollara.Fram kemur í frétt á BBC að tapið á þessari einu fasteign nemi nærri 1% af heildareignum Ensku biskupakirkjunnar sem eru um 4,4 milljarðar punda. Tapið kemur í kjölfar verðfalls upp á 19,6% af fjárfestingum kirkjunnar á árinu 2008.Talsmaður kirkjunnar segir að fjármálamenn hennar hafi farið vandlega í gegnum kaupin á sínum tíma með sérfræðingum sem töldu þau í lagi. Hinsvegar hafi framhald málsins kennt þeim að lán af fyrrgreindi stærðargráðu geti verið „eyðileggjandi". Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Enska biskupakirkjan hefur tapað 40 milljónum punda eða rúmlega 8 milljörðum kr. á hörmulegum fasteignakaupum í New York. Talsmaður kirkjunnar segir að búið sé að afskrifa þessa upphæð að fullu í bókhaldi kirkjunnar og nú sé verið að fara yfir hvaða lærdóma megi læra af málinu.Um er að ræða Peter Cooper Village-Stuyvesant Tower á Manhattan sem er risastór íbúðasamstæða. Fasteignafélagið Tishman Speyer festi kaup á þessari samstæðu árið 2006 og borgaði 5,4 milljarða dollara fyrir. Um var að ræða stærstu fjárfestingu á þessu sviði í Bandaríkjunum og var heildarfjárhæðin öll tekin að láni.Enska biskupakirkjan ákvað árið 2007, á toppi fasteignabólunnar í Bandaríkjunum, að fjárfesta fyrir 40 milljónir punda í þessu verkefni, fé sem síðan hefur gufað upp. Verðmæti Peter Cooper Village-Stuyvesant Tower er í dag talið nema um 1,8 milljarðar dollara.Fram kemur í frétt á BBC að tapið á þessari einu fasteign nemi nærri 1% af heildareignum Ensku biskupakirkjunnar sem eru um 4,4 milljarðar punda. Tapið kemur í kjölfar verðfalls upp á 19,6% af fjárfestingum kirkjunnar á árinu 2008.Talsmaður kirkjunnar segir að fjármálamenn hennar hafi farið vandlega í gegnum kaupin á sínum tíma með sérfræðingum sem töldu þau í lagi. Hinsvegar hafi framhald málsins kennt þeim að lán af fyrrgreindi stærðargráðu geti verið „eyðileggjandi".
Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira